Velgengi erlendis.

Ég hef alltaf mjög gaman að því þegar Íslendingar eru að gera það gott erlendis og í þessu tilviki er mér efnið hugleikið.

Svo ég nappaði þessari grein af Vísi.is/Fréttablaðinu um hið hógværa og duglega tónskáld Atla Örvarsson, en hann er að ná stórmerkilegum árangri í sínu fagi.

Atli Örvarsson

Atli Örvars önnum kafinn í Hollywood

  Atli Örvarsson hefur nóg fyrir stafni í Hollywood því á árinu verða frumsýndar þrjár kvikmyndir þar sem tónlist hans fær að hljóma.

Hróður Atla Örvarssonar tónskálds virðist aukast með hverjum degi í draumaverksmiðjunni Hollywood. Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu samdi hann nýlega tónlist við hasarmyndina Babylon A.D. með Vin Diesel í aðalhlutverki og ofan á það bættist kvikmyndin The Code þar sem stórleikararnir Antonio Banderas og Morgan Freeman verða í helstu hlutverkum.

Á vefsíðu IMDB var í gær tilkynnt um nýtt verkefni Atla en það er Whiteout með ofurstjörnunni Kate Beckinsale og gamla brýninu Tom Skerrit í aðalhlutverkum. Ráðgert er að þessar þrjár myndir verði allar frumsýndar á þessu ári og ef það verður að veruleika er það einstakt afrek hjá íslensku tónskáldi.

Whiteout segir frá lögreglukonu sem er á höttunum eftir raðmorðingja í Alaska og þarf helst að finna kauða áður en sólin leggst í vetrarhýði næstu sex mánuði. Atli ætti að þekkja vel til drungans og myrkursins sem umlykur bandaríska fylkið enda að norðan en þar geta veturnir oft orðið æði kaldir og dimmir.

Á kvikmyndasíðunni kemur fram að áætlað er að kvikmyndin verði frumsýnd í október á þessu ári. Leikstjóri er Dominic Sena, sá hinn sami og gerði Gone in Sixty Seconds og Swordfish.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband