Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Eyjafjöllin, fjölmennasta sveit landsins!

"Í manntalinu árið 1703 voru Fjöllin fjölmennasta sveit landsins með um 1100 íbúa, sem þá var um 2% af þjóðinni. Það segir kannski eitthvað um hversu gott er að búa undir Fjöllunum".

SeljalandsfossÞessi setning er af vefnum eyjafjöll.is sem er ætlaður ferðamönnum og áhugafólki um eyjafjöllin.

Ég hef verið að tileinka mér og rækta þann eiginleika að sjá nær mér en fjær, hvað ég hef í dag og hvort að græni liturinn á grasinu þarna hinumegin sé ekki bara sá sami. Í það minnsta að sjá í gegnum hyllingarnar.

Ég bý í Rangárþingi-Eystra og verð að viðurkenna að þó ég fari einstaka sinnum um sveitirnar þá helst Fljótshlíð og Eyjafjöllin þá er vitneskjan frekar yfirborðskennd um staðhætti, bæjarnöfn og sögu.

Ég var hinsvegar að skoða vef sveitarfélagsins og fann þá vefinn um Eyjafjöllin sem ég er mjög svo ánægður með og fullur af fróðleik.

Sveitarfélags-vefurinn hefur tekið mikilli framför og rétt að viðurkenna það sem vel er gert.

Þar er að finna mikið magn upplýsinga fyrir heimamenn, áhugafólk og gesti hvort sem er til afþreyingar eða hagnýtingar og hreinlega frábær til að undirbúa ferðalag.

Þetta átti ég að vita, en þegar sumt eins og náttúrufegurð Eyjafjallana og Hlíðarinnar er fyrir augum manns flesta daga þá vill þetta allt verða frekar venjulegt. Til dæmis þá gleymist oft fegurð Landeyjanna en þar er sama hvar þú ert, þú hefur þetta glæsilega útsýni um sveitirnar og svo Fjöllin, Hlíðin og Vestmannaeyjar.

Svo að ég er núna að skoða mitt hérað með öðrum hætti og setja mig í gests-hlutverk, sjáum til hvernig það gengur. En það er mikið að auðæfum hér á svæðinu í náttúrfegurð og sögu.


Keppni í Gítarleik!

 

ThiagoNú fer að líða að lokum keppni Rokk- Gítarleikara á vegum Dean Guitars.

Október er lokamánuðurinn og við eigum fulltrúa!

Thiago Trinsi býr á Ólafsfirði.

Hann er nú ofarlega í þessari Alþjóðlegu keppni um flottustu "Shredder" Gítarleikara á vegum Dean Guitars og þarf á okkur að halda!

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt í netkosningu og smella á slóðina hér fyrir neðan og kjósa Thiago! (Gefa helst 11 stig)

 

http://deanguitars.com/shredder

 

 

Take me to DeanGuitars.com/Shredder!

 


 Heimasíða Thiago Trinsi


Tónlistarsíður.

Ákvað að taka saman nokkrar Tónlistarsíður þar sem hægt er að hlusta á tónlist, fyrir þá sem hafa áhuga!

Amie Street

 Á Aime Street er hægt að hlusta á og gagnrýna tónlist, og jafnframt vinna sér inneignir til tónlistarkaupa með því að mæla með þeim listamönnum sem þú hefur ánægju af. Þannig getur þú átt þátt í að vekja athygli á óþekktu listafólki.

Þarna er þó líka að finna þekktar hljómsveitir og tónlistamenn á borð við Sigurrós, Emilíu Torrini, Mogwai, Thom Yorke (úr Radiohead) og fjöldann allan af fjölbreyttri tónlist á mjög góðu verði. Talsvert er af ókeypis tónlist sem hækkar svo eftir vinsældum. Einning er þar að finna mikið af gömlum Jazz, blues og Motown músik http://amiestreet.com/

 

SoundClickSoundclick er með fyrstu frjálsu tónlistarsíðunum sem er opin fyrir hvern sem er, að koma tónlist sinni á framfæri. Þarna úir og grúir af allskyns tónlist og hafa nokkrir Íslendingar gert það ágætt á Soundclick og nefni til dæmis Sveinna Björgvins sem hefur náð góðum árangri þar og fær skemmtilega og góða umfjöllun. http://www.soundclick.com/

 

broadjam

BroadJam er ein af þessum síðum sem hafa starfað mjög lengi og hefur mjög rótgróið úrval. Af tónlistarmönnum á öllum aldri og öllum tónlistarstefnum. Þarna má finna nokkra Íslendinga.  M.a. Jóhann G og Sigga Pálma og svo verð ég að nefna vinkonu mína, Shay Dillon.

Þarna er hægt að hlusta að vild og eins að taka þátt í gagnrýni. Fyrir þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri í kvikmyndir og sjónvarpsþætti þá er það t.d. möguleiki á BroadJam.  http://www.broadjam.com

 ReverbNation

ReverbNation hef ég ekki kynnt mér ýtarlega en þarna er að finna fjölda Íslenskra hljómsveita sem bjóða upp á lög og kynningarefni.

Íslendingarnir hverfa þó í fjöldann því þarna er mikið úrval af allskonar tónlist en þó meira um hljómsveitir en einstaklinga, svona við fyrstu sýn.

http://www.reverbnation.com/  

 

Það er fjöldi góðra tónlistarvefja sem ég hef ekki talið upp hér og fjölgar daglega, en á flestum þeirra getur þú byggt þér lagalista til að hafa í gangi þegar þú ert að vinna í tölvunni.

Ég ætla að nefna nokkra á nafn í viðbót eins og: Last Fm, ILike, Airplay Direct, rokk.is  og varla þarf að telja upp MySpace eða Facebook(ILike)en þeir eru kannski takmarkaðri með lagalista.

Allt eru þetta vefir sem eru meira og minna fullir af tónlist eftir sjálfstæða listamenn í bland við þekktari aðila og öllum opnir.

 

Sjá nánar á: www.porterhouse.is

 

 

 


4 vikur eftir ólifaðar!

Stóra spurninginHvað ætlar þú að gera við 28 dagana sem þú átt eftir ólifaða?

Myndir þú nota næstu 28 daga á sama hátt og þú gerir nú?

Hvað gerir fólk sem fær svona fréttir?

Ég er að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort að dagarnir séu vel nýttir hjá okkur sem erum nokkuð heilbrigð. Erum við að gera það sem við áætluðum og alltaf ætlað okkur að gera?

Eða þegar viðkomandi fær slíkar fréttir vaknar viðkomandi upp við þá staðreynd að það sé ansi margt ógert?

Erum við að njóta líðandi stundar?

Kannski ert þú nú þegar að lifa lífinu eins og það sé rétt að klárast?

Oft er það þannig, að ég held með mörg okkar, við erum að vinna að ákveðnu marki og gleymum því að njóta líðandi stundar og þeirra sem við höfum í kringum okkur.

Hvað gerist á morgunn?

 


Þrumur og Eldingar.

Það er búið að rigna hressilega á Hvolsvelli í morgun, með áhlaupum. 

Myndin tengist ekki eldingum í blogginu

 

Og svo rétt í þessu tvær eldingar með þvílíkum látum sem ég hef bara ekki heyrt áður svona nálægt mér, og með þessum líka hávaða.

Veðrið er búið að vera frekar kúnstugt undanfarið og núna inná milli regnbylja þá birtir til en mjög dökkt í kring.

Er enginn veðurfræðingur en hef samt gaman að þessu, enn ein áminning um hversu lítilvægur einstaklingurinn er í  veröldinni þegar allur þessi kraftur losnar úr læðingi.


Gagnabanki á 5 tungumálum.

Landsöfnun sem Mænuskaðastofnun Íslands stendur fyrir nú er ætlaður til rannsókna á mænuskaða.

Ekki má gleyma því að Mænuskaðastofnunin stendur líka fyrir því að safna saman upplýsingum tengdum mænuskaða hvaðanæva úr heiminum og skiptir uppruni ekki máli, bara að upplýsingarnar komi að gagni.

Fyrir tilstilli Mænuskaðastofnunar Íslands hafa Íslensk heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin WHO (World Health Organization) með stuðningi Evrópuráðsins sett á laggirnar alþjóðlegt samstarf um söfnun upplýsinga um ýmsar meðferðir og aðferðir sem hafa hugsanlega jákvæð áhrif á mænuskaða og bæta lífsgæði fólks sem hlotið hefur mænuskaða(SCI)

Verkefnið er byggt á þeirri trú að með opnum hug getum við púslað saman upplýsingum sem finnast um allan heim, hvort sem það er frá USA, Kína, Rússlandi og svo framvegis! Hvort sem þær upplýsingar eiga uppruna sinn í Austrænum eða vestrænum lækningum, rannsóknum frá stórum sem smáum Rannsóknastofum!

það er alvöru grundvöllur í dag til að sigrast á ráðgátunni en ekki bara fjarlægir draumórar.

Aðalmarkmið gagnabankans er að veita upplýsingar um þær fjölbreyttu aðferðir sem til eru, betur aðgengilegar fyrir einstaklinga með mænuskaða, fjölskyldur þeirra og velunnara.

Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA, og sér hann um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af gagnabankanum. Þýðendurnir eru allir læknir eða vísindamenn og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.

Gagnabankinn um mænuskaða er núna á 5 tungumálum:
ensku,spænsku,rússnesku,kínversku og arabísku.

Slóð : Gagnabanki SCI


Ráðgáta.

Ráðgáta

 

 

 

 

 

 

 

 

  " Ísland gæti orðið leiðandi afl í þeirri þróun að vestræn ríki taki ákveðin baráttumál í heilbrigðisgeiranum í nokkurs konar fóstur -safni fé og nýti til rannsókna og upplýsingagjafa á alþjóðavísu. "
- Guðlaugur Þór Þórðarson - heilbriðgisráðherra Íslands


Razer

Þetta er nú bara eitt dæmið um hvað maður er margklofinn persónuleiki.

RazerRazer eru þéttir rokkarar frá Arizona. Að vísu er Chris Powers söngvari aðfluttur frá NY.

Chris er fanta söngvari og þekki ég það af eigin raun því hann hefur sungið inn á nokkrar upptökur fyrir mig með fínum árangri, og hinn vænsti strákur þrátt fyrir frekar skuggalegt útlit. Þeir eru það nú flestir þessir rokkarar, yfirleitt meinlausir rokkhundar sem gefa alla sína orku í músikina.

Razer er rokksveit sem má helst líkja við Iron Maiden og þess háttar rokksveitir, þéttir og kraftmiklir.Fyrsta breiðskífa þeirra er nýlega kominn út og heitir *Fall in line*. (Eitthvað sem Árni Matthisen vill örugglega að Ljósmæðurnar geri, orðalaust helst)

Ég hreifst ekkert sérstaklega af fyrstu lögunum sem ég heyrði en síðastliðið ár hafa þeir tekið stórt stökk uppá við og laga smíðarnar mun betri fyrir minn smekk og það sem ég heyrt af plötunni er fantagott.

Hér fyrir neðan er myndbandið um Super-peðið (Super Paun)

Fantagóð Rokksveit á uppleið!

Heimasíða RAZER:  http://www.razerband.com/


Mænuskaðastofnun Íslands

Mænuskaðastofnun ÍslandsMig langar að minna á Landssöfnun stofnunarinnar þann 19. September í opinni dagskrá Stöðvar 2.

Það er mikil þörf á stofnun sem þessari og í raun með ólíkindum að hún hafi verið stofnuð fyrir tilstuðlan einstaklinga, í fararbroddi þeirra mæðgna Auðar Guðjónsdóttir og Hrafnhildar G. Thoroddsen.

Þær mæðgur hafa unnið ómetanlegt starf fyrir frekar daufum eyrum Þetta gerðist á ósköp venjulegum degi!stjórnvalda hingað til en einstaklingar og fyrirtæki hafa eitthvað tekið við sér. Starf þeirra mæðgna hefur vakið athygli á alþjóðavísu og í raun meiri en á Íslandi.

Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð af háleitri hugsjón.
Vonandi mun framlag íslensku þjóðarinnar til alþjóðlegrar mænuskaðabaráttu
skila árangri um ókomna framtíð.

(fengið að láni af heimasíðunni www.isci.is

Þess er sjálfsagt að geta að frábært starfsfólk á Endurhæfingardeild Landspítalans að Grensási hefur skilað mörgum kraftaverkum, en húsnæðið að Grensási er löngu sprungið, meðal annars vegna aukningar á mænusköðum í okkar hraða samfélagi.


Mænan er ráðgátaVerndari stofnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.

Styrktarreikningur Mænuskaðastofnunar er

311 - 26 - 81030 Kennitala 411007-1030 

" Það getur haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaðans við þjóðir heimsins og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á þessu sviði læknavísindanna "
- frú Vigdís Finnbogadóttir - forseti Íslands 1980 - 1996 

Heimasíðan er www.isci.is


Fjölskylduvæna Ísland

Er bara ein leið í boði? ÚR LANDI!

Fréttir frá USA eru á þann veg að Íslendingar eru að koma sér í vanda þar vegna svipaðra mála, þurf að dúsa í fangelsi og eru síðan sendir heim. En mér finnst Bandaríkjamenn ekkert til fyrirmyndar í þessum málum!

Alþjóðahús - AhusÉg hef nefnt það áður í bloggi að það vanti uppá stuðning frá ríkinu til þess að við lendum ekki í sama vanda og hinar norðurlandaþjóðirnar í innflytjendamálum.

Alþjóðahús er eina aðstoðin sem ég veit um, lýsir kannski vanþekkingu minni á málinu en vandamálinn eru amk að hrannast upp!

Auðvitað verður fólk að einhverju leiti að bera ábyrgð á stöðu sinni og bera sig eftir aðstoð!

Ég skil það vel þegar einstaklingur eins og þessi, í fullri vinnu og býr hjá fjölskyldu sinni, þá sé hætta á að fólk sé ekki vakandi yfir landvistarleyfi. 

Þó að sú umsókn hafi misfarist, þá finnst mér athyglivert að það virðist einhver nauðsyn og sjálfgefið að senda fólk úr landi! Hvers hagur er það? Eða erum við bara að APA þetta eftir USA!

Þetta minnir á framkomu Georgs Bjarnfreðarsonar (úr Næturvaktinni) sem Jón Gnarr lýsti einhvernvegin á þann hátt að væri samansafn af öllu því versta í fari fólks.

Maður fær það á tilfinninguna að hjá Innflytjendastofnun séu bara Georg Bjarnferðarsynir í vinnu!

Næturvaktin fær mann þó til að brosa yfir öfgunum og vitleysunni, vegna þess að þar er um skáldskap að ræða(vonandi)!

Hér er hinsvegar um fjölskyldu að ræða sem einfaldlega þarf aðstoð halda og hana hlýtur að vera hægt að veita hér á landi á meðan umsókn mannsins er tekinn fyrir!

Og það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld fari að taka í gegn Fjölskyldustefnu sína!


mbl.is Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband