Færsluflokkur: Íþróttir

Miklar breytingar hjá Manchester United

ManUtdSlúður og Staðreyndir.

The Sunday Times tekur óvenju mikinn þátt í baráttu slúðurdálkana þessa helgina, og fara mikinn, um miklar breytingar framundan hjá Manchester United.

Sóknarmennirnir ungu Adem Ljajic (19) og Mame Biram Diouf (21) munu væntanlega koma til liðsins í Janúar en þeir eru í láni hjá Partizan Belgrade og Molde, liðunum sem þeir voru keyptir af.

Samkvæmt Sunday Times er Sir Alex Ferguson að kaupa Luis Suarez 22 ára gamlann framherja og fyrirliða Ajax og er talað um £35 milljónir. Leikmaðurinn er landsliðsmaður frá Uruguay og hefur skorað 54 mörk í 75 leikjum fyrir Ajax

Ajax er vel kunnugt um áhuga Ferguson og horfa spenntir á mögulegt verðstríð þar sem önnur lið Suarez_185x185_637910aeins og Manchester City, Internazionale og AC Milan hafa einnig sýnt leikmanninum áhuga.

Martin Jol sem var ráðinn þjálfari Ajax síðastliðið sumar, telur þó Suarez nauðsynlegan fyrir liðið eigi það að ná Hollenska titlinum í fyrsta skipti í sex ár, en hins vegar er talið öruggt að Ajax selji leikmanninn fái þeir ásættanlegt tilboð.


Bakmeiðsli Rio Ferdinand sem nú er talið að verði frá í allt að 8 vikur vegna meiðslanna, vekur til umtals áhuga Man Utd á hinum unga 21 árs landsliðsmanni Englendinga, og leikmanni Everton, Jack Rodwell en leikmaðurinn hefur vakið mikla athygli og er nú nefndur sem næsti arftaki Rio Ferdinand í miðju United varnarinnar.

Ferguson er sagður bíða og sjá hvort Owen Hargreaves sé loks að verða klár í slaginn vegna hné meiðsla sem hafa haldið honum frá fótbolta í rúmt ár. Nú eru um 20 mánuðir eftir af samningi Owen Hargreaves og er talað um nýjan samning pay-as-you-play með hækkandi launum eftir leikjafjölda og árangri.

Manuel Neuer
markamaður Schalke í Þýskalandi verður arftaki EVDS hjá UNITED.


The Mail on Sunday telur það sífelt líklegra að Neuer sé rétti eftirmaður Edwin van der Sar hjá Manchester United, og með endurnýjuðu tilboði í markvörðinn, mun United reyna að fá hann til sín í Janúar til að bægja frá áhuga Bayern München. Endurnýjuðu tilboði uppá £ 12m er spáð en heimildir fregna að Schalke hafi hafnað tilboði United sem barst í Sumar.

Neuer setur þar með aftur fyrir sig markmenn eins og Igor Akinfeev og fleiri sem nefndir hafa verið til sögunnar. 

þetta eru slæmar fréttir fyrir Ben Foster reynist þær sannar. En mörgum finnst hann ekki hafa það sem til þarf til að fylla skó Van der Sar þegar hann hættir eftir þetta tímabil.

Villa_SilvaDavid Villa OG David Silva fyrir £50milljónir frá Valencia í gjafapappír.

Valencia er í fjárhagsvandræðum og eiga erfitt með að halda öllum sýnum leikmönnum, David Villa er eftirsóttur af fjölmörgum liðum en hann hafði hug á að fara til Real Madrid sem valdi Karim Benzema fram yfir hann. Ferguson er sagður hafa mikinn áhuga á þeim báðum og þá ekki síður David Silva sem gæti bætt lífi í miðju United og fullkominn arftaki Paul Scholes.

 

 

Samantekt á þessum nýja/breytta mannskap hjá Manchester United:

Mame Biram Diouf.  Sókn (keyptur)

Adem Lajijc.  Sókn  (Keyptur)

Luiz Suarez. Sókn  (Slúður)

David Villa. Sókn  (Slúður)

Owen Hargreaves (að koma úr meiðslum)

David Silva. Miðja  (Slúður)

Jack Rodwell. Vörn  (Slúður)

Manuel Neuer. Mark  (Slúður)

Svo geta menn nú spáð hvað gerist, og hvað ekki eins og vanalega en Ferguson á ennþá smávegis í sparibauknum eftir söluna á C. Ronaldo :)

 


Evrópa: Mótherjar Man Utd

Dregið verður í riðla Meistaradeildarinnar í dag, í Monaco.

Manutd.com fjallar um sex andstæðinga sem þeir telja að verði hörðustu andstæðingar Manchester United í Meistaradeildinni í vetur.

Mæli með lestri greinarinnar til gamans!

*Smellið hér:*


Enski boltinn

Hér er smá upprifjun vegna fréttar  á mbl.is þann 26.2.2009.

Þar kemur fram að móðurfyrirtæki Stöðvar 2 (þá 365) náði áframhaldandi samningum um útsendingarrétt  á Enska boltanum.

Og fékk Stöð 2 sem sagt lækkað verð á pakkann vegna breyttra aðstæðna!

Ég velti fyrir mér hvort að Stöð 2 Sport 2 lækki verð til viðskiptavina sinna í samræmi við það?

 


mbl.is Enski boltinn áfram hjá 365
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mame Biram Diouf

Nýr sóknarmaður Manchester United 

Mame Biram Diouf  ásamt félaga sínum Pape Pate Diouf hafa raðað inn mörkum hjá Molde í Noregi

(ganga þar undir nafninu Mamas & the Papas)

 M.B. Diouf mun klára leiktíðina í Noregi með Molde og mæta á Old Trafford eftir áramót.

Eins og þetta myndskeið sýnir þá skorar hann sér til gamans.

Það fylgir sögunni að hann sé fljótur að aðlagast aðstæðum og þroskaður eftir aldri. Að koma frá Senegal til strandbæjar í Noregi hafi ekki verið mikið vandamál, hann hefur skorað 38 mörk í 73 leikjum, þar af 17 mörk í 21 leik á þessari leiktíð.

Hann er sagður frá svæði í Senegal þar sem rignir hressilega þegar rignir!

Rigning í Manchester borg ætti ekki að koma honum á óvart :) 

Til gamans má rifja upp að árið 1996 var keyptur leikmaður frá sama félagi (Molde) til Manchester United að nafni Ole Gunnar Solskjær sem reyndust hin bestu kaup.


Manchester United - Tottenham 5:2

RonaldoMínir menn að standa sig

og komu sterkir til baka

eftir að lenda tveim undir!


mbl.is United skoraði 5 mörk á 22 mínútum og fór á toppinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA úrslitakeppnin og Chicago Bulls

Chicago Bulls á góðum endaspretti fyrir Úrslitakeppnina. Mínir menn muna sinn fífil fegurri.
 

derrick_rose
 Nú er Chicago Bulls hinsvegar í 6 sæti og öruggir með a.m.k. 7 sætið í Austurdeildinni og mæta líklegast Boston Celtics eða Orlando Magic í fyrstu umferð Úrslitakeppni NBA.
Síðasti sigurinn í fimm sigurleikja röð var gegn nágrönnunum í Detroit Pistons á þeirra heimavelli.
Þetta var mikill baráttuleikur og hefur Chicago ekki leikið með jafnmikilli ákveðni og baráttu í langan tíma.
Allir leikmenn lögðu sitt af mörkum og fremstur í flokki Derrick Rose sem margir telja að verði valinn nýliði ársins í NBA. 
Sigurinn var líka mikilvægur vegna þess að með honum komst Chicago hjá því að leika við Cleveland Cavaliers í fyrstu umferð, liðið sem flestir óttast þetta árið. 
 
Það verður spennandi að fylgjast með úrslitakeppni NBA þetta árið. 
 
 

Gaman að sjá!

Crewe_AlexandraÞað er hreint frábært að sjá velgengi Guðjóns Þórðarsonar með þetta lið Crewe Alexandra.

Þessi umdeildi og litríki þjálfari hefur skemmt okkur Íslendingum og fleirum út í hið óendanlega og er eiginlega okkar José Mourinho með opinskáum ummælum og oft á tíðum undarlegri hegðun.

Á Wikipedia er að finna sögu Crewe Alexandra F.C.  tengla og fleira.

Áfram Guðjón Þ.

 

 


mbl.is Gylfi skoraði í stórsigri Crewe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Englands, Evrópu og HEIMSMEISTARAR félagsliða Manchester United

Edwin Van Der SarÞað er alveg magnað hvað maður þarf að vera upplýsa þessa fréttaritara endalaust! :)

Svo þurfa þeir nú að læra að nota stafsetningar púkann!


mbl.is 18 klukkustundir og 23 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gullknötturinn.

Þeir sem tilnefndir eru til Gullknattarins koma frá eftirtöldum liðum og deildum.

Á síðasta ári voru 3 Ensk lið í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og því gaman að bera saman fjölda leikmanna frá þessum liðum og liðum annarra deilda. Enska og Spænska deildin bera höfuð og herðar yfir aðrar deildir í þessu vali.

Franska blaðið France Football stendur fyrir kjörinu.  

 

--------England---------

Evrópumeistarar  Manchester United. 4 leikmenn (Enskir Meistarar)

Chelsea 3 leikmenn

Liverpool 2 leikmenn

Arsenal 2 leikmenn    Alls 11 leikmenn úr Ensku Úrvalsdeildinni frá 4 liðum.

-------Spánn- (Evrópumeistarar Landsliða)----------------------

Real Madrid  5 Leikmenn (Spænskir Meistarar)

Athletico Madrid 1 leikmaður

Barcelona 3 leikmenn

Valencia 1 leikmaður

Villareal 1 leikmaður      Alls 11 leikmenn úr Spænsku-deildinni frá 5 liðum

------Ítalía-----------------

AC Milan 1 leikmaður

Inter Milan 1 leikmaður  (Ítalskir Meistarar)

Juventus 1 leikmaður  alls 3 leikmenn í Ítölsku-deildinni frá 3 liðum

Aðrar deildir eiga færri leikmenn.

 

Knattspyrnumennirnir sem eru tilnefndir til gullknattarins:

Emmanuel Adebayor (Arsenal), Tógó.
Sergio Agüero (Atletico Madrid), Argentinu.
Andreï Archavine (Zénith Saint-Pétersbourg), Rússlandi.
Michael Ballack (Chelsea), Þýskalandi.
Karim Benzema (Lyon), Frakklandi.
Gianluigi Buffon (Juventus Turin), Ítalíu.
Iker Casillas (Real Madrid), Spáni.
Cristiano Ronaldo (Manchester United), Portugal.
Didier Drogba (Chelsea), Fílabeinsströndinni.
Samuel Eto'o (FC Barcelona), Kamerún.
Cesc Fabregas (Arsenal), Spáni.
Fernando Torres (Liverpool FC), Spáni.
Steven Gerrard (Liverpool FC), Englandi.
Zlatan Ibrahimovic (Inter Milan), Svíþjóð.
Kaka (AC Milan), Brasilíu.
Frank Lampard (Chelsea), Englandi.
Lionel Messi (FC Barcelona), Argentínu.
Pepe (Real Madrid), Portúgal.
Franck Ribéry (Bayern), Frakklandi.
Wayne Rooney (Manchester United), Englandi.
Marcos Senna (Villarreal), Spáni.
Sergio Ramos (Real Madrid), Spáni.
Luca Toni (Bayern), Ítalíu.
Edwin van der Sar (Manchester United), Hollandi.
Rafael van der Vaart (Hamburg - Real Madrid), Hollandi.
Ruud van Nistelrooy (Real Madrid), Hollandi.
Nemanja Vidic (Manchester United), Serbíu.
David Villa (Valencia), Spáni.
Xavi (FC Barcelona), Spáni.
Youri Zhirkov (CSKA Moskva), Rússlandi.


Kemur ekki á óvart.

FSuÉg sé að nokkrir bloggarar eru á því að sigur FSu sé hneyksli fyrir Njarðvík en ég get ekki verið sammála því.

Það er unnið gríðarlega öflugt starf í Körfubolta Akademíu Fjölbrautarskóla Suðurlands og það má ekki taka frá FSu. þarna er unnið gott uppbyggingarstarf sem er að skila sér í miklum gæðum og sannarlega má segja að árangurinn sé hraðari en flestir bjuggust við.

Þetta var þó bara fyrsti leikurinn í vetur og  kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá Njarðvík?

Þetta segir líka öðrum liðum í Úrvalsdeildinni að FSu sé kannski ekki eins auðveld bráð og búast mætti við af nýliðum í deildinni.

En til hamingju FSu, frábær byrjun sem lofar góðu fyrir veturinn.


mbl.is Stórsigur FSu gegn Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Jan. 2025

S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband