Færsluflokkur: Tónlist

Stórar breytingar í dreifingu Tónlistar.

Jun Mhoon, sérfræðingur í digital dreifingu tónlistar, talar hér um breytta veröld og algjöra umskiptingu valds í tónlistarheiminum, frá hefðbundnum útgefendum til auglýsingastofa, neytenda og eins listafólksins sjálfs í auknum mæli.

Mhoon segir einnig sínar skoðanir á því hvernig hann telur að ný kynslóð frumkvöðla hafa lykiláhrif á tónlistariðnaðinn í dag og hvernig iðnaðurinn muni verða í framtíðinni.

 

Sala tónlistar á netinu er sífellt að sækja á og minnkandi sala geisladiska allstaðar í heiminum hefur gríðarleg áhrif markaðinn, sem er að taka örum breytingum.
Hér á Íslandi sjáum við marga listamenn sjá um útgáfur alfarið á eigin vegum, ég tek Pál Óskar og Mugison sem dæmi um það. Eins ólíkir listamenn sem þeir erum segir líka til um hvað þessar breytingar eru víðtækar og ekki bundnar við neina ákveðna tónlistarstefnu.

Það hljómar kannski einkennilega en geisladiskar eru að teljast meira til kynningarefnis og fyrir safnara í stað þess að vera miðillin sjálfur til neytenda. Hljómsveitir sem halda tónleika eru líka með minjagripa og geisladiska sölu á tónleikastaðnum og allt snýst þetta um að komast nær neytandanum og ná eyrum hans, geisladiskurinn verður því æ meira einn af minjagripunum.

Í stað þess að kaupa heilan geisladisk er að verða mun algengara að fólk kaupi sér þau stöku lög af viðkomandi listamanni á netinu sem það langar í, jafnvel beint af heimasíðu listamannsins, beint inn á Ipod-inn sinn eða símann t.d!

Þeirri þróun er hvergi lokið og er bara rétt að byrja, því að stöðugt eru að koma fram nýir möguleikar og tækni fyrir listamenn að koma sýnum verkum á framfæri án þess að stórt útgáfufyrirtæki þurfi til. Hér koma til þessi smátæki eins og ipod spilarar, USB lyklar og símar sem gegna stærra hlutverki með hverjum degi sem líður.

Í dag er hægt að taka upp lag og koma því á netið, allt á nokkrum klukkustundum í stað þess að fara í bið eftir heildar útgáfupakka sem tekur lengri tíma, stundum mánuði.

 

 


Sound on sight

Reykjavik International Film FestivalÉg átti mjög svo lærdómsríka stund í Norrænahúsinu í dag, dagskrá á vegum Riff. (www.riff.is)

Spjallborðsumræður í tengslum við nýtt landslag í sambandi tónlistar og kvikmynda, Heimildamyndir, markaðs og réttindamál o,f,l.

Fagfólk með með reynslu á flest öllum sviðum sagði frá og svaraði spurningum úr sal og greinlega var þörf á því sem þarna fór fram.

Það var sérstaklega gaman að hlíða á þá Veigar Margeirsson og Hilmar Örn Hilmarsson segja frá reynslu sinni og sýn á samspil tónlistar og kvikmynda.

Ég á kannski eftir að fara nánar útí þetta á næstu dögum en langar bara að hvetja áhugafólk um kvikmyndir til þess að kynna sér dagskrá RIFF en þarna eru margar góðar og athygliverðar myndir í boði. Ekki síst  Hjaltalin og saga borgarættarinnar

Hjaltalín + Ben Frost og Saga borgarættinnar

3. október kl. 20:00 - Bæjarbíó, Hafnarfirði.

Leyfð öllum

Hljómsveitin Hjaltalín með aðstoð ástralska tónlistarmannsins Ben Frost flytur eigin tónlist við kvikmyndina Sögu borgarættarinnar frá árinu 1920. Áður en tónleikarnir hefjast mun Jón Yngvi Jóhannsson flytja stutt ávarp þar sem hann segir frá Sögu borgarættarinnar og kvikmyndagerð verksins.

 

 

 


Þakklæti í huga

Mænuskaðastofnun ÍslandsEins og flestir þeir sem kíkja hér við átta sig á eða vita. Þá er málefni mænuskaðaðra mér hugleikinn og málið mér tengt.

Söfnun til stuðnings Mænuskaðastofnunar Íslands í gærkvöldi á Stöð 2 var hápunkturinn á þessari söfnun þó að 904 símarnir verði áfram opnir og söfnuninni ekki lokið.

Fjöldi ólíkra skemmtikrafta og velunnara gerðu kvöldið að hinni bestu skemmtun, og svona fyrir minn smekk þá stóðu Simmi og Jói sig frábærlega sem kynnar kvöldsins.

Ég áttaði mig á því að hljómsveitin Buff er svolítið magnað fyrirbæri, sem getur brugðið sér í hvaða tónlistarstíl sem er með glæsibrag.

Fjölbreytt og góð atriði, og gríðarlegur fjöldi fólks sem á miklar þakkir skilið fyrir sitt framlag.

Að lokum vill ég þakka fyrir mig sem áhorfanda og áhugamanns um málefni Mænuskaðastofnunar Íslands.


Razer

Þetta er nú bara eitt dæmið um hvað maður er margklofinn persónuleiki.

RazerRazer eru þéttir rokkarar frá Arizona. Að vísu er Chris Powers söngvari aðfluttur frá NY.

Chris er fanta söngvari og þekki ég það af eigin raun því hann hefur sungið inn á nokkrar upptökur fyrir mig með fínum árangri, og hinn vænsti strákur þrátt fyrir frekar skuggalegt útlit. Þeir eru það nú flestir þessir rokkarar, yfirleitt meinlausir rokkhundar sem gefa alla sína orku í músikina.

Razer er rokksveit sem má helst líkja við Iron Maiden og þess háttar rokksveitir, þéttir og kraftmiklir.Fyrsta breiðskífa þeirra er nýlega kominn út og heitir *Fall in line*. (Eitthvað sem Árni Matthisen vill örugglega að Ljósmæðurnar geri, orðalaust helst)

Ég hreifst ekkert sérstaklega af fyrstu lögunum sem ég heyrði en síðastliðið ár hafa þeir tekið stórt stökk uppá við og laga smíðarnar mun betri fyrir minn smekk og það sem ég heyrt af plötunni er fantagott.

Hér fyrir neðan er myndbandið um Super-peðið (Super Paun)

Fantagóð Rokksveit á uppleið!

Heimasíða RAZER:  http://www.razerband.com/


Ekki fyrir stelpur!

Ég verð að játa það að í fyrstu fannst mér þetta frekar hlægilegt.

En að mönnum sem hafa verið í minnihlutahóp og sætt ofsóknum skuli detta þetta í hug og bera á borð svona fordóma!

Mér finnst fátt flottara en kona með hljóðfæri í hönd og fagna því framtakinu.

En tek fram að ég er jafnframt mikill stuðningsmaður frumbyggja um allan heim.


mbl.is Didgeridoo er ekki fyrir stelpur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósum Thiago!!

Thiago TrinsiThiago Trinsi býr á Ólafsfirði og er ættaður frá Brasilíu.

Hann er nú ofarlega í Alþjóðlegri keppni um flottustu "Shredder" Gítarleikara á vegum Dean Guitars.

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt í netkosningu og smella á slóðina hér fyrir neðan og kjósa Thiago!

 

http://deanguitars.com/shredder

 

 

Take me to DeanGuitars.com/Shredder!

Hagsmunir þjóðar!

Það er að mörgu að huga þegar hagsmunir þjóðar eins og Kína eru annars vegar!

Fáfróður landbyggðarmaður eins og ég gerði mér ekki grein fyrir mikilvægi þess að vera ekki með skakkar tennur í söngatriði, þrátt fyrir einstaka sönghæfileika.

Ég rakst á þessa grein í vísi.is og hafði gaman að. Ekki vegna blekkinga leikja Kínverja í kringum Ólympíuleikanna, heldur var ég haldin þeirri ranghugmynd að Kínverjar væru ekki jafn hégómlegir og við vesturlandabúar.

Þegar svona skipun kemur frá Kommúnista flokknum sjálfum varðandi útlitsdýrkun þá eru þeir búnir að tapa í hnígandi valda stefnu sinni, sem að þeirra sögn snýst um jöfnuð.

En það er að sjálfsögðu barnaskapur í mér að búast við öðru þegar mannréttindi eru eins og þau eru í sama landi.

Útlitsdýrkun er og verður sjálfsagt alltaf til staðar, allstaðar. 

 

Með of skakkar tennur fyrir Ólympíuleikana

mynd Peiyi, til hægri, þótti ekki nógu sæt fyrir opnunarhátíðina.

Litla stúlkan sem söng sig inn í hug og hjörtu heimsbyggðarinnar á opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking söng alls ekki neitt, heldur hreyfði bara varirnar. Stúlkan vakti mikla athygli fyrir „söng" sinn, og mætti í kjölfarið í viðtöl hjá öllum helstu fjölmiðlum landsins.

Tónlistarstjóri leikanna sá sig hinsvegar knúinn til að leiðrétta platið. Í viðtali hjá útvarpsstöð í Peking sagði hann að sú sem söng sé Yang Peiyi, sjö ára stúlka sem vann erfiða samkeppni um að fá að syngja lagið, sem heitir „Óður til föðurlandsins", á leikunum.

Skömmu fyrir hátíðina tilkynnti meðlimur í kínverska kommúnistaflokknum, sem hafði fylgst með æfingu, að sigurvegarinn væri kannski með fullkomna rödd, en hentaði ekki í hlutverkið þar sem hún væri með svo skakkar tennur.

Á opnunarhátíðinni sjálfri var þessvegna íðilfögur níu ára grunnskólamær frá Peking, Lin Miaoke, fengin til að hreyfa varirnar við upptöku á rödd Peiyi.

Tónlistarstjórinn, herra Chen, varði ákvörðunina í viðtalinu þar sem hann sagði það sem mestu máli skipti vera hagsmuni þjóðarinnar. Barnið á skjánum þyrfti að vera óaðfinnanlegt, útlit jafnt sem innri maður. Yang Peiyi hefði verið fullkomin, allt þar til athyglin beindist að tönnum hennar.

Þetta var ekki það eina sem var fegrað fyrir opnunarhátíðina. Í gær kom í ljós að hluti flugeldasýningarinnar sem birtist sjónvarpsáhorfendum hefði verið tölvuteiknaður.

Ingó og Co

 Hugsjón og gleði.

 Á láglendi suðurlands hefur tónlistarlíf verið í miklum blóma frá því að ég man eftir mér.

Fjölbreytt blóm og misfalleg en það er aukaatriði, það eru áhrifin og tilfinningin sem þau vekja!

Á bloggsíðum má þessa dagana sjá miðaldra menn og aðra hamra á Ingó og Veðurguðunum, Á móti Sól og Merzedes Club og þeirri tónlist sem þessir gleðigjafar margra ungra sem aldinna bera á borð.

Það hefur lengi loðað við Sunnlenska tónlist og okkur Sunnlendinga að við viljum skemmta okkur og þá er ekki verið að taka sig alltof alvarlega, eðli málsins samkvæmt.

Tónlist er sem betur fer tæki til að spila á margar tegundir tilfinninga, ekki bara listrænar, heldur allan skalann.

Ég vona að enginn verði sár þó að ég tali um að Labbi í Glóru, Mánar, Logar, og þeirra tíma hljómsveitir hafi átt hvað stærstan þátt í tónlistar-gleði-sköpun Sunnlendinga og sveitaböllunum,Labbi þessari meintu lágmenningu, svona til að byrja með. En nokkrar hljómsveitir úr Reykjavík og víðar hafa lengi haft gaman að því að koma á Suðurlandið og skemmta sér.

Karma,Papar og Lótus voru t.d. mikil góð ball/tónleikabönd. Ég veit að það voru ýmsar aðrar góðar dans-sveitir starfandi sem ég man ekki nöfnin á þessu augnabliki.

Á móti sól var lengi vel í skugga Skítamórals(sem var þungarokksveit) og Land & Synir. Þrautseigjan í ÁMS og spilagleðin hjá þeim heldur í þeim góðu lífi og vel þokkaðir piltar hjá flestum landsmönnum og hafa aldrei passað inní svokallaða hnakkamenningu að mínu mati.

Sólstrandargæjarnir komu inn með mikla spilagleði og húmor og á þeim tíma var mikið rót og fjölbreytt tónlistarlíf í gangi, reyndar eins og í dag. Dalton, Klaufar, Ingó og Veðurguðirnir svo dæmi sé tekið.

Ég sé að ég þyrfti sennilega að fara út í bók ef ég á að fara ýtarlegar útí þessa sögu því að svo margt kemur upp í hugann!

Sumarsmellir og gleðipopp fer samt greinilega í taugarnar á ýmsum, misvel í mig sjálfan en það er ekki nauðsyn að öll tónlist sé byggð á einhverri hugsjón, það er eins og tónlist sem kemur fólki í létt skap og maður sönglar með í sólinni sé eitthvað hræðilegt! Ég efast satt að segja að Ingó og Veðurguðirnir séu með í huga við að semja einhver meistaraverk, en þó segir mér hugur að "Bahama" sé annað "Rangur maður" fyrir okkur sunnlendinga og eigi eftir að lifa lengi í útilegum og á böllum!

Kristjana StefánsEn viljandi hef ég ekki nefnt nokkra gullmola sem hafa risið úr þessari meintu lágmenningu okkar Sunnlendinga

það eru söngdívurnar Hera Björk Þórhalls, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir þær hafa allar tekið sína tónlist nokkrum skrefum lengra en gleði-poppið

Guðlaug Dröfn gaf nýlega út Jass plötu sem hún útsetti sjálf og Kristjana Stefáns er að gefa út Blues plötu með eigin lögum í bland við eldri lög og útsetningar eru í hennar höndum.

 

 

 

 

 


Snilldar flýtistöng (Toolbar)

Nú langar mig að bjóða þér að hala niður alveg frábærri flýtistöng(toolbar) á vafrann þinn.

Porterhouse toolbarÞetta er bara snilld!

Uppáhalds útvarpstöðvarnar þínar,

Pósturinn, Veðrið, Google leitarvél,

flýtihnappar fyrir verkefnin þín

ásamt Porterhouse tónlistarsíðu,

fréttum og fleira.

Einfalt og öruggt!

 Allt við höndina.

 Smellið á skýringamynd.

 

Hlaða niður Flýtislá-Toolbar

Einnig má sjá meiri upplýsingar á www.porterhouse.is

+

Add the coolest gadgets to your toolbar!
 
MarblesBackgammonTV
 
RadioTODOCalorie Calc
 
CountdownWikipediaSudoku
 
 And many more... 

 

 


50.000 Tonna Grænmetisverksmiðja.

vegetable.gifÉg hef áætlanir um að byggja 50.000 tonna Grænmetis verksmiðju.

Vegna hækkandi verðs á kjöti og ýmsum hrávörum þá hef ég mikla trú á að Grænmeti sé málið, (en ekki álið) til útflutnings.

50.000 tonn er mun meira en við framleiðum á Íslandi í dag af grænmeti, að ég held, ekki vegna áhugaleysis framleiðenda heldur vegna skorts á skilningi stjórnvalda á öðrum möguleikum til tekju öflunar í ríkissjóð.

Lífrænt ræktað grænmeti er selt nokkuð háu verði víða um heim.

Fyrir nokkrum dögum voru erlendir gestir í heimsókn hjá okkur, frændfólk frá Bandaríkjunum.

Þetta var Íslensk kona með börnin sín tengdabörn og barnabarn. En konan sú og dóttir hennar hafa verið hér áður. Hin voru að koma í fyrsta skipti og þau voru einfaldlega orðlaus sama hvert var farið með þau að sjá og skoða landið.

Það var mjög fyndið að sjá viðbrögðin þegar þeim var boðið að drekka ískalt og ferskt vatn beint úr læk og þurfti nokkurn sannfæringarkraft til þess að þau þorðu að drekka!!!! Ég fékk vatn og kók með klórbragði þegar ég heimsótti þau!

 En  aftur að grænmetinu þar sem okkar hreina vatn kemur aftur inní myndina sem og heita vatnið okkar skiptir sköpum í ræktun grænmetis og matjurta. Stutt sumar er hægt að framlengja með þessari frábæru orku sem okkur býðst á svo góðu verði  af því að við erum Íslendingar og þetta er allt í bakgarðinum okkar...........ég er að telja upp á 10 áður en ég held áfram!!

OK... rólegur..... Hvaða vitleysa er þetta eiginlega? aluminum_castings.png

það horfir fram á vatnsskort, matvælaskort, orkuskort og ýmiskonar annan skort en Ál. Flugvélaframleiðsla, bílaframleiðsla og fleira er að dragast saman auk þess heyri ég orð eins og Koltrefjar sem komi í stað áls í flugvélaiðnaði í framtíðinni.

Ef allir vilja vinna störf í Álverksmiðjum (ég á það eftir, vonandi ekki þó) þá er lítið við því að gera.

Mig langar að sjá Ríkið standa jafn vel að afslætti á orkuverði til annarra sem vilja skapa störf í öðrum greinum, jafnvel listgreinum. T,d, ódýrara rafmagn í hljóðfærin og magnarana þar eru margir að flytja út sýnar vörur með góðum árangri. 

Ég hef líka á tilfinningunni að öll þau hjól og fellihýsi sem nú ferðast um landið fái fólk til að hugsa öðruvísi um landið. Það er ef fólk nær að slíta sig frá stressinu.website1stpicture.jpg

Mig reyndar dreymir að geta stundað sjálfsþurftar búskap, fara í berjamó fá mér íslenskar hænur og hinar nývinsælu Geitur miklu frekar en risa stórt grænmetis bú.

En þetta flokkast víst allt sem dagdraumar og rómantík.

En einhvernvegin líður mér betur að hugsa þannig.

Kannski smíða ég bara risagrænmetisbúið þegar öll álverin eru farinn á hausinn eða úr landi. 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband