Fjármál almennings.

Ég hef eins og svo margir áhuga á að bæta nýtingu þeirrar innkomu sem atvinnan gefur hverju sinni.

Eins hef ég verið þeirrar skoðunar að kennsla í meðferð peninga/fjármagns eigi að byrja í barnaskóla og eigi ekki að vera eingöngu í höndum Banka eða á efri stigum náms.

Á mínu æskuheimili var ekki mikið rætt um peninga og fjármál þó að sparibaukurinn hafi verið til staðar og við systkinin hvött til að nota hann, þá náði það ekki mikið lengra.

Nú í síðustu viku fór ég með son minn sem er að verða sautján ára og stefnir á bílakaup til Ráðgjafa í bankanum okkar og þar fræddumst við feðgar saman um ýmislegt tengt sparnaði og fjármálum.

Og ekki er vanþörf á smá fræðslu eins og umræðan er í dag.  m5.is

Þessi ágæti ráðgjafi gaf okkur upp þessa heimasíðu með ýmsum upplýsingum og fróðleik um fjármál, sem á að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á! EKKI BARA FYRIR SÉRFRÆÐINGA!

Heldur mig og þig! www.m5.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Algerlega sammála þér Finnur, ég skildi nú ekki mikið í þessari sóiðu sem þú linkar á .. en það segir kannski meira um mig en síðuna ;)

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:15

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Síðu átti þetta að vera að sjálfsögðu

Óskar Þorkelsson, 16.6.2008 kl. 23:16

3 identicon

Þú átt nóg af peningum eftir Ingólf H. Ingólfsson og líka Ríki pabbi, fátæki pabbi eftir Robert T. Kiyosaki eru snilldar bækur þó þær séu nokkuð ólíkar.

Í bókinni Ríki pabbi, fátæki pabbi kemur höfundur inn á af hverju almenningur er fastur í lífsgæðakapphlaupinu og á enga peninga en því meir skuldir.

Hvernig almenningur situr fastur í gildru, því það hefur ekki verið kennt fjármálalæsi, hvorki í skóla eða á heimilinu.  og hvernig ætti því að vera kennt fjármálalæsi af foreldrum sínum ef foreldrarnir sjálfir hafa aldrei fengið kennslu í fjármálalæsi? Held að kerfið græði á því að við séum ekki vel upplýst, líka í peningamálum.

gfs (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband