Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Ráðalaus Ríkisstjórn

talk_politics_free_handPólitík finnst mér mjög leiðinleg, hún er allstaðar og því erfitt að hunsa hana.

Ég hef mikla trú á einstaklingsframtaki en er ekkert hrifinn af óheftri einkavæðingu, sé það ekki sem sama hlutinn.

Sérstaklega er ég á móti einkavæðingu auðlinda, þar finnst mér að almannahagsmunir eigi ávalt að ganga fyrir og í raun eitt af lykilhlutverkum stjórnvalda að sjá til þess að vel sé farið með og gengið um okkar "sameiginlegu" auðlindir.

Ein af auðlindum okkar þó að hún flokkist ekki undir almannaeign er Hámenntað fólk eins og í Heilbrigðisstétt. Ég hef á tilfinningunni að Heilbrigðisráðherra okkar sé svo á móti öllu einkaframtaki og sjálfstæðri hugsun að það bitnar nú á þessari stétt mjög illilega. Hans eina verkfæri virðist vera niðurskurður og hugmyndaleysið er algjört.

Hvað kostar það okkur að senda þetta hámenntaða fólk úr landi? Ráðherrann virðist ófær um að sjá sóknarfæri heldur á að pakka í vörn sem er dæmd til að hrynja og stækkar bara þann vandamálapakka sem við er að glíma.

 

 


mbl.is St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar og Hollendingar.

 monkeybusiness

Er við öðru að búast en að þessar þjóðir sæki allt sem þær telji sitt!

Þetta eru nú þær þjóðir sem hafa farið fremstar í flokki undanfarnar aldir í að sölsa undir sig lönd (nýlendur) og arðræna!

 Íslendingar geta gleymt því að Þessar þjóðir skilji á milli Íslenskrar útrásar og Íslenskara alþýðu.

Það væri hreinlega á skjön við þeirra eðli!


mbl.is Hollendingar bjartsýnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Joseph Stiglitz

  mynd

Verðtryggð húsnæðislán, sem og gengistryggð lán, eru áhættusamningar, sem stjórnvöld hefðu átt að vara almenning við. Þau eru gölluð vara, sem stjórnvöldum ber að endurskoða. Þetta segir Joseph Stiglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði.

 Úr grein á vísi.is (Þetta er skyldulesning!)

http://www.visir.is/article/20090909/FRETTIR01/285799869

Þetta er spurning um skilvirkni, félagslegt réttlæti, félagslega samstöðu og réttsýni," segir Stiglitz  


Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband