Færsluflokkur: Dægurmál
Þá er hann mættur aftur, í bili amk. Hef verið um borð á frystitogara að þvælast um miðinn síðustu 35 daga. Góður túr og góður mórall um borð. Það eru tvö ár frá því að ég var síðast á sjó. það er mikil keppni í svona vinnu þetta snýst náttúrulega um að koma aflanum ferskum og snyrtum í frost á stuttum tíma og allra hagur að það gangi sem best fyrir sig. Svo að liðsheildin á vaktinni skiptir miklu máli, vaktformaðurinn minn hann Dabbi var ánægður með liðið sitt enda var þetta met-túr á togaranum Baldvin Njálssyni.
Annars átti RÚV mikið í allri umræðu um borð. Það er mikil bylting fyrir sjómenn að sjá fréttir og dagskrá RÚV frá gervihnetti. Þetta sér þó bara skipstjórinn, Vélstjórarnir og önnur vaktin!
Hin vaktin er að vinna svo að það væri nú ekki vitlaust að fá endurteknar fréttirnar eins og Kastljósið í dagskrár lok, það hentar örugglega líka fyrir annað fólk í vaktavinnu.
Nú svo er það útvarpið sem var að gera suma brjálaða, á langbylgju er Rás 1 í öndvegi og á næturnar eru allar bestu sinfóníur heimsins spilaðar í gríð og erg til að hefja upp menningar andann einhversstaðar, ekki þó hjá Sjómönnum, held að menningin deyi alveg þegar skipt er í miðjum Íþróttafréttum yfir á Rás 1. En það virðist vera rétti tíminn hjá RÚV til að skipta milli stöðva.
Annars langar mig að lýsa yfir ánægju með baráttu Flutningabílstjóra!
Mér fannst Lögreglan bara hjákátleg og sorglegt að sjá hvernig þeir stóðu að verki nú síðast. Á nú að fara að berja niður allar skoðanir aðrar en ríkisins hér á landi líkt og í Kína og víðar?
Mér finnst gott að vita að það sé til hópur af kjörkuðu fólki sem lætur í sér heyra þegar því ofbíður.
En 200 manna her bjargar sjálfsagt öllu og gefur ríkinu frið til að gera í buxurnar án þess að kjósendur fái nokkru ráðið!
Dægurmál | 24.4.2008 | 10:48 (breytt kl. 10:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)

6 Feb 1958
Verður alltaf sorgardagur í huga þeirra sem tengst hafa Manchester United.
6. Febrúar 1958 er dökkur dagur í sögu Manchester United þá létust 23 einstaklingar, þar á meðal átta leikmenn United og þrír starfsmenn liðsins í flugslysi í Munchen.
Á leið til Englands eftir Evrópubikarleik við Rauðu Stjörnuna í Belgrad var millilent í Þýskalandi til að taka eldsneyti. Hætt var við í fyrstu tveim tilraunum til að taka á loft og í þriðju tilraun gerðist slysið.
Tuttugu og tveir létust samstundis og Duncan Edwards einn áttmenningana lést á spítala 15 dögum síðar af völdum áverkanna er hann hlaut í slysinu.
Þessi harmleikur hefur markað djúp spor í sögu United, ekki síst vegna þess að Sir Matt Busby byggði upp nýtt lið eftir að hann náði sér af sárum sínum, sem vann Evrópumeistaratitilinn tíu árum síðar.
Þeir leikmenn sem létust.
Roger Byrne (28), Eddie Colman (21), Mark Jones (24), David Pegg (22), Tommy Taylor (26), Geoff Bent (25), Liam Whelan (22) og Duncan Edwards (21) ásamt ritara United Walter Crickmer, þjálfara Tom Curry og aðstoðarþjálfara Bert Whalley.
Átta fréttamenn létust Alf Clarke, Tom Jackson, Don Davies, George Fellows, Archie Ledbrook, Eric Thompson, Henry Rose, og Frank Swift fyrrum leikmaður Manchester City. Flugstjórinn Ken Rayment , einnig vinur Sir Matt Busby, Willie Sanitof. Umboðsmaður Ferðaþjónustu Bela Miklos og farþegi Tom Cable.
Þeirra er allra minnst.
Lauslega þýtt af manutd.com
![]() |
Draumurinn um „Busby Babes“ varð að martröð í München |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 6.2.2008 | 08:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vill óska starfsfólki mbl.is til hamingju með daginn.
Sjálfur er ég einn þeirra sem var seinn til með tölvur og hafði ekki mikla trú á netinu til að byrja með.
Það er önnur saga í dag.
![]() |
Mbl.is á afmæli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 2.2.2008 | 09:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta framtak Einars Bárðarsonar er til mikillar fyrirmyndar.
Einar er sennilega sá eini sem sá þessa velgengni fyrir, þó auðmjúkur sé.
Ég veit að þarna kemur að fjöldi listamanna og starfsfólk í kringum svona tónleika sem ber öllum að þakka.
Gaman að sjá allt þetta er fólk sem gefur af sér á þennan hátt!
![]() |
25 milljónir á níu árum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 21.1.2008 | 03:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Finnst þetta einfaldlega mjög góð grein og sönn, sem á erindi til allra.
Vona að svona copy/paste aðferð fyrirgefist!
Íris Erlingsdóttir skrifar skrifar:
Þetta segir Íris Erlingsdóttir fyrrum ritstjóri Gestgjafans í grein sem hún hefur sent Vísi. Þar talar hún um verslunaræði íslendinga í útlöndum og þá sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem eitt stærsta dagblað Minneapolis var með forsíðufrétt um málið.
Verslunarorgíur Íslendinga erlendis voru á forsíðu eins stærsta dagblaðs Bandaríkjanna, The Minneapolis Star Tribune, núna rétt fyrir jólin. Greinin fjallaði um vinsælar verslunarferðir útlendinga, en sérstaklega Íslendinga, vegna lágs gengis dollars, til Ameríku og forsíðumynd blaðsins sýndi örþreyttan Íslending þar sem hann beið úti á Humphrey flugvelli eftir fluginu heim, liggjandi ofan á jólagóssinu.
Þegar ég las þetta yfir kaffibollanum mínum þennan desembermorgun í Minnesota þar sem ég hef búið undanfarin sjö ár, hugsaði ég með mér að nú hefðum við alveg gengið af göflunum í neyslunni. Neyslugleði Íslendinga var orðin að forsíðufrétt í heimspressunni. Frá því að heyra algeng ummæli útlendinga um ættjörðina ástkæru ,,Ísland... já, ó þú ert íslensk, ég var einmitt að horfa á heimildamynd á PBS um alkóhólismann á Íslandi, víst verst í heiminum...." nú yrði það já, Íslendingar, ég las að þeir væru heimsins versta dæmi um neysluhyggju..."
En það var ekki fyrr en ég kom heim yfir jóla-og nýárshátíðina að ég skildi hvers vegna Íslendingar halda áfram að fara til útlanda til að versla þó landið sé orðið fullt af "big-box" búðum eins og hér í Ameríku og allt sé til af öllu. Í íslenskri verslunarmenningu er það alltaf það sama sem stendur upp úr hvað neytendur varðar: óheyrileg dýrtíð og afburða léleg þjónusta.
Verðlagning, sérstaklega á fatnaði, er yfirgengileg - klúr er helst orðið sem manni dettur í hug til að lýsa okrinu. En það er ekki bara það að krómslegnar okurbúllur mannaðar spjátrungslegu afgreiðslufólki séu fullar af nankinbrókum sem kosta hálf mánaðarlaun meðallaunþega - íslenskir verslunareigendur eru líka enn fastir í því sem ég kalla KGB stílinn hvað snertir þjónustu við neytendur, eins og ég komst að af eigin raun yfir hátíðarnar heima á Íslandi.
Ég hlakkaði til að borða jólamatinn, sem var hamborgarhryggur, og í Hagkaup keypti ég tvo hryggi, einn til að elda á aðfangadagskvöld og annan til að taka með mér út. Hamborgarhryggirnir eins og maður hefur fengið þá heima í gegnum tíðina eru nefnilega ekki auðfundnir í USA; maður verður að leita uppi bændur og gamalreynda kjötvinnslumenn í smábæjum með skringilegum nöfnum til að finna reykt svínakjöt sem lítur út eins og alvöru kjöt með kjötþráðum en ekki eins og pressað frauðplast.
En þegar hryggurinn hafði verið eldaður kom í ljós að kjötvinnslan í Hagkaup virtist hafa hrifist af þessari amerísku aðferð við meðferð svínakjöts svo eftir jólin hélt ég niður í Hagkaup í Kringlunni til að skila hryggnum. Ég dró kjötið ásamt kvittun upp úr rauðum Hagkaupspokanum og sagðist vilja skila því.
Afgreiðsludaman leit á mig og hallaði undir flatt. Veistu ég get ekki tekið við þessu, það er ekki hægt að skila mat... Það má ekki endurgreiða matvöru." Ég hafði vart upphafið ræðu mína um hvurslags eiginlega léleg þjónusta þetta væri, um Íslendinga sem búa erlendis og hrörnun íslenskrar svínakjötsvinnslu þegar hún sá aumur á mér, tók up penna og blað og byrjaði að fylla út innleggsnótu.
Við megum nú ekki gera þetta, en ... þetta er allt í lagi, ég geri bara undanþágu fyrir þig." Ég hafði reyndar ætlað að fá peningana mína til baka því ég hugðist fara niður í Nóatún til að kaupa annan hrygg, en sagði ekkert þar sem ég átti eftir að versla nokkrar íslenskar bækur og gat notað nótuna til þess.
Laus við svínið hélt ég beinleiðis yfir í 66°N, þar sem ég hafði fjárfest í jólagjöf sem átti að fara aftur með fjölskyldunni hingað út. Gjöfin, jakkapeysa, passaði ekki svo það þurfti að skipta henni. En rétta stærðin var ekki til, hvorki þar né í öðrum verslunum 66°N. Okei.... jæja, ég ætla þá bara að fá þetta endurgreitt, sagði ég við afgreiðslustúlkuna, enda hafði ég borgað með debetkorti fyrir vöruna. Hún leit á mig eins og ég hefði sagt eitthvað dónalegt eða lagt til að hún tæmdi peningakassann ofan í töskuna mína.
Endurgreitt?! Nei. Það er ekki hægt." Hvað meinarðu það er ekki hægt, spurði ég. Það er ekki gert hérna. Það bara tíðkast ekki í búðum á Íslandi að maður fá endurgreitt. Þú getur fengið innleggsnótu." Bíddu nú við, hvar er ég stödd, hugsaði ég, er þetta Rassgatistan eða Podunkistan? Hér er ég með vöru sem ég staðgreiddi, ónotaða, enn með miðunum á, í gjafaumbúðunum frá versluninni sjálfri, með kvittun, það er ekkert til í búðinni sem ég get notað, en ég get ekki fengið hana endurgreidda? Ég bý erlendis, svo hvað á ég að gera við innleggsnótu, ég týni henni sennilega eða gleymi henni, ég veit ekki hvenær ég kem aftur hingað.
Þá datt mér snjallræði í hug. Það er 66°N sjoppa í flugstöðinni í Keflavík, kannski get ég notað hana þar... Þú getur prófað það," sagði afgreiðslustúlkan, greinilega fegin að losna við þessa freku kellingu út úr búðinni.
Lítið úrval var í fríhafnarbúðinni, en ég fann eina peysu sem passaði hvað varðaði stærð og verð. Ég lagði peysuna á afgreiðsluborðið ásamt innleggsnótunni. Nei," sagði afgreiðsludaman, eftir að hún hafði litið á innleggsnótuna merkta lógói 66°N í stórum stöfum. Við megum ekki taka við þessu," sagði hún eins og ég hefði lagt notaðan klósettpappír á borðið.
Nú var mér alveg nóg boðið. Ég vissi að þessi markvissa léleg þjónusta er okkar stolt" stefna verslunareigendanna var ekki vesalings konunni að kenna, en að geta ekki notað innleggsnótu 66°N í þeirra eigin verslun... Það sauð í mér pirringurinn. Klukkustundar biðin eftir að tékka inn í flugið, og margfaldar vegabréfs- og skósólaskoðanir yfirvalda í flugstöðinni höfðu heldur ekki bætt skap mitt. Ég bað um að fá að tala við verslunarstjóra, en það var enginn í búðinni yfir." Þú getur talað við Halldór," sagði konan. Hann er yfir þessu öllu, hann er í Reykjavík..."
Svo ég hélt aftur til Ameríku, peysulaus og orðlaus yfir dónaskap íslenskra kaupmanna. Ég reyni að liggja á innleggsnótunni þangað til ég kem heim næst, eða e.t.v. gef ég hana einhverjum í afmælisgjöf.
Sennilega get ég fengið alveg eins jakka í Columbia Sportswear útivistarfatabúðinni hérna rétt hjá fyrir þrjú eða fjögur þúsund kall eða minna á útsölu í staðinn fyrir tíu þúsund krónurnar sem ég greiddi fyrir hann á Íslandi. Enda var það ekki jakkinn sjálfur sem var það mikilvægasta - ættjarðarástin birtist í ýmsum myndum og ein þeirra er að vera stundum í sér íslenskum" fatnaði, íslenskri lopapeysu, nú eða flík sem á stendur 66°N og er búinn til í Sjóklæðagerðinni. Dálítið kúl. (En nú er ég reyndar ekki alveg viss um hvað er séríslenskt við 66°N fatnaðinn. Á fallegri 66°N húfu sem dóttir mín fékk í jólagjöf stendur: Made in Latvia.)
Ég hef ekki enn hringt í Halldór (eða Hagkaup) en það væri fróðlegt að vita, frá honum eða einhverjum forsvarsaðilum íslenskra verslunareigenda, hvers vegna þeim finnst í lagi að bjóða íslenskum neytendum upp á svona þjónustuleysi. En þangað til mun ég í framtíðar ferðalögum aftur heim reyna að gera eins og heimamenn á Fróni og forðast íslenskar verslanir.
Dægurmál | 13.1.2008 | 12:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
-
greenbrown
-
kjarrip
-
metal
-
skari60
-
fridust
-
dullari
-
ktomm
-
agbjarn
-
omarragnarsson
-
jakobsmagg
-
bbking
-
bonham
-
harpabraga
-
latur
-
beggath
-
palmig
-
asdisran
-
jakobk
-
jonaa
-
aslaugs
-
zuuber
-
tommi
-
hallarut
-
steinunnolina
-
amotisol
-
elinarnar
-
svanurg
-
valdis-82
-
sax
-
gullvagninn
-
nanna
-
baldvinj
-
arnthorhelgason
-
poppoli
-
apalsson
-
svali
-
ottarfelix
-
astromix
-
svavaralfred
-
ofurbaldur
-
gattin
-
daxarinn
-
ellidiv
-
gudnim
-
hafdismaria
-
hjaltig
-
nbablogg
-
askja
-
stinajohanns
-
ubk