Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Get ekki að því gert, ég hef hreinlega virkilega gaman af þættinum um Bandið hans Bubba.
Ég virði þá viðleitni Bubba að vilja hafa allt sungið á Íslensku og skemmtilegar uppákomur með enskuslettur í þættinum hafa vakið athygli mína! Gott fyrir umræðuna um Íslenskt málfar.
Þessi útgáfa af sjónvarpsþætti er meira í ætt við Rockstar sem hann Magni tók þátt í en t,d, Idolið, reyndar nokkuð svipuð uppsetning, en þó þægilega Íslensk og án öfganna.
Dómararnir eru sjáanlega með öll skilningarvitin í lagi. Villi (Naglbítur) var mun nákvæmari og (on his game:-) í þessum þætti og er að leggja hart að sér að draga úr enskuslettunum. Björn Jörundur er frábær en sem komið er og með góðar samlíkingar og þekkingu á efninu. Bubbi er bara Bubbi og stendur alltaf fyrir sínu. Gestadómari: Margrét Eir er alveg einstök, einlæg og með uppbyggilegar ábendingar hef alltaf dáðst að hennar framkomu og söng frá því að ég sá "Svartan Pipar" á Gauknum.
Dómararnir hafa skilað sínu til þess að það sé góð skemmtun og húmor í gangi.
Kynnirinn: Unnur Birna er vaxandi í því starfi og það er mjög skemmtileg hlið á henni hvað hún á auðvelt með að gera grín að sjálfri sér, virðist líða vel og er jarðbundin, ekki hnökralaust, en fyrir bragðið meira lifandi.
Í mínum huga eru línurnar að verða mjög skýrar eftir aðeins þessa tvo þætti.
(2)Arnar Már er líkastur Bubba á yngri árum, ef það er þá verið að leita að slíkum söngvara og afskaplega skemmtilegur, ferskur að mörgu leiti, það er líka smá Erpur í honum.
(3)Thelma Hafþórsdóttir var ekki góð í kvöld, en ég er hrifinn af röddinni og svið-sjarmanum, hún hefur gríðarlega útgeislun og á mikla framtíð fyrir sér í söngnum, þrátt fyrir veikindi þá var hún miklu betri en flestir og tók áhættu. Kjörkuð jákvæð og skemmtileg!
(4)Birna Sif gæti vel orðið P!nk okkar Íslendinga. Hefur hása og skemmtileg rokkrödd, minnir mig á Bryndísi Ásmunds leikkonu þegar ég heyrði fyrst í henni (í Iðnskólanum 90 og eitthvað!!) Og Birna Sif hefur þennan náttúrulega og áreynslulausa svið-sjarma
Hanna Vigdís. Með skemmtilega rödd og kom aðeins á óvart að hún skildi falla út svona snemma virkaði ekki í stuði þrátt fyrir heillandi framkomu að öðru leiti.
Hjálmar Már. Hann er svolítil ráðgáta fyrir mér, Hnakki með Popprödd en tek undir það sem Björn Jörundur sagði varðandi þroska raddarinnar, sennilega frekar óþroskuð.
Vilhjálmur Örn. Kom á óvart með glettilega skemmtilega útgáfu af Bryan Adams slagara, svolítið hjartaknús í gangi og örugglega fínn í Poppið en sennilega ekki í Bandið hans Bubba að óbreyttu.
Sigurður Guðlaugs. skemmtilega framkoma, þó að minna hafi komið út úr röddinni, ég held að það skrifist á reynsluleysi og raddbeitingu, efast um að þessi sé alveg horfinn af sjónarsviðinu, rokkið er hans deild.
Birgir Sævarsson. Með mikinn sjarma og skemmtilega sviðsframkomu, þarf að bæta sig talsvert til að eiga möguleika, en með æfingunni þá getur hann vel fetað í spor Jogvans og félaga í þeirri deild poppsins.
(1) Eyþór Ingi Gunnlaugsson.
Maður kvöldsins Eyþór Ingi er með mesta raddsviðið og fór vel með það í kvöld. Klassískur rokksöngvari með mikla innlifun og túlkun í sýnum flutningi. Minnir svolítið á flutning Meat Loaf í leikrænum tilburðum á sviðinu, en engan veginn á anna hátt! Allveg frábær!
Draumasöngvari til að vinna með, fyrir lagahöfunda sem vilja mikla breidd! Hringdu!!
Það er góð áskorun að semja rokktónlist fyrir þessa rödd.
Sem sagt í mínum huga er staðan svona (frá 1-4) eftir þessa tvo þætti fyrir alla þær þúsundir lesenda þarna úti.... sem langaði að lesa þetta!
p.s. Frábært húsband, jafnvel aðeins of fágaðir!
Hljómsveitarstjóri/Gítar: Vignir Snær Vigfússon
Trommur: Arnar Þór Gíslason
Bassi: Jakob Smári Magnússon
Hljómborð: Þorbjörn Sigurðsson
Gítar: Einar Þór Jóhannsson
Gítar/Hljómborð/Bakraddir: Pétur Örn Guðmundsson
Tónlist | 29.2.2008 | 23:53 (breytt 1.3.2008 kl. 00:01) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvernig skildi nú staðan vera hér á landi í málefnum Norna.
Sérstaklega varðandi náðanir á Nornum sem dæmdar voru fyrr á öldum? Eins og í þessari frétt frá Skotlandi.
Ég man alltaf eftir sögunni af ungum dreng sem var afskaplega hreykinn af móður sinni.
Þau höfðu hrakist úr vist af Norðurlandi vegna ágangs bóndans og voru á leið til Vestfjarða ef ég man rétt og einhversstaðar á leið þeirra var Á sem var það öflug að menn áttu ekki gott með að fara þar yfir nema á hestum.
En móðirin dó ekki ráðalaus og fann sé steinhellu sem hún kom upp á axlirnar á sér og þar ofan á klifraði svo strákurinn. Og síðan lagði hún í ána meira og minna i kafi en þau mæðginin komust loks yfir.
Eitthvað fannst mönnum þetta of yfirnáttúrulegt til að vera satt, þegar strákurinn var að hreykja sér af afrekum móðir sinnar.
Í stuttu máli var móðirin dæmd Norn og sett á bálköst!
Falleg saga um dugnað og heimsku!
Síðustu nornirnar náðaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 29.2.2008 | 09:25 (breytt kl. 09:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er það ekki svolítið athyglivert að Körfubolta Akademía Framhaldsskóla sé að berjast um Úrvalsdeildarsæti?
En það er bara staðreyndin hjá FSu og það er ekki mjög langt síðan þessi Akademía var stofnuð eða nákvæmlega 29. Júlí 2005.
Ég á son í yngri hluta þessa starfs sem þarna fer fram svo að málið er mér líka hugleikið. Þarna eru strákar nokkuð víða að þó að flestir séu frá Suðurlandinu a.m.k. í yngri hlutanum.
Það sem mér þykir þó mikilvægast við þetta starf er að strákarnir mega ekki slaka á í námsárangri þó að þeir séu góðir á vellinum. Þetta er því talsverð pressa til að standa sig á öllum sviðum og því ekki mikil orka til eftir vikuna til annars en að hvíla sig um helgar, mér sýnist þetta hafa hið besta forvarnargildi líka, allt tóbak og áfengi er brottrekstrarsök.
Brynjar Karl sem er aðalhvatamaðurinn (og stofnandi Akademíunnar að ég held), er mikill hugsjónamaður og er að skila ákaflega spennandi árangri.
FSu fyrst til að leggja Breiðablik að velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 27.2.2008 | 09:17 (breytt kl. 16:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mig langar að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem tóku þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.com
Þetta var athyglisvert og gaman að taka þátt í.
Það voru ólíkir aðilar úr Íslensku tónlistarlífi sem tóku þátt eins og til dæmis: Hraun, Jóhann G, Bloodgroup, Siggi Pálma, Porterhouse og fleiri.
Á Amie Street er talsvert önnur nálgun í sölu tónlistar á netinu heldur en ég hef kynnst.
Í fyrstu er tónlistinn ókeypis en hækkar í verði eftir vinsældum og hlustandinn hefur þá hvatningu að sé hann með þeim fyrstu til að mæla með einhverju lagi þá getur inneign hans til kaupa á tónlist vaxið.
Þetta er hvetjandi fyrir áhugasama um að finna nýja tónlist sem vekur áhuga þeirra, þetta vekur upp umtal og allskyns vangaveltur á vefsvæðinu.
Hlustandinn getur verið mjög virkur og úrvalið er frábært á öllum stigum!
Reyndar tók ég eftir því að stóru nöfnin eru stundum seld beint á fullu verði en þetta hentar vel Indie/Sjálfstæðu tónlistarfólki.
Það eru ótrúlega margir sem lifa af án þess að vera hjá stóru útgáfufyrirtæki.
Margt smátt.......
Tónlist | 26.2.2008 | 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég skemmti mér hrikalega vel yfir Bandinu hans Bubba.
Skemmtileg útfærsla á söngvara keppni. Dómarar stóðu sig ágætlega þá sérstaklega Björn Jörundur en hef ekki fundist hann jafn fyndinn í háa herrans tíð.
Það eru sterkir söngvarar þarna og bandið sjálft var frábært.
Arnar stóð uppúr með eigin þýðingu á Queen laginu Show must go on og kom skemmtilega á óvart með því framlagi.
Íslensk þýðing á Queen....... bjóst við því versta!
En öðru nær, frábær söngvari.
Og skemmtilegur þáttur.
Tónlist | 22.2.2008 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Félagarnir í U2 eru loksins komnir í Stúdíóið sitt í Dublin ásamt upptökustjórunum Brian Eno og Daniel Lanois. Sem þeir hafa átt í löngu og farsælu samstarfi við. Þetta eru upptökur á fyrstu stúdíó plötu þeirra síðan 2004, þegar How To Dismantle An Atomic Bomb kom út.
Í viðtali við Billboard.com, segir Lanois "Við ætlum að framkvæma nýjungar og koma með meistarastykki, ermarnar eru uppbrettar og Bono er heitur með textahliðina"
U2, Daniel Lanois og Brian Eno hafa þegar gert prufutökur í Frakklandi og Marokkó.
Sögusagnir fljúga um að jafnvel sé nóg efni á tvær plötur.
Við brögð Daniel Lanois við þeim:
"Það er svo mikið efni. þegar Eno, ég og strákarnir komum saman í herbergi þá verður til fjöldi hugmynda á skömmum tíma, átta lög fyrir hádegi"
Ekki er búið að setja dagsetningu á tólftu stúdíó plötu U2.
Samkvæmt þessum ummælum má láta sér hlakka til!
Tónlist | 20.2.2008 | 19:22 (breytt kl. 19:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
(amiestreet.com) efnir til íslenskra daga 18. - 24. febrúar nk. í samstarfi við IMX (Iceland Music Export). Markmiðið er að kynna og selja íslenska tónlist á netinu. Amie Street er ört vaxandi tónlistarmiðill og netsamfélag þar sem hljómsveitir geta kynnt og selt tónlist sína.
Amie Street
Amie Street var sett á laggirnar fyrir einu og hálfu ári, en hugmyndin kviknaði á bar hjá nokkrum háskólanemendum þar sem þeir veltu fyrir sér hvað þyrfti til svo þeir myndu reiðubúnir að kaupa tónlist í gegnum netið. Vefsíðan hefur vakið mikla athygli og netsamfélagið í kringum hana telur nú um milljón manns. Amie Street hafa innleitt nýja nálgun gagnvart dreifingu á tónlist.
Það sem hefur vakið mesta athygli á Amie Street er óvenjuleg verðmyndun á tónlistinni. Verðmyndunin fer eftir vinsældum tónlistarinnar. Öll tónlist byrjar ókeypis og verð hvers lags hækkar eftir því sem oftar er náð í það og nær hámarki í 0,98$. Önnur sérstaða Amie Street er að allar hljómsveitir geta opnað sitt eigið búðarhorn inn á síðunni. Vefsíðan er jafnframt landamæralaus sem þýðir að fólk hvaðan af úr heiminum getur keypt tónlist af henni. Nú nýlega var útibú Amie Street sett á laggirnar í Japan líka en fyrirtækinu hefur hingað til verið stýrt frá USA.
Porterhouse tekur þátt í Íslenskum dögum á Amie Street.
Ég vill benda þeim á sem vilja prufa!
Að setja Iceland sem "promotion code"......og fá þá inneign til kaupa á Tónlist
en skráning kostar ekki neitt!
Tónlist | 19.2.2008 | 15:30 (breytt kl. 23:20) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er stutt vinsamleg saga af samskiptum ungra manna við Lögregluna nú um helgina.
Kunningi minn og núna Lögreglunar var að skemmta sér ásamt öðrum vini sínum.
Það vildi svo óheppilega til að þessi vinur minn rann til í hálku og lenti harkalega á enninu svo að sprakk fyrir og fossblæddi yfir öðru auganu, og það sem verra var að hann stein-rotaðist!
Nú vinur hans samferða brást eðlilega við og var að stumra yfir þessum sameiginlega vini okkar þegar heimavarnarliðið mætti á staðinn!
Það var bara einn með rænu og til frásagnar um atburðinn þegar hér var komið við sögu, svo að allt leit þetta mjööög grunsamlega út.
Lögreglan brást mjög skemmtilega við enda miklir húmoristar upp til hópa. Þeir keyrðu þann slasaða á Bráðamóttökuna og heldu svo áfram með hinn vininn á Lögreglustöðina til yfirheyrslu.
Yfirheyrslan stóða aðeins yfir í 14 tíma og snérist um það að fá manninn til að játa að hafa barið vin sinn í götuna!
Það er mikið á sig lagt til að tryggja öryggi okkar smáborgaranna.
Jahá.. þeir hafa húmor í Löggunni.
Þjóðerni viðkomandi er haldið leyndu af öryggisástæðum.
Stjórnmál og samfélag | 18.2.2008 | 11:07 (breytt kl. 11:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hélt að þetta væri eitthvað grín eða misskilningur þegar ég byrjaði að lesa, en að sjá þetta myndband þá þakka ég nú bara kærlega fyrir tæknina.
Þetta eru opinberir starfsmenn og það Lögreglan, þetta gerist í USA en ég þekki dæmi um atvik allt að því eins slæm og þetta hér á landi.
Að vísu ekki hent í gólfið eins og þessum manni, en álíka óvirðing borin á borð.
Virðing fyrir fólki með fötlun er á mjög lágu plani hér á landi sem og víða annarsstaðar.
Hér á landi þurfti að setja sérstök lög þess efnis að fatlað fólk á að búa við sömu mannréttindi og þeir sem ófatlaðir eru!!
Illa farið með lamaðan mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 16.2.2008 | 10:32 (breytt kl. 10:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta er maður sem lætur verkin tala og hefur kjark.
Við gætum alveg notað nokkra svona í Íslensk stjórnmál.
Eitt fyrsta verk hans eftir að hann varð Forsætisráðherra Ástralíu var að skrifa undir samþykkt um takmörkun á losun gróðahúslofttegunda. Þangað til höfðu Ástralir fylgt Bandaríkjunum í einu og öllu.
Eitt og annað um Kevin Rudd:
Kevin Rudd fæddist 21. September 1957 í Queensland.
■ Yngstur fjögurra systkina, hann ólst upp á Kúabúi.
■ Eftir sex vikna sjúkrahúslegu vegna bílslys lést Bert, faðir Kevins af völdum sýkingar, þegar Kevin var 11 ára. Kevin og móðir hans Margaret voru borin út af Kúabúinu og aðskilin hluta fjölskyldunnar. Á meðan þau leituðu að nýju heimil sváfu þau í bíl þar til þau fundu bráðabirgar húsnæði.
■ Hóf skólagöngu í Eumundi Primary en eftir lát föður hans var hann í tvö ár í heimavistarskóla.
■ Samflokks Þingmaður Kevin, Wayne Swan var tveimur árum á undan honum í sama framhaldsskóla og þótti flottur og töff. Kevin Rudd Dúxaði 1974. Þeir eru ekki vinir.
■ Kevin varð ástfanginn af öllu Kínversku þegar hann var 10 ára þegar mamma hans gaf honum bók um fornar arfleiðir þjóða. Eftir framhaldsnám fór Kevin á puttanum suður eftir austurströnd Ástralíu og endaði að lokum í Canberra þar sem hann fór í Háskóla og lærði Kínverska sögu og tungumál. Hann tala Kínversku(Mandarin). Kevin var staðsettur í Pekíng sem Diplómat á vegum Utanríkis og Verslunar-ráðaneytisins á níunda áratugnum.
■ Rudd er Kaþólskur en kona hans Therese Rein sem er frumkvöðull, er í Ensku Biskupa-kirkjunni. Þau eiga þrjú börn.
■ Hans fyrsta uppnefni í pólitíkinni var Dr Death eftir að hann tók til í opinberri fjársýslu Queensland með niðurskurði og endurskipulagningu.
■ Hann náði ekki kjöri í sínum fyrstu kosningum 1996 þeim sömu og Paul Keating tapaði.
■ Milli kosninga hefur Kevin Rudd starfað sem ráðgjafi fyrir Áströlsk fyrirtæki í viðskiptum við Kína.
■ Vann loks þingsæti með 2% mun 1998 og hefur aukið stuðning sinn í hverjum kosningum síðan upp í 17% mun.
Frumbyggjar beðnir afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.2.2008 | 09:40 (breytt kl. 09:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk