Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Undirskriftar síða á öllum norrænu tungumálunum og ensku.
http://isl.isci.is/English
Mænan er ráðgáta - en saman getum við leyst hana.Skrifum öll undir samnorræna áskorun til WHO um að láta til sín taka. Norðurlöndin skora á WHO!Síðastliðna hálfa öld hafa orðið stórstígar framfarir á ýmsum sviðum læknavísindanna svo sem á sviði krabbameins, hjarta og augnlækninga. Á sama tíma hefur hægt miðað í leitinni að lækningu á mænuskaða.Undirritaðir íbúar á Íslandi skora á Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina WHO að beita sér fyrir því að hrint verði af stokkunum alþjóðlegu átaki til leitar lækninga á mænuskaða |
http://isl.isci.is
Um ISCI
Mænuskaðastofnun Íslands var stofnsett til að efla skilning meðal þjóða á því hvað mænuskaði er alvarlegt alþjóðlegt heilbrigðisvandamál og að þjóðir heims þurfi að taka höndum saman svo að lækning finnist. Annar tilgangur stofnunarinnar er að safna á einn stað upplýsingum um tilraunameðferðir á mænusköðuðu fólki sem nú eru gerðar víðsvegar í veröldinni.Tilurð Mænuskaðastofnunar Íslands er að íslenskur hjúkrunarfræðingur, Auður Guðjónsdóttir, sem er móðir mænuskaðaðrar stúlku, hefur undanfarin ár unnið að því að íslenska þjóðin leggi sitt að mörkum svo að lækning við mænuskaða megi finnast.
Elja Auðar hefur vakið athygli á Íslandi og víða um heim og nú leitar hún eftir stuðningi frá almenningi á öllum Norðurlöndum.
Þróun læknavísindanna kemur öllu mannkyni til góða.
Ýta hér til að fara á heimasíðu ISCI
Alþjóðlegur gagnabanki um nýjungar í meðferð við mænuskaða.
Eitt að markmiðum Mænuskaðastofnunar Íslands er að byggja upp og endurnýja stöðugt upplýsingabanka sem geymir allar helstu upplýsingar um nýjungar í meðferð við mænuskaða.Gagnabankinn er á ensku, spænsku, arabísku, rússnesku og kínversku.
Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA.
Ýta hér til að skoða gagnabankann um mænuskaða
Síða á öllum Norrænum tungumálum og Ensku
Vísindi og fræði | 28.11.2009 | 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pólitík finnst mér mjög leiðinleg, hún er allstaðar og því erfitt að hunsa hana.
Ég hef mikla trú á einstaklingsframtaki en er ekkert hrifinn af óheftri einkavæðingu, sé það ekki sem sama hlutinn.
Sérstaklega er ég á móti einkavæðingu auðlinda, þar finnst mér að almannahagsmunir eigi ávalt að ganga fyrir og í raun eitt af lykilhlutverkum stjórnvalda að sjá til þess að vel sé farið með og gengið um okkar "sameiginlegu" auðlindir.
Ein af auðlindum okkar þó að hún flokkist ekki undir almannaeign er Hámenntað fólk eins og í Heilbrigðisstétt. Ég hef á tilfinningunni að Heilbrigðisráðherra okkar sé svo á móti öllu einkaframtaki og sjálfstæðri hugsun að það bitnar nú á þessari stétt mjög illilega. Hans eina verkfæri virðist vera niðurskurður og hugmyndaleysið er algjört.
Hvað kostar það okkur að senda þetta hámenntaða fólk úr landi? Ráðherrann virðist ófær um að sjá sóknarfæri heldur á að pakka í vörn sem er dæmd til að hrynja og stækkar bara þann vandamálapakka sem við er að glíma.
St. Jósefsspítala lokað hægt og hljótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 21.9.2009 | 14:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Bandaríkjunum var nýlega gerð könnun á fjölda mænuskaðaðra og komu tölurnar nokkuð á óvart.
1.275 milljón manns búa við mænuskaða og 5.6 milljónir við lömun af einhverju tagi.
Fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir 250.000 manns með mænuskaða og um 4 milljónir með einhverja lömun í líkamanum.
Meira um þessa könnun hér:
http://communities.kintera.org/Reeve/blogs/daily_dose/default.aspx
Þarna kemur líka fram að mænusköðum hefur fjölgað gífurlega um allan heim vegna aukins hraða í þjóðfélaginu og mikillar aukningar á frítímaslysum.
Vísindi og fræði | 22.4.2009 | 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er búið að rigna hressilega á Hvolsvelli í morgun, með áhlaupum.
Og svo rétt í þessu tvær eldingar með þvílíkum látum sem ég hef bara ekki heyrt áður svona nálægt mér, og með þessum líka hávaða.
Veðrið er búið að vera frekar kúnstugt undanfarið og núna inná milli regnbylja þá birtir til en mjög dökkt í kring.
Er enginn veðurfræðingur en hef samt gaman að þessu, enn ein áminning um hversu lítilvægur einstaklingurinn er í veröldinni þegar allur þessi kraftur losnar úr læðingi.
Vísindi og fræði | 26.9.2008 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestir þeir sem kíkja hér við átta sig á eða vita. Þá er málefni mænuskaðaðra mér hugleikinn og málið mér tengt.
Söfnun til stuðnings Mænuskaðastofnunar Íslands í gærkvöldi á Stöð 2 var hápunkturinn á þessari söfnun þó að 904 símarnir verði áfram opnir og söfnuninni ekki lokið.
Fjöldi ólíkra skemmtikrafta og velunnara gerðu kvöldið að hinni bestu skemmtun, og svona fyrir minn smekk þá stóðu Simmi og Jói sig frábærlega sem kynnar kvöldsins.
Ég áttaði mig á því að hljómsveitin Buff er svolítið magnað fyrirbæri, sem getur brugðið sér í hvaða tónlistarstíl sem er með glæsibrag.
Fjölbreytt og góð atriði, og gríðarlegur fjöldi fólks sem á miklar þakkir skilið fyrir sitt framlag.
Að lokum vill ég þakka fyrir mig sem áhorfanda og áhugamanns um málefni Mænuskaðastofnunar Íslands.
Vísindi og fræði | 20.9.2008 | 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Landsöfnun sem Mænuskaðastofnun Íslands stendur fyrir nú er ætlaður til rannsókna á mænuskaða.
Ekki má gleyma því að Mænuskaðastofnunin stendur líka fyrir því að safna saman upplýsingum tengdum mænuskaða hvaðanæva úr heiminum og skiptir uppruni ekki máli, bara að upplýsingarnar komi að gagni.
Fyrir tilstilli Mænuskaðastofnunar Íslands hafa Íslensk heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin WHO (World Health Organization) með stuðningi Evrópuráðsins sett á laggirnar alþjóðlegt samstarf um söfnun upplýsinga um ýmsar meðferðir og aðferðir sem hafa hugsanlega jákvæð áhrif á mænuskaða og bæta lífsgæði fólks sem hlotið hefur mænuskaða(SCI)
Verkefnið er byggt á þeirri trú að með opnum hug getum við púslað saman upplýsingum sem finnast um allan heim, hvort sem það er frá USA, Kína, Rússlandi og svo framvegis! Hvort sem þær upplýsingar eiga uppruna sinn í Austrænum eða vestrænum lækningum, rannsóknum frá stórum sem smáum Rannsóknastofum!
það er alvöru grundvöllur í dag til að sigrast á ráðgátunni en ekki bara fjarlægir draumórar.
Aðalmarkmið gagnabankans er að veita upplýsingar um þær fjölbreyttu aðferðir sem til eru, betur aðgengilegar fyrir einstaklinga með mænuskaða, fjölskyldur þeirra og velunnara.
Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA, og sér hann um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af gagnabankanum. Þýðendurnir eru allir læknir eða vísindamenn og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.
Gagnabankinn um mænuskaða er núna á 5 tungumálum:
ensku,spænsku,rússnesku,kínversku og arabísku.
Slóð : Gagnabanki SCI
Vísindi og fræði | 18.9.2008 | 12:29 (breytt kl. 12:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
" Ísland gæti orðið leiðandi afl í þeirri þróun að vestræn ríki taki ákveðin baráttumál í heilbrigðisgeiranum í nokkurs konar fóstur -safni fé og nýti til rannsókna og upplýsingagjafa á alþjóðavísu. "
- Guðlaugur Þór Þórðarson - heilbriðgisráðherra Íslands
Vísindi og fræði | 14.9.2008 | 11:07 (breytt kl. 11:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en dag einn fyrir um það bil tveim og hálfu ári breyttist mitt líf varanlega á svipstundu, ekki þó eins harkalega eins og fyrir Pabba minn þá 56 ára þegar hann féll af hestbaki í árlegum Páskareiðtúr með vinum og ættingjum.
Ég gleymi ekki símtalinu frá frænda mínum sem sagði mér að það hefði orðið alvarlegt slys, og það var Pabbi minn sem varð fyrir því slysi. Sakleysisleg bylta af hesti að því er virtist í fyrstu, hafði þær afleiðingar að Pabbi er í dag lamaður frá hálsi og niður líkamann. Ef ekki fyrir snarræði frændfólks á staðnum þá væri Pabbi ekki á lífi. Hann hefur barist á hetjulegan hátt frá frá þeim degi í aðstæðum sem enginn getur annað en reynt að ímyndað sér.
Hvert örstutt spor:
Partur 1
Partur 2
Partur 3.
Sölustaðir:
Skrifstofa Mænuskaðastofnun Íslands, Dalvegur 16a, 201 Kópavogur, sími 564 1989
Debenhams, Smáralind
World Class, Laugar
World Class, Hafnarfjörður
World Class, Seltjarnarnes
World Class, Kópavogur
Skurðstofa Fossvogi, Valgerður Jónsdóttir
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupsstað, Elín Hjaltalín
Sjúkrahúsið á Akranesi, Ólafía Sigurðardóttir
Skurðstofa Hringbraut, Erlín Óskarsdóttir
Skurðstofa Kvennadeild, Áslaug Svavarsdóttir
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Guðlaug Sigmarsdóttir
Sjúkrahús Húsavíkur
Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, Anna Margrét Tryggvadóttir hjfr.
Sjúkrahúsi Siglufjarðar, Guðný Helgadóttir hjfr.
Sjúkrahúsi Keflavíkur, Ásdís Johnsen hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsi Ísafjarðar, Jóhanna Oddsdóttir hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsið á Selfossi, Hjördís Leósdóttir hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Hafrún Harðardóttir hjfr. skurðstofu
og fleiri eru að bætast við daglega...
Sérstök söluátak verða
helgina 13. og 14. sept
fimmtudaginn 18. sept.
föstudaginn 19.sept í Kringlunni og Smáralind.
Að lokum minnum við einnig á styrktarreikning Mænuskaðastofnunar:
311 - 26 - 81030 Kennitala: 411007-1030
Safnféð verður notað í þágu stofnunar og nýtt til að bæta meðferðir við mænuskaða. Svo vel megi til takast bið ég alla Íslendinga um að leggjast á sveif með mér og marka djúp spor til frambúðar.
Í staðinn get ég aðeins lofað að standa vörð um hugsjónina og bregðast ekki því trausti sem þjóðin sýnir málstaðnum.
Með þakklæti,
Auður Guðjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur og formaður stjórnar Mænuskaðastofnunar Íslands
Vísindi og fræði | 10.9.2008 | 01:01 (breytt kl. 01:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan kosti þetta mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu. Tunnan kostar í dag tæpar 10.000- íkr. Eða um 63 kr á lítir.
Ég þekki ekki til við framleiðslu og hreinsun eða hvort að sá kostnaður sé allur eftir, en væntanlega er allur flutningskostnaður og þá önnur gjöld við innflutning eftir að bætast ofan á þetta verð.
Spá fram í tímann er ekki spennandi, en eftir 1 ár mun tunnan kosta c.a. 164 usd.
| ||||||||||
Crude Oil Price by OIL-PRICE.NET © | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
upplýsingar af Oil Price.net og hinum frábæra Vísindavef Háskólans.
Olían enn að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 23.7.2008 | 10:27 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vísindi og fræði | 25.5.2008 | 23:07 (breytt kl. 23:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk