Færsluflokkur: Menntun og skóli
Mig langar að minna á Landssöfnun stofnunarinnar þann 19. September í opinni dagskrá Stöðvar 2.
Það er mikil þörf á stofnun sem þessari og í raun með ólíkindum að hún hafi verið stofnuð fyrir tilstuðlan einstaklinga, í fararbroddi þeirra mæðgna Auðar Guðjónsdóttir og Hrafnhildar G. Thoroddsen.
Þær mæðgur hafa unnið ómetanlegt starf fyrir frekar daufum eyrum stjórnvalda hingað til en einstaklingar og fyrirtæki hafa eitthvað tekið við sér. Starf þeirra mæðgna hefur vakið athygli á alþjóðavísu og í raun meiri en á Íslandi.
Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð af háleitri hugsjón.
Vonandi mun framlag íslensku þjóðarinnar til alþjóðlegrar mænuskaðabaráttu skila árangri um ókomna framtíð.
(fengið að láni af heimasíðunni www.isci.is)
Þess er sjálfsagt að geta að frábært starfsfólk á Endurhæfingardeild Landspítalans að Grensási hefur skilað mörgum kraftaverkum, en húsnæðið að Grensási er löngu sprungið, meðal annars vegna aukningar á mænusköðum í okkar hraða samfélagi.
Verndari stofnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.
Styrktarreikningur Mænuskaðastofnunar er
311 - 26 - 81030 Kennitala 411007-1030
" Það getur haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaðans við þjóðir heimsins og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á þessu sviði læknavísindanna "
- frú Vigdís Finnbogadóttir - forseti Íslands 1980 - 1996
Heimasíðan er www.isci.is
Menntun og skóli | 7.9.2008 | 12:08 (breytt 8.9.2008 kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Er bara ein leið í boði? ÚR LANDI!
Fréttir frá USA eru á þann veg að Íslendingar eru að koma sér í vanda þar vegna svipaðra mála, þurf að dúsa í fangelsi og eru síðan sendir heim. En mér finnst Bandaríkjamenn ekkert til fyrirmyndar í þessum málum!
Ég hef nefnt það áður í bloggi að það vanti uppá stuðning frá ríkinu til þess að við lendum ekki í sama vanda og hinar norðurlandaþjóðirnar í innflytjendamálum.
Alþjóðahús er eina aðstoðin sem ég veit um, lýsir kannski vanþekkingu minni á málinu en vandamálinn eru amk að hrannast upp!
Auðvitað verður fólk að einhverju leiti að bera ábyrgð á stöðu sinni og bera sig eftir aðstoð!
Ég skil það vel þegar einstaklingur eins og þessi, í fullri vinnu og býr hjá fjölskyldu sinni, þá sé hætta á að fólk sé ekki vakandi yfir landvistarleyfi.
Þó að sú umsókn hafi misfarist, þá finnst mér athyglivert að það virðist einhver nauðsyn og sjálfgefið að senda fólk úr landi! Hvers hagur er það? Eða erum við bara að APA þetta eftir USA!
Þetta minnir á framkomu Georgs Bjarnfreðarsonar (úr Næturvaktinni) sem Jón Gnarr lýsti einhvernvegin á þann hátt að væri samansafn af öllu því versta í fari fólks.
Maður fær það á tilfinninguna að hjá Innflytjendastofnun séu bara Georg Bjarnferðarsynir í vinnu!
Næturvaktin fær mann þó til að brosa yfir öfgunum og vitleysunni, vegna þess að þar er um skáldskap að ræða(vonandi)!
Hér er hinsvegar um fjölskyldu að ræða sem einfaldlega þarf aðstoð halda og hana hlýtur að vera hægt að veita hér á landi á meðan umsókn mannsins er tekinn fyrir!
Og það hlýtur að vera kominn tími á að yfirvöld fari að taka í gegn Fjölskyldustefnu sína!
![]() |
Kom 17 ára – sendur úr landi 23 ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 6.9.2008 | 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)

Google Chrome (vef-browser) var gaukað að mér af Hauki í horni, Hann Haukur Örn vinur minn er fljótur að átta sig á nýjungum og hefur oft komið mér til bjargar í tölvumálum. Þó ég sé eldklár á því sviðið:)
Ég hef verið að nota Mozilla Firefox og verið nokkuð sáttur, en þegar Haukur er að prófa eitthvað þá hlýtur það að vera spennandi, svo að ég ákvað að prófa og byrjunin lofar góðu, hraður og skilvirkur og virkar mjög einfaldur í notkun. Er reyndar svo hrifinn af öllu sem Google er að gera að ég þurfti ekki mikla hvatningu.
Ætla að gera eins og Haukur, og hafa hann "default" í smá tíma og sjá hvernig gengur.
og http://www.haukurod.net/blog/
Menntun og skóli | 4.9.2008 | 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég verð að játa það að í fyrstu fannst mér þetta frekar hlægilegt.
En að mönnum sem hafa verið í minnihlutahóp og sætt ofsóknum skuli detta þetta í hug og bera á borð svona fordóma!
Mér finnst fátt flottara en kona með hljóðfæri í hönd og fagna því framtakinu.
En tek fram að ég er jafnframt mikill stuðningsmaður frumbyggja um allan heim.
![]() |
Didgeridoo er ekki fyrir stelpur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 3.9.2008 | 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vonandi hafa stjórnvöld nú tekið upp stefnubreytingu til hins betra í meðferð flóttamanna og það varanlega!
Hér er oft talað um að okkur Íslendingum þurfi að fjölga, sem á að vera gott fyrir hagkerfið!
Því þarf að efla meira aðstoð við flóttafólk sem og aðra innflytjendur til að aðlagast lífinu á Íslandi svo að þeir verði virkari samfélagsþegnar.
En ekki senda fólk sem hefur ekkert sér til saka unnið skoðunarlaust til baka.
![]() |
Ramses kemur í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 25.8.2008 | 17:47 (breytt 26.8.2008 kl. 10:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hún Berglind Elva systir mín sendi mér póst sem innihélt nokkrar myndir sem eiga erindi við alla.
Ég gæti trúað að það væri verið að minna okkur á að vera þakklát fyrir
það sem við höfum hér á klakanum :)
Áfram Ísland!
Menntun og skóli | 16.8.2008 | 10:36 (breytt kl. 10:40) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikael Silvestre hittir HIV smitaða einstaklinga í Suður Afríku.
Varnarmaður Manchester United, Mikael Silvestre var hrærður yfir krafti og stolti þessara ungu barna sem hann hitti í heimsókn 'United Fyrir Unicef' í Suður Afríku.
frásögn: Ken Borland
26 Júlí 2008
Að gefa til baka:
Silvestre heimsótti verkefni þar sem markmiðið er að fræða unga Afríkubúa um AIDS og HIV.
"Þau segja að við séum að vinna með dautt fólk, en ef þú ert með eyðni er ekki þar með sagt að þú sért dauður á morgunn". Segir Thabiso með bros á vör, en sorgin er augljós í augum hans.
Thabiso, sem er HIV jákvæður samfélagsþjónn er að tala við Mikael Silvestre sem er heillaður af heilindum og ótrúlegri jákvæðni þessa unga manns sem lifir með sjúkdóm sem mun líklega draga hann til dauða.
Það er sennilega enginn sem er jafn tillitsamur og hljótt hugsandi meðal frægra stjarna í liði Manchester United heldur en Mikael Silvestre og þessi þrítugi leikmaður er greinilega djúpt snortinn af kynnum sínum við Thabiso og aðra Eyðni-smitaða Afríkubúa sem hann hitti á skipulögðu fótbolta námskeiði á vegum Unicef í Jóhannesarborg.
"Mig langaði að koma og hitta fólk með sjúkdóminn og sýna þeim að okkur stæði ekki á sama" sagði Silvestre. "Við erum ókunnugir þeim en þau voru ekki hrædd að opna sig og tala opinskátt um aðstæður og aðstöðu sína við okkur á einlægan og opinskáan hátt.
Þessir krakkar bera höfuðið hátt og lifa sínu hefðbundna lífi. Þau eru einnig staðráðin í a berjast við sjúkdóminn og eru mjög virk í kynningum til að hefta útbreiðslu HIV/Aids í gegnum hin ýmsu samtök, sem er gott að heyra.
Tækifærið bauðst að hitta ungt fólk með áhuga á knattspyrnu í bænum Alexandra sem er skuggahverfi við fótskör ríkustu úthverfa Jóhannesarborgar með tilkomu góðgerðar-samstarfs Unicef og United sem hefur staðið í nokkuð mörg ár.
Þetta samstarf hefur nánar tiltekið staðið í níu ár og upphæðirnar sem við höfum náð að safna eru ótrúlegar. Sem betur fer erum við hjá Manchester með stór hjörtu, sem er bara gott! Segir Mikael Silvestre.
John Shiels yfirmaður góðgerðarmála hjá Manchester United Foundation, nefndi að klúbburinn væri í raun eins og fjölskylda, sem að Silvestre vildi gjarnan vera hluti af enn um sinn. En orðrómur er um að Silvestre sé á förum aftur til Bordeaux þar sem stór-fjölskylda hans býr.
Ég á eitt ár eftir af samningi mínum, svo við sjáum bara til, mér hefur liðið mjög vel og átt frábærar stundir með Manchester United, segir Silvestre.
Annað tímabil með Evrópumeisturunum gerir starfsferilinn að áratug og gefur Silvestre rétt á góðgerðar/vináttu leik sem kann að hafa áhrif á framhaldið hjá Silvestre.
Silvestre sleit liðband í hné í byrjun síðasta tímabils og það var erfiður tími fyrir varnarmanninn sterka.
Sem betur fór var ég var ég tilbúinn fyrir skemmtilegasta hluta tímabilsins þegar við unnum og tókum á móti bikurum. Það var mjög ánægjulegt og nú er tilhlökkun að byrja nýtt keppnistímabil, segir Mikael Silvestre.
En krakkar eins og Thabiso þurfa að sýna mikla ákveðni í þeirra daglegu baráttu við HIV eins og Silvestre nefndi í samtölum sínum við börnin.
En ég sagði krökkunum að við þyrftum þessa sömu ákveðni og styrk til að ná árangri í fótboltanum, og þann sem ég sá hjá þeim.
Unicef leggur áherslu á Aids í hjálparferð sinni um heiminn. Og aðstoð við unga fólkið með upplýsingum um hvernig röng hegðun getur leitt til Alnæmis og hvaða forvarnir séu mögulegar til að varna HIV/eyðnismiti.
Unicef sér Íþróttir sem lykilatriði til að ná til ungafólksins í forvörnum gegn eyðnifaraldri.
Okkar kjörorð er að gefa "innblástur til afreka" og burtséð frá fjáröflun þá er mjög mikilvægt að nýta þau áhrifatengsl sem okkar Íþróttamenn hafa á unga menn og konur. Þar eru leiðir til að koma upplýsingum á framfæri við börn og ungafólkið. Segir John Shiels.
Fótboltinn sáir fræjum sem börnin eru opin fyrir, það gefur Unicef tækifæri til að koma skilaboðum áleiðis.
Jeremy Sprigge hjá Unicef í Bretlandi, segir að samstarfið með Manchester United hafi aflað tveggja milljóna punda (£2 milljónir) og haft áhrif á meira en eina og hálfa milljón barna umhverfis jörðina.
Til að styðja Alnæmist átak Unicef! Heimsækið www.unicef.org.uk/manudonate.
Menntun og skóli | 27.7.2008 | 11:15 (breytt kl. 13:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef eins og svo margir áhuga á að bæta nýtingu þeirrar innkomu sem atvinnan gefur hverju sinni.
Eins hef ég verið þeirrar skoðunar að kennsla í meðferð peninga/fjármagns eigi að byrja í barnaskóla og eigi ekki að vera eingöngu í höndum Banka eða á efri stigum náms.
Á mínu æskuheimili var ekki mikið rætt um peninga og fjármál þó að sparibaukurinn hafi verið til staðar og við systkinin hvött til að nota hann, þá náði það ekki mikið lengra.
Nú í síðustu viku fór ég með son minn sem er að verða sautján ára og stefnir á bílakaup til Ráðgjafa í bankanum okkar og þar fræddumst við feðgar saman um ýmislegt tengt sparnaði og fjármálum.
Og ekki er vanþörf á smá fræðslu eins og umræðan er í dag.
Þessi ágæti ráðgjafi gaf okkur upp þessa heimasíðu með ýmsum upplýsingum og fróðleik um fjármál, sem á að nýtast öllum þeim sem áhuga hafa á! EKKI BARA FYRIR SÉRFRÆÐINGA!
Heldur mig og þig! www.m5.is
Menntun og skóli | 16.6.2008 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nokkrir athygliverðir gítarleikarar en kannski ekkert mjög frægir(ennþá).
Andy McKee
Brooke Miller
Antoine Dufour
Ekki amaleg fingrafimi!!
Varð að bæta þessum við.... algjör snillingur! Dominic Frasca.
Menntun og skóli | 9.6.2008 | 15:03 (breytt kl. 15:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Við þurfum ekki að örvænta!
Hér sést greinlega að varnir landsins eru í góðum höndum.
Það er þó örlítið áhyggjuefni að njósnadeildinn hafi ekki orðið vör við innrásina fyrr en óvinurinn var kominn á þurrt land!
![]() |
Harma ísbjarnardrápið" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | 4.6.2008 | 11:55 (breytt kl. 11:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
-
greenbrown
-
kjarrip
-
metal
-
skari60
-
fridust
-
dullari
-
ktomm
-
agbjarn
-
omarragnarsson
-
jakobsmagg
-
bbking
-
bonham
-
harpabraga
-
latur
-
beggath
-
palmig
-
asdisran
-
jakobk
-
jonaa
-
aslaugs
-
zuuber
-
tommi
-
hallarut
-
steinunnolina
-
amotisol
-
elinarnar
-
svanurg
-
valdis-82
-
sax
-
gullvagninn
-
nanna
-
baldvinj
-
arnthorhelgason
-
poppoli
-
apalsson
-
svali
-
ottarfelix
-
astromix
-
svavaralfred
-
ofurbaldur
-
gattin
-
daxarinn
-
ellidiv
-
gudnim
-
hafdismaria
-
hjaltig
-
nbablogg
-
askja
-
stinajohanns
-
ubk