Færsluflokkur: Samgöngur

Sjúkrabílar í Rangárþingi

Heilsulandið Ísland. 

Sparnaður sparnaður.......Nú stendur fyrir dyrum skerðing á þjónustu Sjúkrabíla í Rangárþingi.

Þessi gjörningur á að hefjast þann 1 Júní. Þá verður einn Sjúkrabíll og einn starfsmaður sem á að sinna daglegum skyldum á dagvinnutíma. Í dag eru tveir bílar til taks og fjórir starfsmenn (á vöktum) sem eru til taks á bakvakt að loknum dagvinnutíma. Í stað þess á sjúkrabíll að koma frá Selfossi. Tölur segja að ferðir Sjúkrabíla í Árborg hafi stóraukist á síðast liðnum árum og þetta því væntanlegt viðbótarálag á þá þjónustu.

Þetta er með öllu óskiljanleg ákvörðun og forkastanlegt að lengja viðbragðstíma neyðarþjónustu með þessum hætti ! Rangárþing er stórt og íbúar dreifðir, að auki er í Rangárþingi ört vaxandi ferðaþjónusta og mikil aukning ferðamanna.

Lögreglan á svæðinu hefur líst yfir áhyggjum sínum af þessari skerðingu og skiljanlega uggur í heimamönnum! Þetta er þó ekki eingöngu mál okkar Rangæinga, mikil umferð er milli lands og Vestmannaeyja í gegnum Bakkaflugvöll og mun sú umferð væntanlega stór aukast með tilkomu Bakkafjöruhafnar, en Þar er nú þegar mikið af starfsmönnum í nokkuð áhættusömum störfum.

Um 400 börn í Rangárþingi öllu ferðast með skólabílum fram og til baka daglega við misgóðar aðstæður á veturna í löngum akstri.

Viðbragðstími Sjúkrabíla í Reykjavík hefur borðið á góma í samanburði en ég hef heyrt að æskilegt sé að Sjúkrabíll í Höfuðborginni sé kominn á staðinn innan 7-10 mínútna.

Sjúkrabíll sem á að koma frá Selfossi á Hvolsvöll (þar sem bílarnir eru nú staðsettir) fer 50 km leið á þjóðvegi 1. í forgangs-akstri og svo útí sveitirnar, það sjá allir hversu biluð þessi hugmynd er!

Ég er þó afskaplega glaður með það að íbúar Rangárþings hafa sjálfir ekki gefið upp von um "leiðréttingu" á þessu bulli. Og í dag er ört stækkandi grúppa á Facebook að mótmæla og greinilegt að almenningur er sammála okkur.

Vonbrigðin! Að ég finn ekkert um málið á svokölluðum "fréttavefjum" á Suðurlandi

Tengdir tenglar: 

Sjúkrabílar í Rangárþingi - mótmæli á Facebook

http://www.facebook.com/group.php?gid=71086386185&ref=share:

 

http://www.sudurglugginn.is/    

http://www.sudurlandid.is/

http://www.sudurland.net/ 


Svefnlaus á Selfossi

Nú er ég farinn að velta fyrir mér nýrri fyrirsögn á bloggsíðuna hjá Gumma og Þorbjörgu, þó að mér komi það ekkert við.

Er í dag "Sleepless in Seattle" sá frumlegi titill ...þar sem þau búa í Seattle:)

Nú verður flutt á Selfoss í alsgnægtirnar á Suðurlandi.

Velti fyrir mér góðum titli á síðuna og fannst þetta eitthvað svo sjálfsagt!

Svefnlaus á Selfossi. :)  álíka frumlegt:)


Hvað með forvarnir?

pills1.jpgÞessar fréttir um aukinn lyfjakostnað koma ekki mjög á óvart og væntanlega mun einnig bætast við kostnaður vegna kvíðastillandi, maga og jafnvel geðlyfja á næstunni vegna efnahagsástandsins.

Auðvitað eru sum lyf nauðsynleg, eftir því hvað við er að etja en oft hef ég á tilfinningunni að um skyndilausnir sé að ræða, þar sem ekki er alltaf raunveruleg þörf á lyfjum.

Oft verður úr lyfjavítahringur sem erfitt er við að eiga. Lyfjaframleiðendur eru duglegir að koma með auðseldar lausnir á þessum sviðum en ekki jafnáhugasamir um lausnir og rannsóknir á sjaldgæfum sjúkdómum.

Ef áhugi er hjá stjórnvöldum að lækka þennan lyfja kostnað þá er ekki langt að leita.  hestar01.jpg

Útivist, Íþróttir, Tónlist og önnur heilsusamleg áhugamál fólks verði gert hátt undir höfði og skattur lækkaður eða afnuminn á vörur og þjónustu sem tengist heilsufari, andlegu sem líkamlegu.

Það er sem betur fer góð dæmi um árangur sem flestir þekkja, og ég get nefnt dæmi sem tengist mér, kona sem var að taka lyf á lyf ofan við kvíða, þunglyndi, svefnleysi, blóðþrýstingi o.f.l. Þessi vinkona var hreinlega búinn að loka sig af og fór varla úr húsi.

action_2.jpgHún fór eftir smá hvatningu að stunda sundleikfimi og hefur gert í nokkur ár, smátt og smátt hefur hún minkað lyfjaskammta og jafnvel hætt sumum lyfjum alveg, í samráði við sinn lækni, sem hefur sýnt þessu mikinn áhuga, enda er stór munur bæði andlega og líkamlega að sjá hjá henni.

Nú er hún hinsvegar í smá vanda þar sem bankinn er ekki jafngreiðvikinn og áður og hún á ekki fyrir sundtímunum!   

En það þarf einfaldlega að byrja snemma og nú eru ekki eru allir fyrir Íþróttir. Þess vegna þarf aðsport.jpg huga að fleiri tómstundum og áhugamálum sem líka halda uppi betri heilsu á einn eða annan hátt.

memorialdayconcert_full.jpgBörn sem stunda Tónlistarnám eða aðrar Listgreinar þurfa líka sín tækifæri og kostnaður á þeim sviðum getur verið mikill.

Ég hef mikla trú á því að ef fólki er gert kleyft að stunda Heilsurækt, andlega og líkamlega frá unga aldri þá komi það í stað svona gríðarlega mikillar lyfjaneyslu að stóru leiti.

 

 


mbl.is Lyfjakostnaður TR eykst um 14%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Syngja á Ensku! Listamönnum er mismunað!

Ég get vel tekið undir það með Andreu Jóns að fleiri mættu syngja á Íslensku, ef þeir gera það vel og með góða texta.

En ég get ekki fallist á það eins og það er í dag hjá flestuice2 dagskrárgerðafólki og útvarpsstöðvum að spila 99% tónlist á Ensku og segja svo að Íslendingar eigi að syngja á Íslensku!

Hvaða skilaboð eru það til Íslenskra lagahöfunda? 

Ég hef leikið mér við lagasmíðar frá unglingsaldri og hef samið lög nánast alfarið með textann á ensku, þrátt fyrir að uppáhalds höfundar mínir séu rammíslenskir og heita flestir Magnús. Maggi Eiríks, Magnús Þór Sigmunds, Magnús Þór(Megas)o.f.l.... t.d.

Dísa á Íslensku og EnskuEkki það að mig langi ekki að semja eða fá Íslenska texta við lögin mín. Heldur fara lélegir Íslenskir textar meira í taugarnar á mér en "sæmilegir" enskir textar.

Ég er með tvo Íslenska texta við óútgefin lög mín sem ég er ánægður með og þeir eru eftir Andreu Gylfa og Friðrik Sturluson ég veit þó að ég get gert ágætis texta sjálfur, þetta hefur víst eitthvað að gera með þolinmæði þröskuldinn:)

Ég hef sem sagt leitað til mjög góðra textahöfunda til þess að ég sé sáttur við heildar lagið.

það sama á við um ensku textana ég hef leitað til fagmanna til að leiðrétta málfarsvillur og jafnvel klára mína ensku texta en framboðið af enskum textum er margfalt meira.

Eins á ég erfitt með að venjast lagi upp á nýtt á nýju tungumáli, gott dæmi er Serbian flower (Serbinn). Bubbi er flottur og hefur hans tónlist hefur haft mikil áhrif á mig í gegnum tíðina en hann hljómaði ekki sérlega vel á ensku í mínum eyrum.   4naglar


Ég hef ekki ennþá rekist á þátt í Íslensku útvarpi ennþá sem gerir út á það að finna og spila nýja Íslenska tónlist
nema það sé kannski á næturvöktunum!

Þá á ég ekki við bara eitt og eitt lag inn í dagskrárgerð heldur þátt fyrir nýja Íslenska tónlist óháð tungumáli og tegund, hvað þá tengingum í menningarmafíunni  

Það virðist vera miklu mikilvægara að spila útlendinga á ensku og mæra þá. í stað þess að íslenskir fái hvatningu til að koma sér á framfæri hérlendis. Kannski er það ástæða þess hversu margir flytja sín lög á ensku? Þeir eiga meiri möguleika á athygli erlendis fyrst til að fá spilun hér heima!!!!! klikkað en......

Ég hef aldrei fengið alvöru spilun á lagi hér á landi en í USA og þá sérstaklega Canada hef ég fengið einhverja athygli og spilun, ég er ekki með starfandi hljómsveit, og hefur mér verið sagt að það myndi opna dyr í Íslenska útvarpið, en af hverju fæ ég þá spilun annarstaðar án þess að vera með hljómsveit! 

En mig langar að lokum koma á framfæri þökkum til IMX (Icelandic Music Export) og vekja athygli á því að þar sé vettvangur og aðstoð til að koma sér á framfæri erlendis

En hver veit kannski á Porterhouse eftir að spila á Íslandi fyrir Íslendinga á Íslenzku:)

portbanner


mbl.is Of margir syngja á ensku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband