Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Brosið býr í Hvolsfjalli.

 

Dularfullt og skemmtilegt bros sést nú á hinu glaðlynda fjalli við Hvolsvöll, Hvolsfjalli.

Ekki veit ég hvort að álfarnir í fjallinu hafi verið að verki eða geimverur í skjóli nætur!Wink

 

 

Brosið býr í Hvolsfjalli
 
Hinsvegar er þetta skemmtilegt framtak sama hver á í hlut:)

 

 


HIV/AIDS og Fótbolti

Mikael Silvestre hittir HIV smitaða einstaklinga í Suður Afríku.

Varnarmaður Manchester United, Mikael Silvestre  var hrærður yfir krafti og stolti þessara ungu barna sem hann hitti í heimsókn 'United Fyrir Unicef' í Suður Afríku.

 

  frásögn: Ken Borland
  26 Júlí 2008

Mikael Silvestre - Manchester United defender visits a Unicef Aids/HIV project in South Africa

Að gefa til baka:

Silvestre heimsótti verkefni þar sem markmiðið er að fræða unga Afríkubúa um AIDS og HIV.

"Þau segja að við séum að vinna með dautt fólk, en ef þú ert með eyðni er ekki þar með sagt að þú sért dauður á morgunn". Segir Thabiso  með bros á vör, en sorgin er augljós í augum hans.

Thabiso, sem er HIV jákvæður samfélagsþjónn er að tala við Mikael Silvestre sem er heillaður af heilindum og ótrúlegri jákvæðni þessa unga manns sem lifir með sjúkdóm sem mun líklega draga hann til dauða.

Það er sennilega enginn sem er jafn tillitsamur og hljótt hugsandi meðal frægra stjarna í liði Manchester United heldur en Mikael Silvestre og þessi þrítugi leikmaður er greinilega djúpt snortinn af kynnum sínum við Thabiso og aðra Eyðni-smitaða Afríkubúa sem hann hitti á skipulögðu fótbolta námskeiði  á vegum Unicef í Jóhannesarborg.

"Mig langaði að koma og hitta fólk með sjúkdóminn og sýna þeim að okkur stæði ekki á sama" sagði Silvestre. "Við erum ókunnugir þeim en þau voru ekki hrædd að opna sig og tala opinskátt um aðstæður og aðstöðu sína við okkur á einlægan og opinskáan hátt.

Þessir krakkar bera höfuðið hátt og lifa sínu hefðbundna lífi. Þau eru einnig staðráðin í a berjast við sjúkdóminn og eru mjög virk í kynningum til að hefta útbreiðslu HIV/Aids í gegnum hin ýmsu samtök, sem er gott að heyra.

Tækifærið bauðst að hitta ungt fólk með áhuga á knattspyrnu í bænum Alexandra sem er skuggahverfi við fótskör ríkustu úthverfa Jóhannesarborgar með tilkomu góðgerðar-samstarfs Unicef og United sem hefur staðið í nokkuð mörg ár.

Þetta samstarf hefur nánar tiltekið staðið í níu ár og upphæðirnar sem við höfum náð að safna eru ótrúlegar. Sem betur fer erum við hjá Manchester með stór hjörtu, sem er bara gott! Segir Mikael Silvestre.

John Shiels yfirmaður góðgerðarmála hjá Manchester United Foundation, nefndi að klúbburinn væri í raun eins og fjölskylda, sem að Silvestre vildi gjarnan vera hluti af enn um sinn. En orðrómur er um að Silvestre sé á förum aftur til Bordeaux þar sem stór-fjölskylda hans býr.

Ég á eitt ár eftir af samningi mínum, svo við sjáum bara til, mér hefur liðið mjög vel og átt frábærar stundir með Manchester United, segir Silvestre.

Annað tímabil með Evrópumeisturunum gerir starfsferilinn að áratug og gefur Silvestre rétt á góðgerðar/vináttu leik sem kann að hafa áhrif á framhaldið hjá Silvestre.

Silvestre sleit liðband í hné í byrjun síðasta tímabils og það var erfiður tími fyrir varnarmanninn sterka.

Sem betur fór var ég var ég tilbúinn fyrir skemmtilegasta hluta tímabilsins þegar við unnum og tókum á móti bikurum. Það var mjög ánægjulegt og nú er tilhlökkun að byrja nýtt keppnistímabil, segir Mikael Silvestre.

En krakkar eins og Thabiso þurfa að sýna mikla ákveðni í þeirra daglegu baráttu við HIV eins og Silvestre nefndi í samtölum sínum við börnin.

En ég sagði krökkunum að við þyrftum þessa sömu ákveðni og styrk til að ná árangri í fótboltanum, og þann sem ég sá hjá þeim.

Unicef leggur áherslu á Aids í hjálparferð sinni um heiminn. Og aðstoð við unga fólkið með upplýsingum um hvernig röng hegðun getur leitt til Alnæmis og hvaða forvarnir séu mögulegar til að varna HIV/eyðnismiti.

 Unicef sér Íþróttir sem lykilatriði til að ná til ungafólksins í forvörnum gegn eyðnifaraldri.

Okkar kjörorð er að gefa "innblástur til afreka" og burtséð frá fjáröflun þá er mjög mikilvægt að nýta þau áhrifatengsl sem okkar Íþróttamenn hafa á unga menn og konur. Þar eru leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við börn og ungafólkið. Segir John Shiels.

Fótboltinn sáir fræjum sem börnin eru opin fyrir, það gefur Unicef tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis.

Jeremy Sprigge hjá Unicef í Bretlandi, segir að samstarfið með Manchester United hafi aflað tveggja milljóna punda (£2 milljónir) og haft áhrif á meira en eina og hálfa milljón barna umhverfis jörðina.

Til að styðja Alnæmist átak Unicef! Heimsækið  www.unicef.org.uk/manudonate.


Hvað er olíutunnan margir lítrar?

Olíu tunnaÞegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan kosti þetta mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu. Tunnan kostar í dag tæpar 10.000- íkr. Eða um 63 kr á lítir.

Ég þekki ekki til við framleiðslu og hreinsun eða hvort að sá kostnaður sé allur eftir, en væntanlega er allur flutningskostnaður og þá önnur gjöld við innflutning eftir að bætast ofan á þetta verð.

Spá fram í tímann er ekki spennandi, en eftir 1 ár mun tunnan kosta c.a. 164 usd.

 

 

Crude Oil 
$125.97
 ▼2.45  1.91%
6:11 AM EDT - 2008.07.23

Crude Oil Price by OIL-PRICE.NET ©
PriceChangeTradesVolume
06:11 - $ 125.97 2.45 1.91% 8,394 15,754
RangeOpen52 Wk Range1 Year Forecast
125.77 - 128.66128.5085.89 - 145.85$163.76 / Barrel

 upplýsingar af Oil Price.net og hinum frábæra Vísindavef Háskólans.


mbl.is Olían enn að lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverð jafnréttis-barátta

Það hefur vakið athygli mína hvað konur hafa verið duglegar að minna á sig undanfarið á nýjum sviðum og greinlegt að þær gefa ekkert eftir í jafnréttisáráttunni!

Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur(má deila um það), einu síðasta vígi karlmanna, glæpa og gáfulausu-deildinni! phlfgqi.jpg

Ungar konur í hraðakstri,  kona setti nýlega hraðamet á Bíl um það bil 198 km hraða og hafa einungis mótorhjólatöffarar náð viðlíka árangri í hraðakstri, metið var staðfest af Lögreglunni!

 Nú og eitthvert strákfífl gerði tilraun til að bæta metið nokkrum dögum síðar en það var of mikill meðvindur til að metið teldist gilt!

Nú hafa konur líka tekið drengstaulum og misgáfumönnum fram í barsmíðum á Lögregluþjónum samkvæmt frétt Rúv.is (en fréttin er stolinn af rúv-vefnum) sjá neðar.

Konur veittust að lögreglumönnum

 Lögregla beitti kylfum og varnarúða í gærkvöld þegar tvær konur veittust að lögreglumönnum. Lögregla stöðvaði um miðnætti, í vesturborginni, bíl ökumanns sem grunaður var um ölvunarakstur. Þegar ökumaðurinn var handtekinn réðust tvær konur, sem voru farþegar í bílnum, að lögreglunni með höggum og spörkum og reyndu að frelsa manninn, að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.

Kallað var eftir aðstoð og eru þremenningarnir nú í haldi lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir þegar víman rennur af þeim.

Konur veittust að lögreglumönnum

Sú kenning hefur verið sett fram að fjölgun Hraðamyndavéla sé ein aðal-orsök þessarar nýbylgju í kvenna afbrotum! Eitt er þó víst að konur búa við fullann jöfnuð í sektargreiðslum fyrir sambærileg brot og karlmenn, og una glaðar með.:)

sjá skýrslu Lögreglunnar 

 

20126473_b28b063159.jpg

 


50.000 Tonna Grænmetisverksmiðja.

vegetable.gifÉg hef áætlanir um að byggja 50.000 tonna Grænmetis verksmiðju.

Vegna hækkandi verðs á kjöti og ýmsum hrávörum þá hef ég mikla trú á að Grænmeti sé málið, (en ekki álið) til útflutnings.

50.000 tonn er mun meira en við framleiðum á Íslandi í dag af grænmeti, að ég held, ekki vegna áhugaleysis framleiðenda heldur vegna skorts á skilningi stjórnvalda á öðrum möguleikum til tekju öflunar í ríkissjóð.

Lífrænt ræktað grænmeti er selt nokkuð háu verði víða um heim.

Fyrir nokkrum dögum voru erlendir gestir í heimsókn hjá okkur, frændfólk frá Bandaríkjunum.

Þetta var Íslensk kona með börnin sín tengdabörn og barnabarn. En konan sú og dóttir hennar hafa verið hér áður. Hin voru að koma í fyrsta skipti og þau voru einfaldlega orðlaus sama hvert var farið með þau að sjá og skoða landið.

Það var mjög fyndið að sjá viðbrögðin þegar þeim var boðið að drekka ískalt og ferskt vatn beint úr læk og þurfti nokkurn sannfæringarkraft til þess að þau þorðu að drekka!!!! Ég fékk vatn og kók með klórbragði þegar ég heimsótti þau!

 En  aftur að grænmetinu þar sem okkar hreina vatn kemur aftur inní myndina sem og heita vatnið okkar skiptir sköpum í ræktun grænmetis og matjurta. Stutt sumar er hægt að framlengja með þessari frábæru orku sem okkur býðst á svo góðu verði  af því að við erum Íslendingar og þetta er allt í bakgarðinum okkar...........ég er að telja upp á 10 áður en ég held áfram!!

OK... rólegur..... Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? aluminum_castings.png

það horfir fram á vatnsskort, matvælaskort, orkuskort og ýmiskonar annan skort en Ál. Flugvélaframleiðsla, bílaframleiðsla og fleira er að dragast saman auk þess heyri ég orð eins og Koltrefjar sem komi í stað áls í flugvélaiðnaði í framtíðinni.

Ef allir vilja vinna störf í Álverksmiðjum (ég á það eftir, vonandi ekki þó) þá er lítið við því að gera.

Mig langar að sjá Ríkið standa jafn vel að afslætti á orkuverði til annarra sem vilja skapa störf í öðrum greinum, jafnvel listgreinum. T,d, ódýrara rafmagn í hljóðfærin og magnarana þar eru margir að flytja út sýnar vörur með góðum árangri. 

Ég hef líka á tilfinningunni að öll þau hjól og fellihýsi sem nú ferðast um landið fái fólk til að hugsa öðruvísi um landið. Það er ef fólk nær að slíta sig frá stressinu.website1stpicture.jpg

Mig reyndar dreymir að geta stundað sjálfsþurftar búskap, fara í berjamó fá mér íslenskar hænur og hinar nývinsælu Geitur miklu frekar en risa stórt grænmetis bú.

En þetta flokkast víst allt sem dagdraumar og rómantík.

En einhvernvegin líður mér betur að hugsa þannig.

Kannski smíða ég bara risagrænmetisbúið þegar öll álverin eru farinn á hausinn eða úr landi. 

 

 


Obama vitnar í Íslenska rokkhljómsveit.

DiktaÁ MySpace síðu Rokksveitarinnar Dikta er bent á þá skemmtilegu staðreynd að Barack Obama vitnar í texta við lag þeirra drengja.

Change will not come if we wait for some other person or if we wait for some other time. We are the ones we've been waiting for.
- Barack Obama (Feb. 5 speech)


We're the ones we've been waiting for
- Dikta (A Way Out, Hunting for Happiness LP)
 

Þetta er að vísu ekki nýjar fréttir á síðunni þeirra en engu að síður skemmtileg ábending, hvort sem um tilviljun er.. eða ekki.Wink

Hvort að Barack Obama sé að lesa almennt uppúr textum rokkara á fundarherferð sinn skal ósagt látið.

Dikta setti nýlega inn nýtt lag "Just getting started" inn á MySpace sem gæti túlkast sem stuðningslag við Barack Obama því að Dikta er einnig á leið í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna á næstunni og er dagskráin sem hér segir:(Heyrst hefur að Obama verði kynnir á tónleikunum!)

Upcoming Shows( view all )
Jul 17 20089:00P
Organ, with KuroiReykjavík
Aug 11 20088:00P
The Viper RoomW. Hollywood, California
Aug 12 20088:00P
The SceneGlendale, California
Aug 17 20088:00P
Mr. T's BowlLos Angeles, California
Aug 18 20088:00P
The Viper RoomW. Hollywood, California
Aug 21 20087:00P
RehabNew York, New York
Aug 22 20088:00P
Crash Mansion - Between (A Rock and a Hard Place) Club NightNew York, New York
Oct 15 20088:00P
Iceland AirwavesReykjavík

 


Hvað með forvarnir?

pills1.jpgÞessar fréttir um aukinn lyfjakostnað koma ekki mjög á óvart og væntanlega mun einnig bætast við kostnaður vegna kvíðastillandi, maga og jafnvel geðlyfja á næstunni vegna efnahagsástandsins.

Auðvitað eru sum lyf nauðsynleg, eftir því hvað við er að etja en oft hef ég á tilfinningunni að um skyndilausnir sé að ræða, þar sem ekki er alltaf raunveruleg þörf á lyfjum.

Oft verður úr lyfjavítahringur sem erfitt er við að eiga. Lyfjaframleiðendur eru duglegir að koma með auðseldar lausnir á þessum sviðum en ekki jafnáhugasamir um lausnir og rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum.

Ef áhugi er hjá stjórnvöldum að lækka þennan lyfja kostnað þá er ekki langt að leita.  hestar01.jpg

Útivist, Íþróttir, Tónlist og önnur heilsusamleg áhugamál fólks verði gert hátt undir höfði og skattur lækkaður eða afnuminn á vörur og þjónustu sem tengist heilsufari, andlegu sem líkamlegu.

Það er sem betur fer góð dæmi um árangur sem flestir þekkja, og ég get nefnt dæmi sem tengist mér, kona sem var að taka lyf á lyf ofan við kvíða, þunglyndi, svefnleysi, blóðþrýstingi o.f.l. Þessi vinkona var hreinlega búinn að loka sig af og fór varla úr húsi.

action_2.jpgHún fór eftir smá hvatningu að stunda sundleikfimi og hefur gert í nokkur ár, smátt og smátt hefur hún minkað lyfjaskammta og jafnvel hætt sumum lyfjum alveg, í samráði við sinn lækni, sem hefur sýnt þessu mikinn áhuga, enda er stór munur bæði andlega og líkamlega að sjá hjá henni.

Nú er hún hinsvegar í smá vanda þar sem bankinn er ekki jafngreiðvikinn og áður og hún á ekki fyrir sundtímunum!   

En það þarf einfaldlega að byrja snemma og nú eru ekki eru allir fyrir Íþróttir. Þess vegna þarf aðsport.jpg huga að fleiri tómstundum og áhugamálum sem líka halda uppi betri heilsu á einn eða annan hátt.

memorialdayconcert_full.jpgBörn sem stunda Tónlistarnám eða aðrar Listgreinar þurfa líka sín tækifæri og kostnaður á þeim sviðum getur verið mikill.

Ég hef mikla trú á því að ef fólki er gert kleyft að stunda Heilsurækt, andlega og líkamlega frá unga aldri þá komi það í stað svona gríðarlega mikillar lyfjaneyslu að stóru leiti.

 

 


mbl.is Lyfjakostnaður TR eykst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband