Hr Öfundur og Frk Græðgi.

Það er öfundsvert að búa á Íslandi en ekki fyrir fjármálaumhverfið. Hvergi taka Bankar almenning eins hressilega í þurrt rassxxxxð eins og hér á landi, svo vilja þeir íbúðalánasjóð burt af markaðnum! 

Þjóðar-leikhúsiðHér er bilið milli ríkra og fátækra vaxandi á ógnarhraða eins og annarstaðar í heiminum þrátt fyrir yfirlýstan vilja yfirvalda um allan heim að sporna við þeirri þróun.

Sjáum nú bara hversu auðvelt það var að hækka laun þeirra hæstlaunuðu í kerfinu á meðan barningur var að leiðrétta kjör Ljósmæðra sem þó fengu bara hluta leiðréttan!

Nú eru Læknar að hefja sýna baráttu fyrir bættum kjörum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Læknum og hjúkrunarfólki almennt. En ég hef áhyggjur af því að þessi launabarátta verði alltaf eins og pissukeppni hjá smástrákum í sandkassa, jú eru ekki flestir Læknar karlkyns... ennþá! Þá erum við kominn útí launamun kynjanna líka!

En ég ætlaði ekki þessa leið, ég ætlaði að tala um raunverulega ástæðu þess að við Íslendingar erum öfundsverðir sem er landið okkar og þau lífsgæði sem við höfum þess vegna, hrein náttúra, hafið, og ferska vatnið. Hér á öllum að geta liðið vel. 

Mig langar aðeins að fara útí málefnin um hreina vatnið sem við látum renna óheft til að fá það aðeins kaldara (gleymdi að fylla klakaboxið)og förum ósparlega með. Nú er verið að reisa vatnstöppunarverksmiðjur víða og væntanlega eru miklir möguleikar í framtíðinni að selja Íslenskt hreint vatn og þá koma til væntanleg vatnalög.

Vatn er auðlind okkar allra en nú er kominn græðgiglampi í augun á ýmsum og hættan er sú að nokkrum góðum vinum verði afhent vatnsréttindin líkt og gert var með Bankana og svo framvegis......... Þetta er að verða svolítið fyrirsjáanleg sápuópera. 

Vandamálið er og væntanlega verður, hann Hr Öfundur og vinkona hans Frk Græðgi.

 

 


mbl.is Íslendingar öfundsverðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þetta með vatnið....svolítið fyrirsjáanlegt. Hárrétt athugað.

Árni Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 13:57

2 identicon

Veistu, mér finnst þetta tal um aukinn mun á ríkum og fátækum eitthvað svo marklaust. Hvers vegna skiptir það máli? Mér finnst *sumir* (alls ekki flestir) hafa meiri áhyggjur af því að fólk sé ríkt en að fólk sé fátækt.

Í sjónvarpi og útvarpi er þetta ríkra/fátækra-bil undantekningalítið tæklað með því að það skipti mestu máli að þeir fátækustu séu ekki mjög fátækir. Mótsvör við því hef ég aldrei heyrt, hvort góð né slæm.

Endilega fræddu mig.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 14:39

3 Smámynd: Fjarki

Einhvern tíman var sagt við mig að besta hjálpin við fátæka væri sú að vera ekki einn af þeim.

Það er fátæktin sem ég vill sporna gegn, ekki því að fólk efnist! Ef þú ert fátækur og kemst ekkert til að ráðast á vandan, með námi eða vinnu þá er það slæmt mál, það er ekki bara fátæktin heldu sú aðstaða og aðstæður sem fátæktin kemur fólki í, fátækt snýst ekki bara um að eiga enga peninga heldu líka sjálfsvirðingu.

Þar sem fólk kemst ekki í nám vegna fátæktar þar er líka auðvelt að koma inn hverskonar áróðri og erjum vegna vanþekkingar. Við erum kannski svolítið blind vegna lífsgæða okkar, hér eru allir læsir, það er ekki allstaðar þannig því miður.

Það er sú fátækt sem ég á við, ekki neyslufátækt! það er svolítið skrýtið ef við getum ekki séð það sem vandamál og svo sannarlega tími til kominn að hrista sandinn úr hárinu.

Þetta er alheimsvandamál og ég get satt að segja ekki skilið það að þér finnist þetta ekki mikið mál,  án þess að fullyrða eitthvað um þig sem ég þekki ekkert, þá er það leiðinda siður okkar Íslendinga að hugsa helst bara um sjálfan sig.

(það er reyndar staðfest með nýrri könnun sem verður fjallað um í Silfri Egils um næstu helgi).

Ef ég hefði allar lausnirnar á hreinu þá væri ég sennilega að svara einhverjum öðrum.

Það er þó þannig að mér þætti til dæmis mjög gaman að sjá fólk efnast á því að virkja fátækt fólk og efla það til dáða.

Ég ber mikla virðingu fyrir fólki sem verður ríkt á því að gera aðra ríka og bæta lífskjör í kringum sig. (Þá ég ekki við einkavinavæðingu!)

Að allir hefðu tækifæri til náms, þó ekki væri nema til að læra að lesa og skrifa! Það gæti leyst mörg vandamál í heiminum.

Ég vona að þetta segi þér eitthvað þó að ekki leysi það öll vandamál:)

Fjarki , 21.9.2008 kl. 17:13

4 identicon

Ó, mér finnst fátækt alveg klárlega vera mikið vandamál og vissulega er enn of mikil fátækt út um allan heim. Mér finnst hinsvegar bil milli ríkra og fátækra ekki vera það.

Ég get verið sammála þér í restinni, en við erum kannski ekki að tala um sama hlutinn. Ég er sérstaklega sammála þér um menntunina; hátt menntastig tel ég vera lang, lang, langbestu leiðina til að sporna gegn fátækt, og sennilega "hjálpar" það  til við að minnka bilið milli ríkra og fátækra, en ég skil ekki ennþá hvers vegna það eitt og sér sé eitthvert vandamál, að einn hafi miklu meira en hinn. Mér finnst mikilvægt að hinn hafi nóg, og ekki minna en hann eigi skilið, en það finnst mér líka alveg nógu góuðr málstaður. Mér er einhvern veginn bara alveg sama hvort fólk sé ríkt eða ekki, svo lengi sem það er ekki fátækt.

Við þurfum svosem ekkert að vera sammála um vandamálið, þar eð við erum sammála um lausnina, sem er menntun. Hvort sem það minnkar bilið milli fátækra eða ríkra eða ekki er mér alveg sama um, en á meðan það gerir þeim fátækari auðveldara fyrir (eða fyrirbyggir að fólk verði fátækt), þá er það auðvitað eina vitið.

Ég ætla ekki að rífast við þig meira, við erum sammála um það sem er þess virði að rífast um. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Apríl 2024

S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband