Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008
Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir ekki koma til greina að missa bankana úr landi. Hann segir ríkisstjórnina vinna hörðum höndum að því að styrkja starfsumhverfi bankanna. Viðskiptaráðherra segir það jákvætt að íslenska ríkið haldi hæstu einkunn hjá matsfyrirtækinu Moody's en þar sé einnig bent á að það kunni að breytast.
Ráðherra segir að nú fari hópur á sínum vegum yfir það hvort fyrirtæki geti gert upp og skráð hlutabréf sín í erlendri mynt. Þá verði skoðað hvað sé hægt að gera til að bregðast við því að íslenska myntsvæðið sé að verða of lítið, haldi bankarnir áfram að auka umsvif sín.
Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, sagði í Útvarpsfréttum í gær að niðurstaða skýrslu matsfyrirtækisins Moody's væri sú að það myndi draga úr skilyrtum ábyrgðum ríkisins ef bankarnir drægju saman seglin í útlöndum eða flyttu höfuðstöðvar sína úr landi.
Ólafur segir að af þessu megi gagnálykta að vilji ríkisstjórnin ekki missa bankana úr landi verði hún að grípa til aðgerða til að styrkja starfsumhverfi bankanna; einkum á sviði gjaldeyrismála.
Allir bankarnir á athugunarlista
Allir þrír stóru íslensku bankarnir eru nú á athugunarlista matsfyrirtækisins Moody´s vegna hugsanlegrar lækkunar á einkunn þeirra. Bankarnir, Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn, hafa allir langtímaeinkunnina Aa3 fyrir lánshæfi og einkunnina C fyrir fjárhagslegan styrkleika.
Kaupþing hefur verið á athugunarlista frá því bankinn tilkynnti um yfirtöku á NIBC bankanum í júlí og eftir að tilkynnt var í morgun að þau kaup væru úr sögunni tilkynnti Moody´s að Kaupþing yrði áfram á listanum. Slök afkoma bankanna í lok síðasta árs og horfur um erfiðleika á mörkuðum á næstunni eru helstu forsendur þessarar ákvörðunar Moody´s.
Fjögur atriði eru talin í tilkynningu Moody´s, sem skoðuð verða hjá öllum bönkunum. Í fyrsta lagi öryggi tekna þeirra í ljósi erfiðra aðstæðna á mörkuðum, þá áhrif hærra skuldatryggingarálags sem er íþyngjandi fyrir bankana á fjármögnun þeirra, í þriðja lagi þróun gæða eigna bankanna með tilliti til hins ótrygga ástands sem nú ríki á íslenska hlutabréfamarkaðnum og loks þróun lausafjárstöðu bankanna með tilliti til markaðsaðstæðna.
Um leið og fyrrgreind atriði eru til athugunar var staðfest af Moody´s að skammtímaeinkunn þeirra væri staðfest. Um alla bankana þrjá gerir Moody´s ennfremur þá athugasemd að viðskiptamódel þeirra hvíli að stórum hluta á fjárfestingabankastarfsemi og fjármálamörkuðum sem verði hvort tveggja krefjandi starfsemi næsta árið.
Um Glitni er sú athugasemd að enn standi yfir breytingar á eignarhaldi bankans og samruna við fyrirtæki á norræna markaðnum sé ekki lokið með tilheyrandi stefnubreytingum við samrunann.
Landsbankinn fær þá athugasemd að óvissa tengist nýjum netbankainnlánum bankans erlendis en þau jukust gríðarlega í fyrra og standi undir fimmtungi af fjármögnun bankans. Moody´s lýsir áhyggjum af því hve stöðug slík fjármögnun sé. Moody´s segir í tilkynningu sinni að niðurstöður athugunar á bönkunum eigi að liggja fyrir innan mánaðar.
Af fréttavef RUV.
http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item188770/
Viðskipti og fjármál | 31.1.2008 | 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gott framtak hjá pilti!
Nokkrar staðreyndir um UNICEF
- UNICEF eru stærstu barnahjálparsamtök í heimi og sem slík leggjum við áherslu á að ná til allra barna.
- UNICEF sinnir bæði langtíma þróunarverkefnum og neyðaraðstoð.
- UNICEF eru leiðandi í bólusetningum og er bólusetur um 100 milljón börn ár hvert. Talið er að það bjargi lífi 2,5 milljónar barna um allan heim.
- UNICEF er einn stærsti kaupandi malaríuneta í heiminum í dag. UNICEF hefur þrefaldað kaup á netum á aðeins tveimur árum - frá 7 milljónum neta árið 2004 til næstum 25 milljóna neta árið 2006. Malaríunet er besta forvörnin gegn malaríu.
- UNICEF er sjálfstæð stofnun innan Sameinuðu þjóðanna og sem slík er hún ekki á föstum framlögum frá Sameinuðu þjóðunum.
- UNICEF treystir eingöngu á frjáls framlög einstaklinga, fyrirtækja, félagasamtaka og ríkisstjórna.
- UNICEF eru algjörlega ópólitísk samtök og vinnur með stjórnvöldum, frjálsum félagasamtökum og fleiri aðilum í hverju landi fyrir sig.
- Fjármunum UNICEF er ráðstafað eftir því hvar þörfin er mest hverju sinni. Þegar þörf er metin er meðal annars tekið tillit til tíðni ungbarnadauða og þjóðartekna í tilteknu landi en einnig er litið til hversu mörg börn eru vannærð, hversu mörg börn þurfa á bólusetningum að halda, hve mörg börn eru munaðarlaus vegna HIV/alnæmis og hve stór hluti íbúanna hefur ekki aðgang að hreinu vatni.
- Heildarútgjöld UNICEF árið 2006 voru 2.343 milljónir bandaríkjadala. Af þeim fóru 97% í verkefni fyrir börn í þróunarlöndunum. Við erum stolt af því að aðeins 3% fjármagnsins fór í skrifstofukostnað og stjórnsýslu sem talin er nauðsynleg til að tryggja yfirsýn með verkefnum, opið bókhald og aukna fjáröflun.
- Árið 2004 bættist UNICEF Ísland í hóp 37 landsnefnda sem voru starfandi á vegum UNICEF, en þær sjá um fjáröflun og fræðslu um UNICEF og réttindi barna.
Upplýsingar af vef UNICEF http://www.unicef.is/
Íslandsmet? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 31.1.2008 | 10:13 (breytt kl. 11:43) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki kannski alveg.
En ég var staddur um borð í gamla, gamla Herjólfi þegar gosið hófst.
Ég hef bara frásögn foreldra minna og ættingja til að vitna í, ég var á öðru ári og var að flytja til Vestmannaeyja með foreldrum mínum.
Foreldrar mínir hafa sagt okkur frá því þegar einn úr áhöfninni kom í klefann og vakti þau með þessum fréttum að Eldgos væri hafið í Heimaey.
Pabbi hafði þá á orði við mömmu að honum væri nú sama þó að menn væru að staupa sig, en þeir ættu nú að láta farþegana í friði.
Pabbi var með ferðaútvarp og þó að ekki hafi verið næturútvarp á þeim tíma þá datt honum í hug að kveikja á því. Ef eitthvað væri til í þessu þá væri örugglega neyðar útvarp í gangi, sem var og þetta því staðfest.
Það merkilega er þó að Herjólfur sem var bara lítill koppur í þá daga hélt áfram til Eyja og þegar þangað var komið þá var okkur víst sagt að bíða á Illugagötunni hjá ættingjum okkar.
Við yrðum látinn vita hvenær yrði farið til baka upp á land!
Síðan gerist það að Herjólfur sést sigla frá Eyjum án þess að við vorum látin vita, með búslóð foreldra minna.
Og síðar erum við send með flugvél frá varnarliðinu til Reykjavíkur.
Pabbi fór aftur til Eyja og var við hreinsunarstörf. Hann hefur alltaf verið mikill "ljósmyndakall" og á mikið af glæsilegum myndum frá þessum tíma.
35 ár frá gosinu í Heimaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 23.1.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég rakst á grein um fjármálageirann á heimasíðunni http://www.makepovertyhistory.org
Þetta er nú sennilega ein dekksta hliðin á fjárfestum, ég vona það í það minnsta.
En það á svo sem ekkert að koma manni á óvart lengur!
Vulture funds (Hrægamma-sjóðir) eru einkafyrirtæki sem kaupa upp skuldir fátækra þjóða og fara síðan í mál og innheimta síðan með fullri hörku til að hámarka gróðann!
Eitt slíkt fyrirtæki sem heitir Donegal International fór í mál við Zambíu.
Skuld sem þeir keyptu fyrir $3.3 milljónir var upphaflega $15.0 milljónir.
Donegal International fór fram á $55 milljónir frá Zambíu fyrir Dómstól í London.
Sú kröfu upphæð var tilkominn með vöxtum og kostnaði. Zambía svaraði fyrir sig í réttinum og lækkaði dómarinn upphæðina á endanum í $15.5 milljónir.
Zambía er land sem þarf á öllum sínum fjármunum að halda og þessir peningar hefðu þurft að fara í kennara, lækna og vatnsbirgðir.
Nánari upplýsingar má finna hér: http://www.jubileedebtcampaign.org.uk/?lid=2893
Viðskipti og fjármál | 23.1.2008 | 11:33 (breytt kl. 11:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta framtak Einars Bárðarsonar er til mikillar fyrirmyndar.
Einar er sennilega sá eini sem sá þessa velgengni fyrir, þó auðmjúkur sé.
Ég veit að þarna kemur að fjöldi listamanna og starfsfólk í kringum svona tónleika sem ber öllum að þakka.
Gaman að sjá allt þetta er fólk sem gefur af sér á þennan hátt!
25 milljónir á níu árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 21.1.2008 | 03:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ísraelar eru langþreyttir á skærum frá Palestínumönnum sem er skiljanlegt. Svo að þeir byggðu vegg að ég hélt til að vernda sjálfa sig.
En svo kom í ljós að þessi veggur er byggður a.m.k. á stórum hluta eingöngu á Palestínsku landi (Palestína er báðum megin veggsins)! Svo að bóndi er klipptur frá ræktunarlandi sínu t.d.
Ég á kunningja sem er Ísraeli og fluttist(hraktist) til Bandaríkjanna út af ástandinu.
Hann vill ekkert ræða þetta of mikið en glöggt má heyra að hann er ekki stoltur af samlöndum sínum og ungafólkið í dag er ekki jafn ginkeypt fyrir pólitískum áróðri eins og áður.
Internetið hefur gefið fólki meiri aðgang að upplýsingum en pólitíkusar á svæðinu hefðu kosið.
Stór hluti yngri kynslóða í Ísrael kennir landnámi Ísraela um hvernig staðan er í dag og mjög þreytt á ástandinu.
Þetta unga fólk hefur áttað sig á því að Ísraelar og Palestínumenn þurfi að læra að lifa saman og það er vilji meðal almennings til þess!
Því miður er þetta að miklu leiti ennþá í höndum gamalla pólitíkusa sem viðhalda áratuga löngu ástandi.
Þegar Jesú kenndi "fyrirgefningu" og "hinn vangann" þá voru Ísraelar fyrir löngu orðin Guðs útvalda þjóð. Svo að hans kenningar hafa aldrei verið hluti af Gyðingatrú og þeir vilja sem minnst um hann heyra.
En þessi út úr dúr er bara til að fólk átti sig á að á Vesturlöndum eru flestir Kristnir og því höfum við takamarkaðan skilning á þessari deilu sem hefur staðið í yfir 40 ár!
Ef Jesú Kristur hefði fæðst í Belgíu þá værum við sennilega ekki að skipta okkur af þessu frekar en Rúanda og Mjanmar.
Rafmagnsleysi á Gasa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.1.2008 | 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Það var virkilega gaman að horfa á Landsleikinn í dag við Slóvakíu.
þrátt fyrir að það færi smá Svíafiðringur um mann í byrjun seinni hálfleiks.
Fyrri hálfleikurinn var ákaflega sætur og liðið á greinilega mikið inni!
Eina sem ég saknaði var að skytturnar létu vaða á markið!
Það virðist svolítill samhljómur hjá fyrirliðum okkar, bæði í handboltanum og fótboltanum þeim Ólafi Stef og Eiði Smára.
Þeir eru bara kannski of góðir til að hinir fylgi með sem lið?
Liðsheildin virkaði allt önnur í dag!
Áfram Ísland!
Alfreð: Frábær fyrri hálfleikur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 19.1.2008 | 21:45 (breytt kl. 21:46) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Robert James Fischer eins og hann hét fullu nafni var fæddur 9.mars árið 1943. Hann hefði því orðið 65 ára gamall á þessu ári.
Blessuð sé minning hans.
Frægasta skák einvígi sögunar hófst formlega 1. Júlí árið 1972 í Reykjavík.
þá tefldi Fisher gegn Boris Spassky og sigraði einvígið og Þar með krýndur nýr heimsmeistari í skák.
En þetta var í fyrsta skipti síðan 1948 sem skákmaður utan Sovétríkjanna hafði unnið sér rétt til að tefla um Heimsmeistaratitilinn.
En hér að neðan er stiklað yfir sögun og einvígið í stórum dráttum.
Opnunarhátíðin var áætluð í Reykjavík þann 1. júlí 1972 en á þeim degi var Robert Fisher ekki staddur á Íslandi.
Fisher hafði ekki undurritað nein skjöl um þátttöku og krafðist þess að verðlaunaféð fyrir sigurvegarann yrði hækkað frá þeim 125.000 dollurum og eins takmörkun á sjónvarpsmyndavélum.
Stóra spurningin var hvort að það yrði nokkuð mót!
Skákeinvígi aldarinnar átti að hefjast 2.júlí, en gerði ekki. Fisher hafði ekki látið sjá sig og tvisvar hætt við að fara um borð í Loftleiðavél fyrr í vikunni, tími, þrýstingur og ljósmyndarar höfðu hrakið hann aftur til New York eftir stutta viðkomu á Kennedy flugvelli.
Þá tilkynnti Bobby Fisher að hann vildi halda 30% af aðgangseyrinum fyrir hann og Spassky. Það áttu Íslenskir erfitt með að sætta sig við enda átti sú innkoma að fara í kostnað við mótshaldið.
Aðstoð úr óvæntri átt.
Þá birtis skyndilega James Slater, Breskur Skák-skipuleggjandi og fjárfestir og bauð fram 125.000 dollara fjárframalag til viðbótar verðlaunafénu frá Íslenska Skáksambandinu, og setti upp 156.250 dollara fyrir sigurvegarann og 93.750 dollara fyrir þann sem tapaði.
En jafnvel þó um met verðlaunafé væri að ræða lét Bobby ekki sjá sig í Reykjavík, en þetta var mun meira en aðgangseyririnn hefði orðið.Hver sem ástæðan var þá þurfti Bill Lombardy aðstoðarmaður Fishers og Lögmaður hans Paul Marshall að beyta hann þrýsting klukkustundum saman til að taka þátt í einvíginu.Fisher var kominn til Reykjavíkur 4. júlí. Hann bað Spassky, Max Euwu Forseta FIDE og mótshaldara afsökunar á því að missa af Setningar athöfninni.Fyrsta skák hófst 11 júlí.Af fimm skákum sem höfðu verið tefldar fyrr milli Fisher og Spassky var staðan 3 sigrar hjá Spassky og tvö jafntefli.Við upphaf mótstíma setti Skákdómarinn Lothar Schmid klukkuna af stað og Spassky lék 1.d4, en Fisher var hvergi sjáanlegur í Laugardagshöll.Sjö langar mínútur liðu þar til Fisher var mættur. Hann tók í hönd Spasskys og settist að tafli. Skákeinvígi aldarinnar hafði loksins hafist.Á 29 leik, í jafnteflisstöðu náði Fisher eitruðu peði og skildi Biskup eftir í gildru. Leikur sem flestir sterkir skákmenn hefðu hafnað samstundis.
Fkák1 : Spassky - Fischer |
eftir 29...Bd6-h2(xP) |
Fisher missti af jafnteflisleik rétt fyrir hlé, en í annarri hrinu daginn eftir yfirgaf hann mótsvæðið í 30 mínútur til að mótmæla nærberu sjónvarpsmyndavéla, þegar hann kom aftur gaf hann leikinn eftir 56.leik.
Þá um kvöldið sendi Fred Cramer starfsmaður Bandaríska Skáksambandsins bréf til Schmid og krafðist þess að sjónvarpsmyndavélar yrðu fjarlægðar og að áhorfendum ekki leyft að sitja á fremstu röðum í salnum.
Chester Fox Bandarískur viðskiptajöfur sem hafði tryggt sér sjónvarpsréttinn mótmælti sagði að myndavélarnar væru nauðsynlegar til að fjármagna keppnina.
13 Júlí þegar klukkan var sett í gang var Fisher hvergi sjáanlegur, Fox sættist á að myndavélarnar yrðu fjarlægðar fyrir þennan leik. Fischer samþykkti að tefla ef klukkan yrði still upp á nýtt. Schmid neitaði og eftir klukkustunda dæmdi hann leikinn tapaðan fyrir Fisher.
Þvert á væntingar þá yfirgaf Fisher ekki Ísland eftir þessa uppákomu. Var það símtalið frá Henry Kissinger sem hann fékk, eða fjöldi símhringinga og skeyta frá aðdáendum um allan heim?
Einvígið hélt áfram 16 Júlí
Þriðja skákin markaði tímamót og var í fyrsta skipti sem Fisher vann Spassky.
Skák 3 : Spassky - Fischer |
eftir 41...Bf5-d3+ 0-1 |
Í fjórðu skák voru báðir mættir, en engar sjónvarpsvélar. Spassky hóf leik með harðri sókn en Fisher varðist vel og endaði með jafntefli.
Skák 4 : Fischer - Spassky |
eftir 21...h7-h5 |
Fischer vann fimmtu skák með klókri fléttu. Staðan í einvíginu var orðin jöfn og 2-0 forskot Spasskys orðið að engu.
Skák 5 : Spassky - Fischer |
eftir 27...Bd7-a4(xP) 0-1 |
Allan ferilinn var Fisher þekktur fyrir að opna með 1.e4. Hann segir um þetta í bók sinni My 60 Memorable Games, hann skrifar 'Best by test', í skrifum um þennan leik og ég hef aldrei leikið Drottningar peði fram í fyrsta leik, það er mín regla.
Í Skák 6 lék Fisher Drottningar peði fram í fyrsta skipti á ferlinum. Skákin hélt áfram í Tartakover útfærslu, sem Spassky hafði aldrei tapað, og endaði með glæsilegum sigri Hvíts. Eftir skákina slóst Spassky í lið með 1500 áhorfendum sem hylltu Fisher.
Sáu þið þetta? That was class.', sagði Fischer síðar um þátttöku Spasskys í klappinu.
Með þrjá sigra í síðust fjórum skákum var Fisher kominn á sigurbraut.
Skák6 : Fischer - Spassky |
eftir 38.Rf5-f6(xN) |
Skák 7 endaði með jafnteflis þrá skák þá að Fisher hefði tvö peð framyfir.
Skák 7 : Spassky - Fischer |
eftir 41.h3-h4 |
(lokastaða) |
Þegar í áttundu skák kom sætti Fisher sig við sjónvarpsmyndavélar með því skilyrði að þær væru í að minnsta kosti 45 metra fjarlægð. En fór jafnframt fram á það að upptöku lið Fox yrði skipt út.
Til að tapa ekki fjárfestingu sinni seldi Fox réttinn til ABC fyrir um 100.000 dollara
Í fimmtánda leik missti Spassky af skiptum, hvort sem það var af klaufaskap eða fórn, þá tapaði hann skákinni.
Skák8 : Fischer - Spassky |
eftir 15...b7-b5? |
Í stöðunni 5-3, tók Spassky hlé fyrir níundu skák. Þegar skákinn hófst þann 1. ágúst var orðið ljóst að Spassky var farinn að bugast undan stöðugum andlegum þrýstingi frá Fisher bæði utan sem innan skáktaflsins.
Eftir hvern leik stóð Spassky upp og fór afsíðis. Skákinn var stutt og endaði með jafntefli eftir 29 leiki.
William Lombardy aðstoðarmaður Fischers sagði seinna að hann hefði aldrei skilið þolinmæðina í Spassky yfir framferðið, þó að ekki væri fyrir nema eina skák.
Þegar Sovét menn sáu að Skákstjarna þeirra væri að tapa, gerðu þeir tilraun til að kalla hann aftur til Moskvu. En hann hafnaði því á forsendum Íþróttamanns.
Fischer vann tíndu skákina og malaði Breyer vörn Spasskys (9...Nb8) með snörpu Ruy Lopez afbrigði.
Skák 10 : Fischer - Spassky |
eftir 29.Rb1-d1 |
Í skák 11 náði Spassky að minnka bilið í 6 1/2 gegn 4 1/2, sigrar á móti Eitruðu Peði Fishers með afbrigði Najdorf Sicilian. Fischer fann ekki leið gegn mótleik Spasskys 14.Nb1 og tapaði.
Skák 11 : Spassky - Fischer |
eftir 21.a2-a3 |
Eftir erfitt jafntefli í tólftu skák vann Fisher þá þrettándu með föstum Hrók og fimm lausum peðum á móti Biskup og peði.
Skák 13 : Spassky - Fischer |
eftir 61.Be7-f8 |
Skák 14. Lauk með jafntefli í endatafli.
Skák 15. Hófs sama dag og Fox hóf málsókn og fór fram á 1.750.000 dollara í skaðabætur fyrir dómstólum í New York á hendur Bobby Fisher.
Lögmenn Fishers svöruðu um hæl að Fisher hefði engan samning né skyldur gagnvart Fox, lagaleg refskák hélt áfram utan einvígisins.
Skák 15. Var önnur Sikileyjarvörn, en Fischer forðaðist Eitrað Peð afbrigðið sem hann hafði tapað á í Skák 11. Hann missti þó peð snemma leiks en náði sterkri sókn og rétt missti af sigri.
Skák 15 : Spassky - Fischer |
eftir 38...Qf5-d5+ |
(38...Ka8 ætti að vinna) |
Spassky reyndi árangurslaust í sextándu skák að vinna með Hrók ásamt g og h peðum á móti Hróki og g peði. Fischer kvartaði aftur undan hávaða frá áhorfendum.
Þrjár fremstu raðirnar voru tómar í Skák 16.
Skák 17. Fisher fórnaði skiptingu en Spassky náði ekki að vinna þrátt fyrir betri stöð. Hann leyfði jafntefli með þrefaldri endurtekningu í byrjun síðari lotu.
Skák 17 : Spassky - Fischer |
eftir 21...Qc5-e5 |
Efim Geller aðstoðarmaður Spasskys sakaði Fischer um óeðlilegar og óhefðbundnar aðferðir til að trufla einbeitingu Spasskys. Þá um nóttina leitaði Íslenska Lögreglan að rafbúnaði ákeppnissvæðinu sem gæti truflað, en fundu aðeins tvær dauðar flugur í ljósabúnaði.
Skák 18. Báðir aðilar höfðu tækifæri á sigri. í 19 leik fórnaði Spassky Riddara en tókst ekki að sigra þrátt fyrir djarfa tilraun.
Skák 19 : Spassky - Fischer |
eftir 18.Nc3-d5(xP) |
Til að koma í veg fyrir að tapa Skák 20. Þá náði Fisher jafntefli með þrefaldri endurtekningu. Þetta var sjöunda jafnteflið í röð.
Skák 20 : Fischer - Spassky |
eftir 41.Nf2-d1 |
(lokastaða) |
Með 11 1/2 sigur gegn 8 1/2, þurfti Fischer sigur í Skák 21 til að sigra mótið.
Í jafnri stöðu klúðraði Spassky tvisvar í endatafli og var með tapaða stöðu í hléi.
Game 21 : Spassky - Fischer |
eftirr 18...c5-c4 |
Daginn eftir gaf Spassky skákina með símtali. Í fyrstu neitaði Fischer að samþykkja lögmæti þess og vildi vinna á hefðbundnu stigaspjaldi árituðu af mótherjanum.
Að lokum samþykkti hann og þann 1.September var einvíginu lokið.
Sigur Bobby Fishers markaði endalok 24 ára einokun Sovétmanna á Heimsmeistaratitlinum.
Source:http://www.mark-weeks.com/chess/72fs$$.htm
Skákmenn minnast Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 18.1.2008 | 15:13 (breytt kl. 15:17) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er merkisdagur 17 Janúar.
Til hamingju með afmælið mamma.
Það hefur yfirleitt gerst eitthvað stórmerkilegt á afmælisdeginum hennar mömmu.
Árið 1991 var eftirminnilegt en þá hófst Operation Desert Storm, Eldgos í Heklu, Davíð Oddson á afmæli og Haraldur 5 varð Noregskonungur.
Íslenski fáninn var settur í lög 17 Janúar 1944 en það er reyndar nokkru áður en mamma læddist í heiminn.
Ári síðar 1945 taka Nasistar til við að tæma Fangabúðirnar í Auschwitc þar sem Sovétmenn voru farnir að nálgast þá óþægilega.
1994 varð Jarðskjálfti 6.7 í Californiu og ári síðar 1995 í Kobe í Japan annar stærri eða 7,3 á richter.
1998 ásakar Paula Jones Forseta Bandaríkjanna Bill Clinton fyrir kynferðislega áreitni.
Nokkrir þekktir einstaklingar fæddir þennan dag:
Benjamin Franklin, Al Capone, Ertha Kitt, Anton Chekhov, James Earl Jones, Muhammed Ali, Dwayne Wade, Andy Kaufman, Jim Carrey svo einhverjir séu nefndir.
Ég vonast til að tíðindi dagsins árið 2008 verði hófsöm, og við tökum Svía létt á EM í Noregi.
Tónlist | 17.1.2008 | 03:56 (breytt 18.1.2008 kl. 12:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þetta er athygliverð frétt.
Höfundaréttur hefur verið í umræðunni, en ekki nægilega mikið.
Helst hefur sú umræða komið upp í tengslum við niðurhal af netinu og þá oft í tengslum við 365 ljósvakamiðla, sem eðlilega hafa ekki verið sáttir við ólöglegt niðurhal á myndefni sem þeir hafa dreifingarrétt á.
Það er þörf á að skerpa vitund almennings og jafnvel leikmanna á lögum um höfunda og dreifingarrétt og koma þessum upplýsingum í nútímalegt og aðgengilegt horf.
Ég hefði haldið að Stef með sínu öfluga starfi í þágu höfundaréttar gætti þess að höfundur hefði um það að segja í hvaða verkefni, og eins í hvaða tilgangi tónlistin er notuð, eins og í þessu tilviki!
En Stefi til varnar þá er gott aðgengi að upplýsingum hjá þeim og starfsfólk liðlegt.
Ég hef verið að kynna mér höfundarétt undanfarið í tengslum við tónlist, en á greinilega langt í land með að skilja allan sannleikan í þeim efnum.
Ég hvet til umræðu!
Búið að kasta stærri hagsmunum fyrir minni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | 16.1.2008 | 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk