Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Íslenskir hryðjuverkamenn?

Icelanders are NOT TerroristsNokkrir framtaksamir Íslendingar hafa komið af stað undirskriftasöfnun vegna hryðjuverkalaganna sem á okkur voru sett í Bretlandi.

Mig langar að taka þátt með því að minna á þessa síðu og benda fólki á að skrá sig og sýna samhug í verki!icelandicheart.jpg

Smellið hér!  

Mikilvægt er að benda Bretum og öðrum á og leiðrétta þennan verknað til að takmarka skaðann, sem þegar er orðinn mjög mikill, svo vægt sé orðað.

Heimasíða hópsins: In Defence


Gjaldeyris-tekjur með Tónlist.

storyÍ dag er nokkuð aðgengilegt fyrir Íslenska Tónlistarmenn að bjóða Tónlist sína til sölu á Internetinu.

Ég hef talið upp nokkrar slíkar síður í fyrri bloggum, þar sem stofnkostnaður er lítill eða jafnvel enginn.

Þetta er hægt án þess að vera með stóra útgáfu á bak við sig. Þó er ekki verra að hafa gott bakland sem umboðsmaður eða útgáfa getur verið en ekki lengur nauðsynlegt.

Dæmi um sölu lags í gegnum AWAL sem nokkrir Íslenskir listamenn hafa gert og geta þá selt tónlist sína í gegnum iTunes t.d.

AWAL tekur 15% og iTunes 25-30% af hverju seldu lagi frá sjálfstæðum listamönnum sem er selt á 99 cent (1 usd) sem telst um það bil 112 krónum í dag. (var 60 kr fyrir ári). Hlutur Listamannanna er þá um 67-72 krónur, en 45-50 krónur fyrir þjónustu AWAL og iTunes.

Þarna er tækifæri fyrir marga sem eru að búa til tónlist hvort sem það er til ánægju eða atvinnu!

Tónlist.is greiðir lagahöfundi heilar 8.0 kr fyrir lag sem er selt hjá þeim á 149.0 kr. Þetta eru tölur frá framkvæmdastjóra Tónlist.is, um árs gamlar tölur en ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um breytingu þar á frá STEF eða FTT. Sem sagt 141 kr af hverju seldi lagi heldur tonlist.is fyrir sig!

Á Amie street er verðmyndun með öðrum hætti, þar er nýtt lag frítt til þeirra sem eru fyrstir og hækkar svo eftir vinsældum upp í 99 cent en aldrei hærra. Þeir sem fyrstir eru geta líka nælt sér í smá hagnað með því að mæla með tónlist og ef hún nær vinsældum eiga þeir inneign til tónlistarkaupa. Þetta er sérstaða Amie Street sem hefur skilað þó nokkrum árangri.

Á Reverbnation er nú möguleiki að selja tónlist með kaupum á 35 usd pakka og í staðinn færðu tónlist þína inn á 10 stærstu tónlistar-sölusíðurnar á netinu iTunes, Rapsody, Amazon og fl.

Að auki er bónuspottur sem er 50% af auglýsingatekjum ReverbNation og skiptist hann eftir heimsóknum og fjölda spilaðra laga á síðunni þinni!

Ef þú sem sjálfstæður tónlistarmaður ætlar að selja tónlist þína á netinu, búðu þá til smá gjaldeyri í stað þess að gefa tónlist.is peningana og kynntu þér vel nýjan heim tækifæra á þessu sviði.

Íslendingar geta keypt Íslenska tónlist af flestum síðum nema iTunes. Til dæmis fékk ég nýju plötu Hraun á Amie street fyrir frekar lítið, frábær plata og ég vona að Hraun hafi fengið meira í vasann en hjá tonlist.is 

 

 

 


Gullknötturinn.

Þeir sem tilnefndir eru til Gullknattarins koma frá eftirtöldum liðum og deildum.

Á síðasta ári voru 3 Ensk lið í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar og því gaman að bera saman fjölda leikmanna frá þessum liðum og liðum annarra deilda. Enska og Spænska deildin bera höfuð og herðar yfir aðrar deildir í þessu vali.

Franska blaðið France Football stendur fyrir kjörinu.  

 

--------England---------

Evrópumeistarar  Manchester United. 4 leikmenn (Enskir Meistarar)

Chelsea 3 leikmenn

Liverpool 2 leikmenn

Arsenal 2 leikmenn    Alls 11 leikmenn úr Ensku Úrvalsdeildinni frá 4 liðum.

-------Spánn- (Evrópumeistarar Landsliða)----------------------

Real Madrid  5 Leikmenn (Spænskir Meistarar)

Athletico Madrid 1 leikmaður

Barcelona 3 leikmenn

Valencia 1 leikmaður

Villareal 1 leikmaður      Alls 11 leikmenn úr Spænsku-deildinni frá 5 liðum

------Ítalía-----------------

AC Milan 1 leikmaður

Inter Milan 1 leikmaður  (Ítalskir Meistarar)

Juventus 1 leikmaður  alls 3 leikmenn í Ítölsku-deildinni frá 3 liðum

Aðrar deildir eiga færri leikmenn.

 

Knattspyrnumennirnir sem eru tilnefndir til gullknattarins:

Emmanuel Adebayor (Arsenal), Tógó.
Sergio Agüero (Atletico Madrid), Argentinu.
Andreï Archavine (Zénith Saint-Pétersbourg), Rússlandi.
Michael Ballack (Chelsea), Þýskalandi.
Karim Benzema (Lyon), Frakklandi.
Gianluigi Buffon (Juventus Turin), Ítalíu.
Iker Casillas (Real Madrid), Spáni.
Cristiano Ronaldo (Manchester United), Portugal.
Didier Drogba (Chelsea), Fílabeinsströndinni.
Samuel Eto'o (FC Barcelona), Kamerún.
Cesc Fabregas (Arsenal), Spáni.
Fernando Torres (Liverpool FC), Spáni.
Steven Gerrard (Liverpool FC), Englandi.
Zlatan Ibrahimovic (Inter Milan), Svíþjóð.
Kaka (AC Milan), Brasilíu.
Frank Lampard (Chelsea), Englandi.
Lionel Messi (FC Barcelona), Argentínu.
Pepe (Real Madrid), Portúgal.
Franck Ribéry (Bayern), Frakklandi.
Wayne Rooney (Manchester United), Englandi.
Marcos Senna (Villarreal), Spáni.
Sergio Ramos (Real Madrid), Spáni.
Luca Toni (Bayern), Ítalíu.
Edwin van der Sar (Manchester United), Hollandi.
Rafael van der Vaart (Hamburg - Real Madrid), Hollandi.
Ruud van Nistelrooy (Real Madrid), Hollandi.
Nemanja Vidic (Manchester United), Serbíu.
David Villa (Valencia), Spáni.
Xavi (FC Barcelona), Spáni.
Youri Zhirkov (CSKA Moskva), Rússlandi.


Kemur ekki á óvart.

FSuÉg sé að nokkrir bloggarar eru á því að sigur FSu sé hneyksli fyrir Njarðvík en ég get ekki verið sammála því.

Það er unnið gríðarlega öflugt starf í Körfubolta Akademíu Fjölbrautarskóla Suðurlands og það má ekki taka frá FSu. þarna er unnið gott uppbyggingarstarf sem er að skila sér í miklum gæðum og sannarlega má segja að árangurinn sé hraðari en flestir bjuggust við.

Þetta var þó bara fyrsti leikurinn í vetur og  kannski var eitthvað vanmat í gangi hjá Njarðvík?

Þetta segir líka öðrum liðum í Úrvalsdeildinni að FSu sé kannski ekki eins auðveld bráð og búast mætti við af nýliðum í deildinni.

En til hamingju FSu, frábær byrjun sem lofar góðu fyrir veturinn.


mbl.is Stórsigur FSu gegn Njarðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eyjafjöllin, fjölmennasta sveit landsins!

"Í manntalinu árið 1703 voru Fjöllin fjölmennasta sveit landsins með um 1100 íbúa, sem þá var um 2% af þjóðinni. Það segir kannski eitthvað um hversu gott er að búa undir Fjöllunum".

SeljalandsfossÞessi setning er af vefnum eyjafjöll.is sem er ætlaður ferðamönnum og áhugafólki um eyjafjöllin.

Ég hef verið að tileinka mér og rækta þann eiginleika að sjá nær mér en fjær, hvað ég hef í dag og hvort að græni liturinn á grasinu þarna hinumegin sé ekki bara sá sami. Í það minnsta að sjá í gegnum hyllingarnar.

Ég bý í Rangárþingi-Eystra og verð að viðurkenna að þó ég fari einstaka sinnum um sveitirnar þá helst Fljótshlíð og Eyjafjöllin þá er vitneskjan frekar yfirborðskennd um staðhætti, bæjarnöfn og sögu.

Ég var hinsvegar að skoða vef sveitarfélagsins og fann þá vefinn um Eyjafjöllin sem ég er mjög svo ánægður með og fullur af fróðleik.

Sveitarfélags-vefurinn hefur tekið mikilli framför og rétt að viðurkenna það sem vel er gert.

Þar er að finna mikið magn upplýsinga fyrir heimamenn, áhugafólk og gesti hvort sem er til afþreyingar eða hagnýtingar og hreinlega frábær til að undirbúa ferðalag.

Þetta átti ég að vita, en þegar sumt eins og náttúrufegurð Eyjafjallana og Hlíðarinnar er fyrir augum manns flesta daga þá vill þetta allt verða frekar venjulegt. Til dæmis þá gleymist oft fegurð Landeyjanna en þar er sama hvar þú ert, þú hefur þetta glæsilega útsýni um sveitirnar og svo Fjöllin, Hlíðin og Vestmannaeyjar.

Svo að ég er núna að skoða mitt hérað með öðrum hætti og setja mig í gests-hlutverk, sjáum til hvernig það gengur. En það er mikið að auðæfum hér á svæðinu í náttúrfegurð og sögu.


Keppni í Gítarleik!

 

ThiagoNú fer að líða að lokum keppni Rokk- Gítarleikara á vegum Dean Guitars.

Október er lokamánuðurinn og við eigum fulltrúa!

Thiago Trinsi býr á Ólafsfirði.

Hann er nú ofarlega í þessari Alþjóðlegu keppni um flottustu "Shredder" Gítarleikara á vegum Dean Guitars og þarf á okkur að halda!

Mig langar að hvetja þig til að taka þátt í netkosningu og smella á slóðina hér fyrir neðan og kjósa Thiago! (Gefa helst 11 stig)

 

http://deanguitars.com/shredder

 

 

Take me to DeanGuitars.com/Shredder!

 


 Heimasíða Thiago Trinsi


Tónlistarsíður.

Ákvað að taka saman nokkrar Tónlistarsíður þar sem hægt er að hlusta á tónlist, fyrir þá sem hafa áhuga!

Amie Street

 Á Aime Street er hægt að hlusta á og gagnrýna tónlist, og jafnframt vinna sér inneignir til tónlistarkaupa með því að mæla með þeim listamönnum sem þú hefur ánægju af. Þannig getur þú átt þátt í að vekja athygli á óþekktu listafólki.

Þarna er þó líka að finna þekktar hljómsveitir og tónlistamenn á borð við Sigurrós, Emilíu Torrini, Mogwai, Thom Yorke (úr Radiohead) og fjöldann allan af fjölbreyttri tónlist á mjög góðu verði. Talsvert er af ókeypis tónlist sem hækkar svo eftir vinsældum. Einning er þar að finna mikið af gömlum Jazz, blues og Motown músik http://amiestreet.com/

 

SoundClickSoundclick er með fyrstu frjálsu tónlistarsíðunum sem er opin fyrir hvern sem er, að koma tónlist sinni á framfæri. Þarna úir og grúir af allskyns tónlist og hafa nokkrir Íslendingar gert það ágætt á Soundclick og nefni til dæmis Sveinna Björgvins sem hefur náð góðum árangri þar og fær skemmtilega og góða umfjöllun. http://www.soundclick.com/

 

broadjam

BroadJam er ein af þessum síðum sem hafa starfað mjög lengi og hefur mjög rótgróið úrval. Af tónlistarmönnum á öllum aldri og öllum tónlistarstefnum. Þarna má finna nokkra Íslendinga.  M.a. Jóhann G og Sigga Pálma og svo verð ég að nefna vinkonu mína, Shay Dillon.

Þarna er hægt að hlusta að vild og eins að taka þátt í gagnrýni. Fyrir þá sem vilja koma tónlist sinni á framfæri í kvikmyndir og sjónvarpsþætti þá er það t.d. möguleiki á BroadJam.  http://www.broadjam.com

 ReverbNation

ReverbNation hef ég ekki kynnt mér ýtarlega en þarna er að finna fjölda Íslenskra hljómsveita sem bjóða upp á lög og kynningarefni.

Íslendingarnir hverfa þó í fjöldann því þarna er mikið úrval af allskonar tónlist en þó meira um hljómsveitir en einstaklinga, svona við fyrstu sýn.

http://www.reverbnation.com/  

 

Það er fjöldi góðra tónlistarvefja sem ég hef ekki talið upp hér og fjölgar daglega, en á flestum þeirra getur þú byggt þér lagalista til að hafa í gangi þegar þú ert að vinna í tölvunni.

Ég ætla að nefna nokkra á nafn í viðbót eins og: Last Fm, ILike, Airplay Direct, rokk.is  og varla þarf að telja upp MySpace eða Facebook(ILike)en þeir eru kannski takmarkaðri með lagalista.

Allt eru þetta vefir sem eru meira og minna fullir af tónlist eftir sjálfstæða listamenn í bland við þekktari aðila og öllum opnir.

 

Sjá nánar á: www.porterhouse.is

 

 

 


Stórar breytingar í dreifingu Tónlistar.

Jun Mhoon, sérfræðingur í digital dreifingu tónlistar, talar hér um breytta veröld og algjöra umskiptingu valds í tónlistarheiminum, frá hefðbundnum útgefendum til auglýsingastofa, neytenda og eins listafólksins sjálfs í auknum mæli.

Mhoon segir einnig sínar skoðanir á því hvernig hann telur að ný kynslóð frumkvöðla hafa lykiláhrif á tónlistariðnaðinn í dag og hvernig iðnaðurinn muni verða í framtíðinni.

 

Sala tónlistar á netinu er sífellt að sækja á og minnkandi sala geisladiska allstaðar í heiminum hefur gríðarleg áhrif markaðinn, sem er að taka örum breytingum.
Hér á Íslandi sjáum við marga listamenn sjá um útgáfur alfarið á eigin vegum, ég tek Pál Óskar og Mugison sem dæmi um það. Eins ólíkir listamenn sem þeir erum segir líka til um hvað þessar breytingar eru víðtækar og ekki bundnar við neina ákveðna tónlistarstefnu.

Það hljómar kannski einkennilega en geisladiskar eru að teljast meira til kynningarefnis og fyrir safnara í stað þess að vera miðillin sjálfur til neytenda. Hljómsveitir sem halda tónleika eru líka með minjagripa og geisladiska sölu á tónleikastaðnum og allt snýst þetta um að komast nær neytandanum og ná eyrum hans, geisladiskurinn verður því æ meira einn af minjagripunum.

Í stað þess að kaupa heilan geisladisk er að verða mun algengara að fólk kaupi sér þau stöku lög af viðkomandi listamanni á netinu sem það langar í, jafnvel beint af heimasíðu listamannsins, beint inn á Ipod-inn sinn eða símann t.d!

Þeirri þróun er hvergi lokið og er bara rétt að byrja, því að stöðugt eru að koma fram nýir möguleikar og tækni fyrir listamenn að koma sýnum verkum á framfæri án þess að stórt útgáfufyrirtæki þurfi til. Hér koma til þessi smátæki eins og ipod spilarar, USB lyklar og símar sem gegna stærra hlutverki með hverjum degi sem líður.

Í dag er hægt að taka upp lag og koma því á netið, allt á nokkrum klukkustundum í stað þess að fara í bið eftir heildar útgáfupakka sem tekur lengri tíma, stundum mánuði.

 

 


Sound on sight

Reykjavik International Film FestivalÉg átti mjög svo lærdómsríka stund í Norrænahúsinu í dag, dagskrá á vegum Riff. (www.riff.is)

Spjallborðsumræður í tengslum við nýtt landslag í sambandi tónlistar og kvikmynda, Heimildamyndir, markaðs og réttindamál o,f,l.

Fagfólk með með reynslu á flest öllum sviðum sagði frá og svaraði spurningum úr sal og greinlega var þörf á því sem þarna fór fram.

Það var sérstaklega gaman að hlíða á þá Veigar Margeirsson og Hilmar Örn Hilmarsson segja frá reynslu sinni og sýn á samspil tónlistar og kvikmynda.

Ég á kannski eftir að fara nánar útí þetta á næstu dögum en langar bara að hvetja áhugafólk um kvikmyndir til þess að kynna sér dagskrá RIFF en þarna eru margar góðar og athygliverðar myndir í boði. Ekki síst  Hjaltalin og saga borgarættarinnar

Hjaltalín + Ben Frost og Saga borgarættinnar

3. október kl. 20:00 - Bæjarbíó, Hafnarfirði.

Leyfð öllum

Hljómsveitin Hjaltalín með aðstoð ástralska tónlistarmannsins Ben Frost flytur eigin tónlist við kvikmyndina Sögu borgarættarinnar frá árinu 1920. Áður en tónleikarnir hefjast mun Jón Yngvi Jóhannsson flytja stutt ávarp þar sem hann segir frá Sögu borgarættarinnar og kvikmyndagerð verksins.

 

 

 


Fjarkaland

Fjarki
Fjarki
Áhugamaður um Atvinnumennsku

Nóv. 2024

S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Porterhouse

Finnur Bjarki. flytjandi Eyþór Ingi - Wake Up Now

Nýjustu myndir

  • ...banner4
  • ...banner7
  • ...eportbanner

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband