Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Hér er smá upprifjun vegna fréttar á mbl.is þann 26.2.2009.
Þar kemur fram að móðurfyrirtæki Stöðvar 2 (þá 365) náði áframhaldandi samningum um útsendingarrétt á Enska boltanum.
Og fékk Stöð 2 sem sagt lækkað verð á pakkann vegna breyttra aðstæðna!
Ég velti fyrir mér hvort að Stöð 2 Sport 2 lækki verð til viðskiptavina sinna í samræmi við það?
Enski boltinn áfram hjá 365 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 6.8.2009 | 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Meira af Textavarpi RÚV:)
Ég fann ekkert um þetta mál á mbl.is eða visir.is enda hafa símafyritækin sjálfsagt sagt þessum fjölmiðlum að auglýsingum myndi fækka eða eitthvað í þá veruna!
á Digital öld Þá leifa þessi fyrirtæki sér að rukka fyrir hverja mínútu sem byrjuð er í samtali þó að það sé aðeins ein sekúnda! Sum eru reyndar með 10 sekúndna reglu. En á tímum digital þá væri hægast að keppa um að vera með þetta hárnákvæmt eins og í keppnishlaupi!
Símtalið varaði í 1 mínútu 09 sek og 23 sekúndubrot.
Ég á erfitt með að finna góða samlíkingu við vörusvik eins og þessi.. en kannski í þessa veru:
Þú ferð í Kjötborð og kaupir 2 sneiðar af kjöti og borgar fyrir allann vöðvann! Sanngjarnt ekki satt!
Eða þá að þú kaupir vöru í reikningsviðskiptum og sölumaðurinn/eigandinn bætir svo á reikninginn eins og honum sýnist.........hhuummm!!! Enginn líking þetta er nákvæmlega það sem þeir gera!
Það er a.m.k. ekki hægt að saka þessi fyrirtæki um góða þjónustulund við viðskiptavini sína.
Nú er mikið talað um siðferði í stjórnmálum og reyndar líka í viðskiptum en ekki hjá Símafyritækjum.
En hér er fréttin orðrétt af Textavarpi RUV:
Dulin verðhækkun á símtölum
Síminn, Vodafone og Tal rukka viðskiptavini sína fyrir hverja byrjaða mínútu símtals úr farsíma.
Á símreikningi frá þessum fyrirtækjum telst símal því aldrei styttra en ein mínúta. Þetta þýðir að viðskiptavinir þessara fyrirtækja borga nú að meðaltali fyrir 30 ónotaðar sekúndur í hverju símtali. Í tilkynningu frá PFS segir að fyrir mars hafi Síminn og Vodafone rukkað fyrir hverjar byrjaðar 10 sekúndur. Þá hafi verið borgað að meðaltali fyrir 5 ónotaðar sek. í hverju símtali. Neytendur eigi erfitt með átta sig á þessu miðað við þær upplýsingar sem þeir hafi. Því megi segja að þetta sé dulin verðhækkun miðað við almennar verðskrár. Nova rukkar fyrir hverjar byrjaðar 30
Viðskipti og fjármál | 22.4.2009 | 10:07 (breytt kl. 10:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á Textavarpi RÚV fann ég þessa grein um Vatnsskort í heiminum.Frekar ógnvekjandi frétt sem vekur upp margar spurningar!
Vatn á þrotum í heiminum. Vatn hefur minnkað stórlega í stærstu fljótum heims síðustu áratugi. Þetta hefur alvarleg áhrif á aðgang milljóna manna að drykkjarvatni að mati bandarískra vísindamanna. Þetta eigi við Gulafljót í Kína, Ganges á Indlandi og Colorado ána í Bandaríkjunum, sem fari þverrandi og margar aðrar helstu ár sem sjá stórum hluta mannkyns fyrir ferskvatni. Tímabundin rennslisaukning sé þó í nokkrum fljótum eins og Brahmaputra og Yangtze í Kína vegna mikillar bráðnunar jökla í Himalayafjöllum, sem leiði til vatnsskorts í náinni framtíð.
af textavarpi RUV.
Íslenska vatnið sem við leifum að renna mjög frjálslega úr krananum, er mjög dýrmætt.
Það er nokkuð ljóst að það verður ásókn í þetta frábæra vatn.
Viðskipti og fjármál | 22.4.2009 | 09:39 (breytt kl. 09:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú þrengist hringurinn verulega um þá sem komu fjármálahruninu af stað á Íslandi!
Það er ekkert "skrýtið" að engir sökudólgar hafi fundist... ennþá.... breyttu sér bara í geitur eða jafnvel önnur húsdýr hvað veit maður hvað svona útsmogið fólk er fært um:)
Annars er bara nokkuð gaman að fylgjast með úr fjarska hvað fólk er orðið mótmælaglatt á Íslandi, jafnvel farið að mótmæla mótmælendum.
En uppúr stendur þó hvað spillingin er farinn að skríða upp á yfirborðið og vandræðalegir pólitíkusar reyna að bjarga eigin skinni.
Almúginn má eiga sig eins og endranær og fær ekki einu sinni skuldbreytingar í Bönkunum þó að þeir séu nú í eigu ríkisins.
Pólskur kunningi minn sem vann með mér, sagði að Þingmenn í Póllandi mættu ekki eiga í fyrirtækjum eða vera fjárfestar í verkefnum tengdu Pólska ríkinu, hef á tilfinningunni að það hafi gleymst að skoða svoleiðis siðferðisreglur á Ízlenska þinginu.
Þjófur breytist í geit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 24.1.2009 | 07:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nokkrir framtaksamir Íslendingar hafa komið af stað undirskriftasöfnun vegna hryðjuverkalaganna sem á okkur voru sett í Bretlandi.
Mig langar að taka þátt með því að minna á þessa síðu og benda fólki á að skrá sig og sýna samhug í verki!
Mikilvægt er að benda Bretum og öðrum á og leiðrétta þennan verknað til að takmarka skaðann, sem þegar er orðinn mjög mikill, svo vægt sé orðað.
Heimasíða hópsins: In Defence
Viðskipti og fjármál | 22.10.2008 | 14:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag er nokkuð aðgengilegt fyrir Íslenska Tónlistarmenn að bjóða Tónlist sína til sölu á Internetinu.
Ég hef talið upp nokkrar slíkar síður í fyrri bloggum, þar sem stofnkostnaður er lítill eða jafnvel enginn.
Þetta er hægt án þess að vera með stóra útgáfu á bak við sig. Þó er ekki verra að hafa gott bakland sem umboðsmaður eða útgáfa getur verið en ekki lengur nauðsynlegt.
Dæmi um sölu lags í gegnum AWAL sem nokkrir Íslenskir listamenn hafa gert og geta þá selt tónlist sína í gegnum iTunes t.d.
AWAL tekur 15% og iTunes 25-30% af hverju seldu lagi frá sjálfstæðum listamönnum sem er selt á 99 cent (1 usd) sem telst um það bil 112 krónum í dag. (var 60 kr fyrir ári). Hlutur Listamannanna er þá um 67-72 krónur, en 45-50 krónur fyrir þjónustu AWAL og iTunes.
Þarna er tækifæri fyrir marga sem eru að búa til tónlist hvort sem það er til ánægju eða atvinnu!
Tónlist.is greiðir lagahöfundi heilar 8.0 kr fyrir lag sem er selt hjá þeim á 149.0 kr. Þetta eru tölur frá framkvæmdastjóra Tónlist.is, um árs gamlar tölur en ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um breytingu þar á frá STEF eða FTT. Sem sagt 141 kr af hverju seldi lagi heldur tonlist.is fyrir sig!
Á Amie street er verðmyndun með öðrum hætti, þar er nýtt lag frítt til þeirra sem eru fyrstir og hækkar svo eftir vinsældum upp í 99 cent en aldrei hærra. Þeir sem fyrstir eru geta líka nælt sér í smá hagnað með því að mæla með tónlist og ef hún nær vinsældum eiga þeir inneign til tónlistarkaupa. Þetta er sérstaða Amie Street sem hefur skilað þó nokkrum árangri.
Á Reverbnation er nú möguleiki að selja tónlist með kaupum á 35 usd pakka og í staðinn færðu tónlist þína inn á 10 stærstu tónlistar-sölusíðurnar á netinu iTunes, Rapsody, Amazon og fl.
Að auki er bónuspottur sem er 50% af auglýsingatekjum ReverbNation og skiptist hann eftir heimsóknum og fjölda spilaðra laga á síðunni þinni!
Ef þú sem sjálfstæður tónlistarmaður ætlar að selja tónlist þína á netinu, búðu þá til smá gjaldeyri í stað þess að gefa tónlist.is peningana og kynntu þér vel nýjan heim tækifæra á þessu sviði.
Íslendingar geta keypt Íslenska tónlist af flestum síðum nema iTunes. Til dæmis fékk ég nýju plötu Hraun á Amie street fyrir frekar lítið, frábær plata og ég vona að Hraun hafi fengið meira í vasann en hjá tonlist.is
Viðskipti og fjármál | 20.10.2008 | 12:46 (breytt kl. 18:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jun Mhoon, sérfræðingur í digital dreifingu tónlistar, talar hér um breytta veröld og algjöra umskiptingu valds í tónlistarheiminum, frá hefðbundnum útgefendum til auglýsingastofa, neytenda og eins listafólksins sjálfs í auknum mæli.
Mhoon segir einnig sínar skoðanir á því hvernig hann telur að ný kynslóð frumkvöðla hafa lykiláhrif á tónlistariðnaðinn í dag og hvernig iðnaðurinn muni verða í framtíðinni.
Sala tónlistar á netinu er sífellt að sækja á og minnkandi sala geisladiska allstaðar í heiminum hefur gríðarleg áhrif markaðinn, sem er að taka örum breytingum.
Hér á Íslandi sjáum við marga listamenn sjá um útgáfur alfarið á eigin vegum, ég tek Pál Óskar og Mugison sem dæmi um það. Eins ólíkir listamenn sem þeir erum segir líka til um hvað þessar breytingar eru víðtækar og ekki bundnar við neina ákveðna tónlistarstefnu.
Það hljómar kannski einkennilega en geisladiskar eru að teljast meira til kynningarefnis og fyrir safnara í stað þess að vera miðillin sjálfur til neytenda. Hljómsveitir sem halda tónleika eru líka með minjagripa og geisladiska sölu á tónleikastaðnum og allt snýst þetta um að komast nær neytandanum og ná eyrum hans, geisladiskurinn verður því æ meira einn af minjagripunum.
Í stað þess að kaupa heilan geisladisk er að verða mun algengara að fólk kaupi sér þau stöku lög af viðkomandi listamanni á netinu sem það langar í, jafnvel beint af heimasíðu listamannsins, beint inn á Ipod-inn sinn eða símann t.d!
Þeirri þróun er hvergi lokið og er bara rétt að byrja, því að stöðugt eru að koma fram nýir möguleikar og tækni fyrir listamenn að koma sýnum verkum á framfæri án þess að stórt útgáfufyrirtæki þurfi til. Hér koma til þessi smátæki eins og ipod spilarar, USB lyklar og símar sem gegna stærra hlutverki með hverjum degi sem líður.
Í dag er hægt að taka upp lag og koma því á netið, allt á nokkrum klukkustundum í stað þess að fara í bið eftir heildar útgáfupakka sem tekur lengri tíma, stundum mánuði.
Viðskipti og fjármál | 5.10.2008 | 15:19 (breytt kl. 15:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það er öfundsvert að búa á Íslandi en ekki fyrir fjármálaumhverfið. Hvergi taka Bankar almenning eins hressilega í þurrt rassxxxxð eins og hér á landi, svo vilja þeir íbúðalánasjóð burt af markaðnum!
Hér er bilið milli ríkra og fátækra vaxandi á ógnarhraða eins og annarstaðar í heiminum þrátt fyrir yfirlýstan vilja yfirvalda um allan heim að sporna við þeirri þróun.
Sjáum nú bara hversu auðvelt það var að hækka laun þeirra hæstlaunuðu í kerfinu á meðan barningur var að leiðrétta kjör Ljósmæðra sem þó fengu bara hluta leiðréttan!
Nú eru Læknar að hefja sýna baráttu fyrir bættum kjörum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Læknum og hjúkrunarfólki almennt. En ég hef áhyggjur af því að þessi launabarátta verði alltaf eins og pissukeppni hjá smástrákum í sandkassa, jú eru ekki flestir Læknar karlkyns... ennþá! Þá erum við kominn útí launamun kynjanna líka!
En ég ætlaði ekki þessa leið, ég ætlaði að tala um raunverulega ástæðu þess að við Íslendingar erum öfundsverðir sem er landið okkar og þau lífsgæði sem við höfum þess vegna, hrein náttúra, hafið, og ferska vatnið. Hér á öllum að geta liðið vel.
Mig langar aðeins að fara útí málefnin um hreina vatnið sem við látum renna óheft til að fá það aðeins kaldara (gleymdi að fylla klakaboxið)og förum ósparlega með. Nú er verið að reisa vatnstöppunarverksmiðjur víða og væntanlega eru miklir möguleikar í framtíðinni að selja Íslenskt hreint vatn og þá koma til væntanleg vatnalög.
Vatn er auðlind okkar allra en nú er kominn græðgiglampi í augun á ýmsum og hættan er sú að nokkrum góðum vinum verði afhent vatnsréttindin líkt og gert var með Bankana og svo framvegis......... Þetta er að verða svolítið fyrirsjáanleg sápuópera.
Vandamálið er og væntanlega verður, hann Hr Öfundur og vinkona hans Frk Græðgi.
Íslendingar öfundsverðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 21.9.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hún Berglind Elva systir mín sendi mér póst sem innihélt nokkrar myndir sem eiga erindi við alla.
Ég gæti trúað að það væri verið að minna okkur á að vera þakklát fyrir
það sem við höfum hér á klakanum :)
Áfram Ísland!
Viðskipti og fjármál | 16.8.2008 | 10:36 (breytt kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar verið er fjalla um heimsmarkaðsverð á olíu í fréttum er oft sagt að olíutunnan kosti þetta mikið. Þá er miðað við tunnu sem hefur að geyma 159 lítra af hráolíu. Tunnan kostar í dag tæpar 10.000- íkr. Eða um 63 kr á lítir.
Ég þekki ekki til við framleiðslu og hreinsun eða hvort að sá kostnaður sé allur eftir, en væntanlega er allur flutningskostnaður og þá önnur gjöld við innflutning eftir að bætast ofan á þetta verð.
Spá fram í tímann er ekki spennandi, en eftir 1 ár mun tunnan kosta c.a. 164 usd.
| ||||||||||
Crude Oil Price by OIL-PRICE.NET © | ||||||||||||||||||||||||||||||||
|
upplýsingar af Oil Price.net og hinum frábæra Vísindavef Háskólans.
Olían enn að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | 23.7.2008 | 10:27 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk