Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Google Chrome

Google Chrome

Google Chrome (vef-browser) var gaukað að mér af Hauki í horni, Hann Haukur Örn vinur minn er fljótur að átta sig á nýjungum og hefur oft komið mér til bjargar í tölvumálum. Þó ég sé eldklár á því sviðið:)

Ég hef verið að nota Mozilla Firefox og verið nokkuð sáttur, en þegar Haukur er að prófa eitthvað þá hlýtur það að vera spennandi, svo að ég ákvað að prófa og byrjunin lofar góðu, hraður og skilvirkur og virkar mjög einfaldur í notkun. Er reyndar svo hrifinn af öllu sem Google er að gera að ég þurfti ekki mikla hvatningu. 

Ætla að gera eins og Haukur, og hafa hann "default" í smá tíma og sjá hvernig gengur.

http://www.google.com/chrome

og http://www.haukurod.net/blog/


Berbatov í United

Dimitar Berbatov loksins á Old Trafford.Það hafðist fyrir rest, fyrir 30.75 millj,punda.

Auk þess fór Fraizer Campell til Tottenham að láni út leiktíðina!

En ekki mátti tæpara standa að skrá félagaskiptin fyrir lok gluggans!


Kjósum Thiago!!

Thiago TrinsiThiago Trinsi býr á Ólafsfirði og er ættaður frá Brasilíu.

Hann er nú ofarlega í Alþjóðlegri keppni um flottustu "Shredder" Gítarleikara á vegum Dean Guitars.

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt í netkosningu og smella á slóðina hér fyrir neðan og kjósa Thiago!

 

http://deanguitars.com/shredder

 

 

Take me to DeanGuitars.com/Shredder!

Ingó og Co

 Hugsjón og gleði.

 Á láglendi suðurlands hefur tónlistarlíf verið í miklum blóma frá því að ég man eftir mér.

Fjölbreytt blóm og misfalleg en það er aukaatriði, það eru áhrifin og tilfinningin sem þau vekja!

Á bloggsíðum má þessa dagana sjá miðaldra menn og aðra hamra á Ingó og Veðurguðunum, Á móti Sól og Merzedes Club og þeirri tónlist sem þessir gleðigjafar margra ungra sem aldinna bera á borð.

Það hefur lengi loðað við Sunnlenska tónlist og okkur Sunnlendinga að við viljum skemmta okkur og þá er ekki verið að taka sig alltof alvarlega, eðli málsins samkvæmt.

Tónlist er sem betur fer tæki til að spila á margar tegundir tilfinninga, ekki bara listrænar, heldur allan skalann.

Ég vona að enginn verði sár þó að ég tali um að Labbi í Glóru, Mánar, Logar, og þeirra tíma hljómsveitir hafi átt hvað stærstan þátt í tónlistar-gleði-sköpun Sunnlendinga og sveitaböllunum,Labbi þessari meintu lágmenningu, svona til að byrja með. En nokkrar hljómsveitir úr Reykjavík og víðar hafa lengi haft gaman að því að koma á Suðurlandið og skemmta sér.

Karma,Papar og Lótus voru t.d. mikil góð ball/tónleikabönd. Ég veit að það voru ýmsar aðrar góðar dans-sveitir starfandi sem ég man ekki nöfnin á þessu augnabliki.

Á móti sól var lengi vel í skugga Skítamórals(sem var þungarokksveit) og Land & Synir. Þrautseigjan í ÁMS og spilagleðin hjá þeim heldur í þeim góðu lífi og vel þokkaðir piltar hjá flestum landsmönnum og hafa aldrei passað inní svokallaða hnakkamenningu að mínu mati.

Sólstrandargæjarnir komu inn með mikla spilagleði og húmor og á þeim tíma var mikið rót og fjölbreytt tónlistarlíf í gangi, reyndar eins og í dag. Dalton, Klaufar, Ingó og Veðurguðirnir svo dæmi sé tekið.

Ég sé að ég þyrfti sennilega að fara út í bók ef ég á að fara ýtarlegar útí þessa sögu því að svo margt kemur upp í hugann!

Sumarsmellir og gleðipopp fer samt greinilega í taugarnar á ýmsum, misvel í mig sjálfan en það er ekki nauðsyn að öll tónlist sé byggð á einhverri hugsjón, það er eins og tónlist sem kemur fólki í létt skap og maður sönglar með í sólinni sé eitthvað hræðilegt! Ég efast satt að segja að Ingó og Veðurguðirnir séu með í huga við að semja einhver meistaraverk, en þó segir mér hugur að "Bahama" sé annað "Rangur maður" fyrir okkur sunnlendinga og eigi eftir að lifa lengi í útilegum og á böllum!

Kristjana StefánsEn viljandi hef ég ekki nefnt nokkra gullmola sem hafa risið úr þessari meintu lágmenningu okkar Sunnlendinga

það eru söngdívurnar Hera Björk Þórhalls, Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og Kristjana Stefánsdóttir þær hafa allar tekið sína tónlist nokkrum skrefum lengra en gleði-poppið

Guðlaug Dröfn gaf nýlega út Jass plötu sem hún útsetti sjálf og Kristjana Stefáns er að gefa út Blues plötu með eigin lögum í bland við eldri lög og útsetningar eru í hennar höndum.

 

 

 

 

 


Snilldar flýtistöng (Toolbar)

Nú langar mig að bjóða þér að hala niður alveg frábærri flýtistöng(toolbar) á vafrann þinn.

Porterhouse toolbarÞetta er bara snilld!

Uppáhalds útvarpstöðvarnar þínar,

Pósturinn, Veðrið, Google leitarvél,

flýtihnappar fyrir verkefnin þín

ásamt Porterhouse tónlistarsíðu,

fréttum og fleira.

Einfalt og öruggt!

 Allt við höndina.

 Smellið á skýringamynd.

 

Hlaða niður Flýtislá-Toolbar

Einnig má sjá meiri upplýsingar á www.porterhouse.is

+

Add the coolest gadgets to your toolbar!
 
MarblesBackgammonTV
 
RadioTODOCalorie Calc
 
CountdownWikipediaSudoku
 
 And many more... 

 

 


Brosið býr í Hvolsfjalli.

 

Dularfullt og skemmtilegt bros sést nú á hinu glaðlynda fjalli við Hvolsvöll, Hvolsfjalli.

Ekki veit ég hvort að álfarnir í fjallinu hafi verið að verki eða geimverur í skjóli nætur!Wink

 

 

Brosið býr í Hvolsfjalli
 
Hinsvegar er þetta skemmtilegt framtak sama hver á í hlut:)

 

 


Valdi 270 vann!

s_15ab5deca65edc3444cf8020f1734906.jpgValdimar Þórðarson úr Mosfellsbæ sigraði á íslandsmótinu í Motocrossi á Laugardag í Álfsnesi en hann vann einnig síðustu þol/endúrókeppni.

Nr 2. í MX1 var Ragnar Ingi Stefánsson og nr 3. Einar S. Sigurðarson.
Sölvi Sveinsson var nr 1. í MX Unglingaflokki, Bryndís Einarsdóttir í 85cc kvennaflokki, Eyþór Reynisson í 85cc karlaflokki, Signý Stefánsdóttir í opnum kvennaflokki og, Gunnlaugur Karlsson í MX2.

 

Á myndinni má sjá Valda sigra 3ja moto-ið en takið eftir á bakvið hann er Raggi. Aðeins munaði 0.16 sekúndum á þeim á marklínunni. Frábær lokasprettur hjá Ragga en dugði ekki alveg.

Upplýsingar fengnar af heimasíðu VÍK www.motocross.is.

En ég vona að það sé sumarfríum um að kenna að ekkert er að finna um þetta mót á motocross-linknum hjá MBL.is  undir íþrótta fréttir 

 Mig langar að benda á nýju Motocross brautina í Mosfellsbæ og hér fyrir neðan er myndband af brautinni sem Eysteinn Jóhann Dofrason gerði og sá hann að mestu um framkvæmdir á brautinni samkvæmt mínum upplýsingum. sjá einnig www.motomos.is 

 


Derrick til Chicago

Chicago Bulls valdi Derrick Rose í nýliðavali NBA deildarinnar.

Derrick RoseHaft eftir John Paxon talsmanni Chicago Bulls, um Derrick Rose sem er heimamaður í Chicago.

"In this league, point guards are really hard to find," Bulls EVP of Basketbalrosel Operations John Paxson said after making the pick. "He's got a strength about him that most guards don't have in this league at that position. He's got a great burst and he's very fast with the ball. I think he's going to make other players better, and I think he'll give us some leadership abilities as he goes on that we really need. For us, it was the right pick." Rose visited the Bulls for a private workout on June 19-two days after Michael Beasley was in town-and wasn't shy about his desire to play for his hometown team.

 

Næstu menn í nýliðavalinu.

1. CHI -- Derrick Rose

2. MIA -- Michael Beasley

3. MIN -- O.J. Mayo

4. SEA -- Russell Westbrook

5. MEM -- Kevin Love

6. NYK -- Danilo Gallinari 


Það er ennþá gott að búa á Íslandi.

Morgan Tsvangirai hefur tilkynnt að hann sé hættur framboði til Forseta Simbabwe. Grunaðir 461082Bstuðningsmenn stjórnarandstöðunnar hafa verið handteknir, pintaðir og fjölmargir myrtir í því ágæta landi sem of er nefnd sem matarkista Afríku, Simbabve.

Sem minnir mig á að Nýlega tilkynnti Ástþór Magnússon friðarsinni að hann hyggist halda friðinn á Íslandi og valda ekki óþarfa usla í kringum Forsetaembættið okkar, og ákveðið á eigin spýtur að hann hyggist ekki fara í framboð og mun hann því ekki verða forseti okkar á þessu kjörtímabili.

Ég sé fyrir mér að Ástþór hafi gefið undan þrýstingi frá sérsveitum Björns Bjarnasonar sérlegs stuðningsmanns okkar ástkæra Forseta, Ólafs Ragnars Grímssonar.   olafur-ragnarcnn-2008

Ólafur Ragnar Grímsson var umdeildur stjórnmálamaður, en hefur staðið sig vel í Forseta embættinu og mig grunar að hann líti á sig sem þann ljóshærða úr norðri sem á að  færa heiminum frið í spádómum Nostradamusar. Ég hélt á tímabili að það gæti verið Ingibjörg Sólrún. Nú sé ég að það er Gillz (Egill Einarsson)sem í umboði Barða Jóhannssonar sem mun færa heiminum frið í formi tónlistar og gleði. Ég geri nefnilega fastlega ráð fyrir því að Íslendinga sið að Nostradamus hafi átt við Ísland, vegna þess að við erum jú miðja alheimsins.

Í mogganum í dag 23 júní er frábær grein eftir Smára McCarthy "Við vitum hver þú ert".

Sem fjallar um  þá staðreynd að við erum ekki svo frjáls lengur. Sjálfviljug notum við debet/kredit kort sem skráir niður okkar venjur, neyslu og ferðir, við erum mynduð í bak og fyrir hvar og hvenær sem er oftast án vitundar. Þetta getur verið jákvætt og neikvætt eftir því við hvern er talað.

þetta gæti hjálpað til, eða ekki við skrif á eigin ævisögu, að fara nú ekki með neinar ýkjusögur eða rangar staðsetningar t.d. Nú ekki er það svo sem líklegt að þú fáir afrit af öllum gögnum frá ríkinu til að minna þig á hvað þú varst að gera og hvenær!

Verndun persónu upplýsinga er nefnilega vandmeðfarinn, og fæstir vakandi yfir því hversu gríðarlegt magn af upplýsingum eru skráðar á degi hverjum um líf þeirra.  Stóri bróðir - 1984

Segjum svo að þú ætlir að líftryggja þig og þú svara spurningunni um áfengi að þú drekkir mjög hóflegt magn, sama ár og þú áttir stórafmæli! Reikningurinn á kortinu segir að árið ???? hafir þú eitt hátt í hálfa milljón í áfengi.... þú þarna hófdrykkjumaður.  

 

Fyrir svona blogg vitleysu ætti ég t.d. á hættu að vera fangelsaður í hinum ýmsu ríkjum heimsins jafnvel USA sem ekki er lengur svo mikið, land of the free!

Það er verið að banka... afsakið augnablik á meðan ég fer til dyra, það er lögreglubíll (bílar) í innkeyrslunni..............

 footer_hand.png

 

 

 


mbl.is Tsvangirai hættur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármál almennings.

Ég hef eins og svo margir áhuga á að bæta nýtingu þeirrar innkomu sem atvinnan gefur hverju sinni.

Eins hef ég verið þeirrar skoðunar að kennsla í meðferð peninga/fjármagns eigi að byrja í barnaskóla og eigi ekki að vera eingöngu í höndum Banka eða á efri stigum náms.

Á mínu æskuheimili var ekki mikið rætt um peninga og fjármál þó að sparibaukurinn hafi verið til staðar og við systkinin hvött til að nota hann, þá náði það ekki mikið lengra.

Nú í síðustu viku fór ég með son minn sem er að verða sautján ára og stefnir á bílakaup til Ráðgjafa í bankanum okkar og þar fræddumst við feðgar saman um ýmislegt tengt sparnaði og fjármálum.

Og ekki er vanþörf á smá fræðslu eins og umræðan er í dag.  m5.is

Þessi ágæti ráðgjafi gaf okkur upp þessa heimasíðu með ýmsum upplýsingum og fróðleik um fjármál, sem á að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á! EKKI BARA FYRIR SÉRFRÆÐINGA!

Heldur mig og þig! www.m5.is

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Maí 2024

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband