Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mikael Silvestre hittir HIV smitaða einstaklinga í Suður Afríku.
Varnarmaður Manchester United, Mikael Silvestre var hrærður yfir krafti og stolti þessara ungu barna sem hann hitti í heimsókn 'United Fyrir Unicef' í Suður Afríku.
frásögn: Ken Borland
26 Júlí 2008
Að gefa til baka:
Silvestre heimsótti verkefni þar sem markmiðið er að fræða unga Afríkubúa um AIDS og HIV.
"Þau segja að við séum að vinna með dautt fólk, en ef þú ert með eyðni er ekki þar með sagt að þú sért dauður á morgunn". Segir Thabiso með bros á vör, en sorgin er augljós í augum hans.
Thabiso, sem er HIV jákvæður samfélagsþjónn er að tala við Mikael Silvestre sem er heillaður af heilindum og ótrúlegri jákvæðni þessa unga manns sem lifir með sjúkdóm sem mun líklega draga hann til dauða.
Það er sennilega enginn sem er jafn tillitsamur og hljótt hugsandi meðal frægra stjarna í liði Manchester United heldur en Mikael Silvestre og þessi þrítugi leikmaður er greinilega djúpt snortinn af kynnum sínum við Thabiso og aðra Eyðni-smitaða Afríkubúa sem hann hitti á skipulögðu fótbolta námskeiði á vegum Unicef í Jóhannesarborg.
"Mig langaði að koma og hitta fólk með sjúkdóminn og sýna þeim að okkur stæði ekki á sama" sagði Silvestre. "Við erum ókunnugir þeim en þau voru ekki hrædd að opna sig og tala opinskátt um aðstæður og aðstöðu sína við okkur á einlægan og opinskáan hátt.
Þessir krakkar bera höfuðið hátt og lifa sínu hefðbundna lífi. Þau eru einnig staðráðin í a berjast við sjúkdóminn og eru mjög virk í kynningum til að hefta útbreiðslu HIV/Aids í gegnum hin ýmsu samtök, sem er gott að heyra.
Tækifærið bauðst að hitta ungt fólk með áhuga á knattspyrnu í bænum Alexandra sem er skuggahverfi við fótskör ríkustu úthverfa Jóhannesarborgar með tilkomu góðgerðar-samstarfs Unicef og United sem hefur staðið í nokkuð mörg ár.
Þetta samstarf hefur nánar tiltekið staðið í níu ár og upphæðirnar sem við höfum náð að safna eru ótrúlegar. Sem betur fer erum við hjá Manchester með stór hjörtu, sem er bara gott! Segir Mikael Silvestre.
John Shiels yfirmaður góðgerðarmála hjá Manchester United Foundation, nefndi að klúbburinn væri í raun eins og fjölskylda, sem að Silvestre vildi gjarnan vera hluti af enn um sinn. En orðrómur er um að Silvestre sé á förum aftur til Bordeaux þar sem stór-fjölskylda hans býr.
Ég á eitt ár eftir af samningi mínum, svo við sjáum bara til, mér hefur liðið mjög vel og átt frábærar stundir með Manchester United, segir Silvestre.
Annað tímabil með Evrópumeisturunum gerir starfsferilinn að áratug og gefur Silvestre rétt á góðgerðar/vináttu leik sem kann að hafa áhrif á framhaldið hjá Silvestre.
Silvestre sleit liðband í hné í byrjun síðasta tímabils og það var erfiður tími fyrir varnarmanninn sterka.
Sem betur fór var ég var ég tilbúinn fyrir skemmtilegasta hluta tímabilsins þegar við unnum og tókum á móti bikurum. Það var mjög ánægjulegt og nú er tilhlökkun að byrja nýtt keppnistímabil, segir Mikael Silvestre.
En krakkar eins og Thabiso þurfa að sýna mikla ákveðni í þeirra daglegu baráttu við HIV eins og Silvestre nefndi í samtölum sínum við börnin.
En ég sagði krökkunum að við þyrftum þessa sömu ákveðni og styrk til að ná árangri í fótboltanum, og þann sem ég sá hjá þeim.
Unicef leggur áherslu á Aids í hjálparferð sinni um heiminn. Og aðstoð við unga fólkið með upplýsingum um hvernig röng hegðun getur leitt til Alnæmis og hvaða forvarnir séu mögulegar til að varna HIV/eyðnismiti.
Unicef sér Íþróttir sem lykilatriði til að ná til ungafólksins í forvörnum gegn eyðnifaraldri.
Okkar kjörorð er að gefa "innblástur til afreka" og burtséð frá fjáröflun þá er mjög mikilvægt að nýta þau áhrifatengsl sem okkar Íþróttamenn hafa á unga menn og konur. Þar eru leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við börn og ungafólkið. Segir John Shiels.
Fótboltinn sáir fræjum sem börnin eru opin fyrir, það gefur Unicef tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis.
Jeremy Sprigge hjá Unicef í Bretlandi, segir að samstarfið með Manchester United hafi aflað tveggja milljóna punda (£2 milljónir) og haft áhrif á meira en eina og hálfa milljón barna umhverfis jörðina.
Til að styðja Alnæmist átak Unicef! Heimsækið www.unicef.org.uk/manudonate.
Stjórnmál og samfélag | 27.7.2008 | 11:15 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan kosti þetta mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu. Tunnan kostar í dag tæpar 10.000- íkr. Eða um 63 kr á lítir.
Ég þekki ekki til við framleiðslu og hreinsun eða hvort að sá kostnaður sé allur eftir, en væntanlega er allur flutningskostnaður og þá önnur gjöld við innflutning eftir að bætast ofan á þetta verð.
Spá fram í tímann er ekki spennandi, en eftir 1 ár mun tunnan kosta c.a. 164 usd.
| ||||||||||
Crude Oil Price by OIL-PRICE.NET © | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
upplýsingar af Oil Price.net og hinum frábæra Vísindavef Háskólans.
Olían enn að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.7.2008 | 10:27 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það hefur vakið athygli mína hvað konur hafa verið duglegar að minna á sig undanfarið á nýjum sviðum og greinlegt að þær gefa ekkert eftir í jafnréttisáráttunni!
Þar er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur(má deila um það), einu síðasta vígi karlmanna, glæpa og gáfulausu-deildinni!
Ungar konur í hraðakstri, kona setti nýlega hraðamet á Bíl um það bil 198 km hraða og hafa einungis mótorhjólatöffarar náð viðlíka árangri í hraðakstri, metið var staðfest af Lögreglunni!
Nú og eitthvert strákfífl gerði tilraun til að bæta metið nokkrum dögum síðar en það var of mikill meðvindur til að metið teldist gilt!
Nú hafa konur líka tekið drengstaulum og misgáfumönnum fram í barsmíðum á Lögregluþjónum samkvæmt frétt Rúv.is (en fréttin er stolinn af rúv-vefnum) sjá neðar.
Konur veittust að lögreglumönnum
Lögregla beitti kylfum og varnarúða í gærkvöld þegar tvær konur veittust að lögreglumönnum. Lögregla stöðvaði um miðnætti, í vesturborginni, bíl ökumanns sem grunaður var um ölvunarakstur. Þegar ökumaðurinn var handtekinn réðust tvær konur, sem voru farþegar í bílnum, að lögreglunni með höggum og spörkum og reyndu að frelsa manninn, að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu.
Kallað var eftir aðstoð og eru þremenningarnir nú í haldi lögreglu. Þeir verða yfirheyrðir þegar víman rennur af þeim.
Sú kenning hefur verið sett fram að fjölgun Hraðamyndavéla sé ein aðal-orsök þessarar nýbylgju í kvenna afbrotum! Eitt er þó víst að konur búa við fullann jöfnuð í sektargreiðslum fyrir sambærileg brot og karlmenn, og una glaðar með.:)
Stjórnmál og samfélag | 22.7.2008 | 11:01 (breytt kl. 11:11) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á MySpace síðu Rokksveitarinnar Dikta er bent á þá skemmtilegu staðreynd að Barack Obama vitnar í texta við lag þeirra drengja.
Change will not come if we wait for some other person or if we wait for some other time. We are the ones we've been waiting for.
- Barack Obama (Feb. 5 speech)
We're the ones we've been waiting for
- Dikta (A Way Out, Hunting for Happiness LP)
Þetta er að vísu ekki nýjar fréttir á síðunni þeirra en engu að síður skemmtileg ábending, hvort sem um tilviljun er.. eða ekki.
Hvort að Barack Obama sé að lesa almennt uppúr textum rokkara á fundarherferð sinn skal ósagt látið.
Dikta setti nýlega inn nýtt lag "Just getting started" inn á MySpace sem gæti túlkast sem stuðningslag við Barack Obama því að Dikta er einnig á leið í tónleikaferðalag til Bandaríkjanna á næstunni og er dagskráin sem hér segir:(Heyrst hefur að Obama verði kynnir á tónleikunum!)
Upcoming Shows | ( view all ) |
| Organ, with Kuroi | Reykjavík | ||
| The Viper Room | W. Hollywood, California | ||
| The Scene | Glendale, California | ||
| Mr. T's Bowl | Los Angeles, California | ||
| The Viper Room | W. Hollywood, California | ||
| Rehab | New York, New York | ||
| Crash Mansion - Between (A Rock and a Hard Place) Club Night | New York, New York | ||
| Iceland Airwaves | Reykjavík |
Stjórnmál og samfélag | 13.7.2008 | 18:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Morgan Tsvangirai hefur tilkynnt að hann sé hættur framboði til Forseta Simbabwe. Grunaðir stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið handteknir, pintaðir og fjölmargir myrtir í því ágæta landi sem of er nefnd sem matarkista Afríku, Simbabve.
Sem minnir mig á að Nýlega tilkynnti Ástþór Magnússon friðarsinni að hann hyggist halda friðinn á Íslandi og valda ekki óþarfa usla í kringum Forsetaembættið okkar, og ákveðið á eigin spýtur að hann hyggist ekki fara í framboð og mun hann því ekki verða forseti okkar á þessu kjörtímabili.
Ég sé fyrir mér að Ástþór hafi gefið undan þrýstingi frá sérsveitum Björns Bjarnasonar sérlegs stuðningsmanns okkar ástkæra Forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar.
Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður, en hefur staðið sig vel í Forseta embættinu og mig grunar að hann líti á sig sem þann ljóshærða úr norðri sem á að færa heiminum frið í spádómum Nostradamusar. Ég hélt á tímabili að það gæti verið Ingibjörg Sólrún. Nú sé ég að það er Gillz (Egill Einarsson)sem í umboði Barða Jóhannssonar sem mun færa heiminum frið í formi tónlistar og gleði. Ég geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að Íslendinga sið að Nostradamus hafi átt við Ísland, vegna þess að við erum jú miðja alheimsins.
Í mogganum í dag 23 júní er frábær grein eftir Smára McCarthy "Við vitum hver þú ert".
Sem fjallar um þá staðreynd að við erum ekki svo frjáls lengur. Sjálfviljug notum við debet/kredit kort sem skráir niður okkar venjur, neyslu og ferðir, við erum mynduð í bak og fyrir hvar og hvenær sem er oftast án vitundar. Þetta getur verið jákvætt og neikvætt eftir því við hvern er talað.
þetta gæti hjálpað til, eða ekki við skrif á eigin ævisögu, að fara nú ekki með neinar ýkjusögur eða rangar staðsetningar t.d. Nú ekki er það svo sem líklegt að þú fáir afrit af öllum gögnum frá ríkinu til að minna þig á hvað þú varst að gera og hvenær!
Verndun persónu upplýsinga er nefnilega vandmeðfarinn, og fæstir vakandi yfir því hversu gríðarlegt magn af upplýsingum eru skráðar á degi hverjum um líf þeirra. Stóri bróðir - 1984
Segjum svo að þú ætlir að líftryggja þig og þú svara spurningunni um áfengi að þú drekkir mjög hóflegt magn, sama ár og þú áttir stórafmæli! Reikningurinn á kortinu segir að árið ???? hafir þú eitt hátt í hálfa milljón í áfengi.... þú þarna hófdrykkjumaður.
Fyrir svona blogg vitleysu ætti ég t.d. á hættu að vera fangelsaður í hinum ýmsu ríkjum heimsins jafnvel USA sem ekki er lengur svo mikið, land of the free!
Það er verið að banka... afsakið augnablik á meðan ég fer til dyra, það er lögreglubíll (bílar) í innkeyrslunni..............
Tsvangirai hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 23.6.2008 | 08:44 (breytt kl. 08:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef eins og svo margir áhuga á að bæta nýtingu þeirrar innkomu sem atvinnan gefur hverju sinni.
Eins hef ég verið þeirrar skoðunar að kennsla í meðferð peninga/fjármagns eigi að byrja í barnaskóla og eigi ekki að vera eingöngu í höndum Banka eða á efri stigum náms.
Á mínu æskuheimili var ekki mikið rætt um peninga og fjármál þó að sparibaukurinn hafi verið til staðar og við systkinin hvött til að nota hann, þá náði það ekki mikið lengra.
Nú í síðustu viku fór ég með son minn sem er að verða sautján ára og stefnir á bílakaup til Ráðgjafa í bankanum okkar og þar fræddumst við feðgar saman um ýmislegt tengt sparnaði og fjármálum.
Og ekki er vanþörf á smá fræðslu eins og umræðan er í dag.
Þessi ágæti ráðgjafi gaf okkur upp þessa heimasíðu með ýmsum upplýsingum og fróðleik um fjármál, sem á að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á! EKKI BARA FYRIR SÉRFRÆÐINGA!
Heldur mig og þig! www.m5.is
Stjórnmál og samfélag | 16.6.2008 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Við þurfum ekki að örvænta!
Hér sést greinlega að varnir landsins eru í góðum höndum.
Það er þó örlítið áhyggjuefni að njósnadeildinn hafi ekki orðið vör við innrásina fyrr en óvinurinn var kominn á þurrt land!
Harma ísbjarnardrápið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.6.2008 | 11:55 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er þetta ekki bara tímasóun?
Er að velta því fyrir mér hvers vegna ég byrjaði á þessu og hvers vegna fólk er yfirleitt að blogga.
Dagbókarformið prófaði ég einu sinni, sú tilraun entist sennilega í 3-4 daga. Það sem ég skrifa mest dags daglega eru pælingar, hugmyndir, og skiplag dagsins hjá mér svona þegar ég ætla mér að koma einhverju af viti í verk(Þó að það rati nú sjaldnast á bloggið).
Þó að ég hafi ekki verið mjög duglegur að lesa annarra manna blogg þá er mjög gaman að þeim ólíkum stílum og hugtökum sem ég hef rekist á hjá bloggurum.
Bloggarar eru mis opnir gagnvart einkalífi sínu og sumir opna sig upp á gátt og koma með mjög persónulegar lýsingar á (einka)lífi og daglegum athöfnum sínum, einhverjir hafa gaman að því að stílfæra frásagnir og gera stundum frekar venjulegan dag mjög spennandi.
Fjölmargir eru að ögra og tjá skoðanir sínar, sumir mjög frjálslega að því er virðist til að fá viðbrögð frekar heldur en að fara í ræðustól með undirbúna rökræðu.
Þeir eru þó fjölmargir með mjög mótaðar hugmyndir og skoðanir sem hvergi er kvikað frá, oft skapast því harkalegar umræður með mis gáfulegum skoðanaskiptum.
Skemmtilegastir finnst mér ópólitískir fræðarar (ekki margir hérna) bloggarar sem setja fram mjög fróðlega pistla á ýmsum sviðum. Húmor og hnittin frásögn grípur mig jafnauðveldlega og hreytingar og dónaskapur fælir mig frá frekari lestri
Ég hef skoðanir á ýmsu og gef mér leyfi til að skipta um skoðun ef góð rök og fræðsla segja mér annað.
Ég er algjörlega stefnulaus í mínu bloggi og á jafnvel erfitt með að kalla þetta blogg! því oft er ég að vitna í greinar eða fréttir sem aðrir hafa skrifað og vekja áhuga hjá mér af einhverjum ástæðum.
Ég m.a. byrjaði að ræða Ísrael-Palestínu og eiga skoðana skipti um málið, en gafst fljótlega upp á því, botnlaus umræða eins og svo margar deilur. Komst að því að ég var að eiga við fólk með mjög einhliða hugmyndir og rökræður flestar í sama fari.
Rasisma, Kynhneigð, og fordóma af því taginu hef ég ekki lagt mikið útí heldur.
Ég er nokkurn veginn með það á hreinu að umburðarlyndi og vonandi gagnkvæm virðing við aðra komi mér til þess að líða vel með mínar skoðanir og þá fordóma sem ég er að kljást við hverju sinni.
það kemur þó fyrir að stundum tekur smá tíma að hreinsa sandinn úr hárinu þegar ég er búinn að halda hausnum of lengi í .........
Almennt viðkvæði er þó að mér bara kemur það ekki við hvernig aðrir kjósa að hegða sér á meðan það hneykslar ekki mína viðkvæmu sál:)
En ég er þó klárlega rasisti því að ég vill blanda þessu öllu saman í einn pott og hræra svo hressilega í! Einn kynþáttur með fjölbreyttan og áhugaverðan bakgrunn.
Sama á við um Trúarbrögð flestir eru að tala um sama Guðinn en hver með sína útgáfu, þetta sannar fyrir mér að Guð er kaldhæðinn húmoristi mjög.
Blogg er sennilega í flestum tilvikum mjög gott fyrir hvern og einn til þess að fá útrás fyrir sínar skoðanir og þörf fyrir umræðufrelsi.
Fegurðin í bloggi felst því örugglega í vali hvers og eins til tjáningar.
Ég hef nú komist að því að ég blogga í keppni við púkann! Að fækka stafsetningavillum, auka orðaforðann og læra lítillega í hvert sinn.
Púkinn er sennilega sterkasta ástæðan fyrir mínu bloggi
Stjórnmál og samfélag | 23.5.2008 | 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ferðasaga og hugleiðingar.
Klukkan var rúmlega átta á mánudagsmorgni þegar farsíminn minn hringdi.
Góðan dag,(maðurinn kynnti sig) er þetta Finnur Bjarki? Já, svaraði ég og bauð góðan dag á móti.
Mig vantar Kokk til að fara með nokkrum körlum til Póllands að sækja skip og sigla því til Íslands, við leggjum af stað í fyrramálið 5-6 daga ferð! Kemstu með?
Eitthvað í þessa áttina, stutt og laggott hljómaði símtalið frá útgerðarmanninum.
Ég var svo sem ekki lengi að hugsa mig um, hafði ekki komið til Póllands. Ég hef kynnst mikið af Pólsku fólki undanfarin ár og hef lengi haft áhuga á að skoða landið.
Það stóð til að fljúga út á þriðjudegi til Gdansk og sigla skipinu frá Gdynia á miðvikudegi svo landkönnun var nú ekki beint í kortunum.
Svo óheppilega vildi til við vorum varla komnir út fyrir hafnargarðinn þegar upp kom vélarbilun með viðeigandi hávaða (Túrbínan farinn). Við komumst þó til baka inn í höfnina eftir miðnætti, þá var kominn fimmtudagurinn 1. Maí. Frídagur verkamanna er virtur í Pólandi og flestir eru í fríi á föstudeginum líka þar sem annar helgur frídagur í Pólandi ber upp þann 3. Maí (því miður hef ég ekki náð mér í nánari upplýsingar varðandi þennan frídag).
Upphófst nokkuð sérkennilegt tímastríð til að ná í varahluti og koma skipinu í lag með nokkrum skondnum uppákomum, kannski of mörgum milliliðum og amk fjórum tungumálum, flækjunni lauk svo á þriðjudegi þegar við lögðum af stað heim á leið.
En ég ætla aðeins að segja frá því sem fyrir augu bar á meðan við biðum eftir varahlutum (í frjálslegri tímaröð).
Gdynia, Sopot og Gdansk eru saman kallaðar Tri-City, á svæðinu búa um 1. milljón manna. Okkar skip Sóley Sigurjóns lá í höfninni í Gdynia sem er yngst þessara borga. Sopot er afskaplega falleg og mikil ferðamannaborg með glæsilegri strönd, hinar tvær eru hinsvegar meiri hafnarborgir og iðnaðarsvæði.
Gamli tíminn er á undanhaldi og verðlag orðið svipað og hérlendis, það er þó ennþá lægra matarverð og góð veitingahús mun ódýrari en hér heima. Þau veitingahús sem við fórum á eru verulega góð á allan hátt.
Enska er þó ekki á allra vörum en það gerði dvölina bara skemmtilegri, strákarnir sem voru með mér höfðu allir komið þarna áður og gátu sagt mér hversu stórstigar breytingarnar hafa verið á aðeins einum áratug.
Þrátt fyrir örar breytingar þá sýnist mér Pólverjar mun skynsamari en við þegar kemur að uppbyggingu framtíðarinnar! Þarna sá ég áberandi virðingu fyrir borgarskipulagi og því skipulagi sem fyrir er.
Ný verslunarmiðstöð eldri hluta Gdansk er hlaðinn með múrsteinum líkt og eldri byggingarnar í Old-City sem er stórglæsileg með mikið aðdráttarafl og alvöru götumyndum.
Nýrri byggingar eru líka mjög smekklegar og falla vel að umhverfinu.
Í Sopot er mikil uppbygging við aðal ferðamannasvæðið og þar er öllum byggingum haldið í frekar lágreistum stíl og vinnusvæðin snyrtilegu þó að vinna sé í fullum gangi. Sopot er dýrust í verðlagi en áberandi falleg og heillandi borg á hraðri uppleið í vinsældum. Þarna er iðandi mannlíf þrátt fyrir að ferðamanna tíminn sé ekki kominn í fullan gang.
Nýtt Sheraton Hótel í Sopot telur c.a. 6 hæðir ofan á jarðhæð og lætur ekki mikið yfir sér en er falleg bygging og í stíl við eldri byggingar á svæðinu.
Ég var með ranghugmyndir um Pólland sem ferðamannaland en greinilegt er að gestrisnin er mikil.
Okkur var boðið til kvöldverðar á vegum skipasmíða verktakans á 5 stjörnu 17. aldar sveitahótelinu Dwor Oliwski. Einhver glæsilegasti kvöldverður sem ég hef tekið þátt í og staðurinn ævintýralega fallegur.
Ég fer aftur til Póllands það er á hreinu og þá langar mig að sjá miklu meira af landinu og því sem þessi merkilega þjóð hefur uppá að bjóða.
Siglingin heim gekk vel eftir viðgerðina og skipið fékk mjúka meðferð alla leið þar til djöflaeyjan var í augsýn þá fengum við meinlausa en hefðbundna Íslenska brælu síðasta spölinn. Fyrstur til að kalla okkur upp var skipstjórinn á Vestmanney þar sem Simmi vinur minn er um borð.
5-6 dagar urðu 13. og ný Sóley Sigurjóns fékk að sjálfsögðu glæsilegar móttökur í heimahöfn.
Stjórnmál og samfélag | 15.5.2008 | 23:17 (breytt 16.5.2008 kl. 10:31) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Að sjá menn tala um kommúnisma þegar kemur að takmörkunum á spillingu og bulli!
Einn bloggarinn talar um þak á Íþróttamenn og aðrar hátekju stjörnur í samanburði við Ofurlauna-forstjórana! Fólk sem oftast tapar tekjum um leið og það fær hrukkur, meiðsli eða missir vinsældir eins og iðulega gerist, en hann hefur kannski eitthvað til síns máls.
Ofurlaunaforstjórar (þeir kláru) virðast ekki lækka í bónusum þó að fyrirtæki standist ekki áætlanir eða jafnvel stórtapi!
Ég er svo einfaldur að ég geri bara ráð fyrir því að þessu vilji ESB sporna gegn!
Er þeir bestu svo fáir að þeir geti farið fram á kvað sem er í samningum eða er eitthvað þögult samkomulag um að skaffa sér svona ríflega, sama á hverju gengur?
Er enginn tilbúinn að sinna þessum störfum með sama árangri fyrir minni laun?
Sjálfur hef ég ekki á móti því að fólk fái góð laun fyrir góðan árangur í starfi, en að fáir einstaklingar í stórfyrirtækjum með hundruð eða þúsundir undirmanna, sem allir eru jafn skyldugir að skila sínu verki, fái jafn mikið eða meiri laun en allir undirmenn til samans, hljómar svolítið öfgakennt í mínum eyrum!
Það er kannski við hæfi að minna á brot úr textanum Vegurinn til glötunar með Poetrix.
Lík kistur eru ekki með vasa!
Eða hvað, það skyldi þó ekki vera að einhverjir þessara snillinga hafi fundið leið:))
ESB ræðst til atlögu við ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.5.2008 | 23:01 (breytt kl. 23:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk