Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Hvað ætlar þú að gera við 28 dagana sem þú átt eftir ólifaða?
Myndir þú nota næstu 28 daga á sama hátt og þú gerir nú?
Hvað gerir fólk sem fær svona fréttir?
Ég er að velta fyrir mér þeirri spurningu hvort að dagarnir séu vel nýttir hjá okkur sem erum nokkuð heilbrigð. Erum við að gera það sem við áætluðum og alltaf ætlað okkur að gera?
Eða þegar viðkomandi fær slíkar fréttir vaknar viðkomandi upp við þá staðreynd að það sé ansi margt ógert?
Erum við að njóta líðandi stundar?
Kannski ert þú nú þegar að lifa lífinu eins og það sé rétt að klárast?
Oft er það þannig, að ég held með mörg okkar, við erum að vinna að ákveðnu marki og gleymum því að njóta líðandi stundar og þeirra sem við höfum í kringum okkur.
Hvað gerist á morgunn?
Bloggar | 28.9.2008 | 11:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er búið að rigna hressilega á Hvolsvelli í morgun, með áhlaupum.
Og svo rétt í þessu tvær eldingar með þvílíkum látum sem ég hef bara ekki heyrt áður svona nálægt mér, og með þessum líka hávaða.
Veðrið er búið að vera frekar kúnstugt undanfarið og núna inná milli regnbylja þá birtir til en mjög dökkt í kring.
Er enginn veðurfræðingur en hef samt gaman að þessu, enn ein áminning um hversu lítilvægur einstaklingurinn er í veröldinni þegar allur þessi kraftur losnar úr læðingi.
Bloggar | 26.9.2008 | 10:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er öfundsvert að búa á Íslandi en ekki fyrir fjármálaumhverfið. Hvergi taka Bankar almenning eins hressilega í þurrt rassxxxxð eins og hér á landi, svo vilja þeir íbúðalánasjóð burt af markaðnum!
Hér er bilið milli ríkra og fátækra vaxandi á ógnarhraða eins og annarstaðar í heiminum þrátt fyrir yfirlýstan vilja yfirvalda um allan heim að sporna við þeirri þróun.
Sjáum nú bara hversu auðvelt það var að hækka laun þeirra hæstlaunuðu í kerfinu á meðan barningur var að leiðrétta kjör Ljósmæðra sem þó fengu bara hluta leiðréttan!
Nú eru Læknar að hefja sýna baráttu fyrir bættum kjörum. Ég ber gríðarlega virðingu fyrir Læknum og hjúkrunarfólki almennt. En ég hef áhyggjur af því að þessi launabarátta verði alltaf eins og pissukeppni hjá smástrákum í sandkassa, jú eru ekki flestir Læknar karlkyns... ennþá! Þá erum við kominn útí launamun kynjanna líka!
En ég ætlaði ekki þessa leið, ég ætlaði að tala um raunverulega ástæðu þess að við Íslendingar erum öfundsverðir sem er landið okkar og þau lífsgæði sem við höfum þess vegna, hrein náttúra, hafið, og ferska vatnið. Hér á öllum að geta liðið vel.
Mig langar aðeins að fara útí málefnin um hreina vatnið sem við látum renna óheft til að fá það aðeins kaldara (gleymdi að fylla klakaboxið)og förum ósparlega með. Nú er verið að reisa vatnstöppunarverksmiðjur víða og væntanlega eru miklir möguleikar í framtíðinni að selja Íslenskt hreint vatn og þá koma til væntanleg vatnalög.
Vatn er auðlind okkar allra en nú er kominn græðgiglampi í augun á ýmsum og hættan er sú að nokkrum góðum vinum verði afhent vatnsréttindin líkt og gert var með Bankana og svo framvegis......... Þetta er að verða svolítið fyrirsjáanleg sápuópera.
Vandamálið er og væntanlega verður, hann Hr Öfundur og vinkona hans Frk Græðgi.
Íslendingar öfundsverðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 21.9.2008 | 12:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eins og flestir þeir sem kíkja hér við átta sig á eða vita. Þá er málefni mænuskaðaðra mér hugleikinn og málið mér tengt.
Söfnun til stuðnings Mænuskaðastofnunar Íslands í gærkvöldi á Stöð 2 var hápunkturinn á þessari söfnun þó að 904 símarnir verði áfram opnir og söfnuninni ekki lokið.
Fjöldi ólíkra skemmtikrafta og velunnara gerðu kvöldið að hinni bestu skemmtun, og svona fyrir minn smekk þá stóðu Simmi og Jói sig frábærlega sem kynnar kvöldsins.
Ég áttaði mig á því að hljómsveitin Buff er svolítið magnað fyrirbæri, sem getur brugðið sér í hvaða tónlistarstíl sem er með glæsibrag.
Fjölbreytt og góð atriði, og gríðarlegur fjöldi fólks sem á miklar þakkir skilið fyrir sitt framlag.
Að lokum vill ég þakka fyrir mig sem áhorfanda og áhugamanns um málefni Mænuskaðastofnunar Íslands.
Bloggar | 20.9.2008 | 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Landsöfnun sem Mænuskaðastofnun Íslands stendur fyrir nú er ætlaður til rannsókna á mænuskaða.
Ekki má gleyma því að Mænuskaðastofnunin stendur líka fyrir því að safna saman upplýsingum tengdum mænuskaða hvaðanæva úr heiminum og skiptir uppruni ekki máli, bara að upplýsingarnar komi að gagni.
Fyrir tilstilli Mænuskaðastofnunar Íslands hafa Íslensk heilbrigðisyfirvöld og Alþjóðlegu heilbrigðissamtökin WHO (World Health Organization) með stuðningi Evrópuráðsins sett á laggirnar alþjóðlegt samstarf um söfnun upplýsinga um ýmsar meðferðir og aðferðir sem hafa hugsanlega jákvæð áhrif á mænuskaða og bæta lífsgæði fólks sem hlotið hefur mænuskaða(SCI)
Verkefnið er byggt á þeirri trú að með opnum hug getum við púslað saman upplýsingum sem finnast um allan heim, hvort sem það er frá USA, Kína, Rússlandi og svo framvegis! Hvort sem þær upplýsingar eiga uppruna sinn í Austrænum eða vestrænum lækningum, rannsóknum frá stórum sem smáum Rannsóknastofum!
það er alvöru grundvöllur í dag til að sigrast á ráðgátunni en ekki bara fjarlægir draumórar.
Aðalmarkmið gagnabankans er að veita upplýsingar um þær fjölbreyttu aðferðir sem til eru, betur aðgengilegar fyrir einstaklinga með mænuskaða, fjölskyldur þeirra og velunnara.
Yfirmaður gagnabankans er Dr. Laurance Johnston Ph.D., MBA, og sér hann um að sannreyna allar þær upplýsingar sem verða hluti af gagnabankanum. Þýðendurnir eru allir læknir eða vísindamenn og koma frá Kúbu, Mexíkó, Ísrael, Kína og Rússlandi.
Gagnabankinn um mænuskaða er núna á 5 tungumálum:
ensku,spænsku,rússnesku,kínversku og arabísku.
Slóð : Gagnabanki SCI
Bloggar | 18.9.2008 | 12:29 (breytt kl. 12:32) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðeins á síðari tímum hafa Navajo dulmálsfræðingar og aðrir Innfæddir Ameríkanar fengið viðurkenningu fyrir framlag sitt, sem leiddi til sigurs Bandaríkjana og vinþjóða í Heimsstyrjöldinni síðari.
Þó að aðrar deildir Bandaríska hersins hefðu nýtt málískur og einstaklinga úr hópum Oneida, Chippewa, Sauk, Foxes og Comanches til að búa til og lesa úr dulmáli þá var það Sjóherinn (Marine Corps) sem þróuðu stærsta verkefnið. Í lok stríðsins höfðu yfir 3600 Navajo Indjánar starfað fyrir Sjóherinn og þar af 420 eingöngu með dulmál.
Eftir að upp komst hversu auðvelt Japanir áttu með að leysa dulmálskerfi Bandaríska hersins kom Philip Johnson, stríðshetja úr fyrri heimsstyrjöldinni og sonur trúboða á landsvæðu Navajo fram með tilllögu um dulmáls kerfi byggt á fornu tungmáli Navajo Indjána.
Þegar örfáir Navajo Injánar höfðu verið fengnir til starfa náðist undraverður árangur, dulmál sem hafði tekið um 30 mínútur að útbúa og leysa, tók aðeins um 20 sekúndur fyrir þessa ungu Navajo menn að leysa með Navajo kerfinu!
Enginn ljósmynd kveikir meiri þjóðerniskennd í Bandaríkjunum en fána-reisingin á Iwo Jima!
Á þessari frægu ljósmynd er Pima Indjáni að nafni Ira Hayes, sem fagnaði sigri sem byggður var á dulmálstækni Navajo Indjána.
Ira Hayes var fallhlífahermaður og lenti 1945 á Iwo Jima með fimmtu árasardeild Sjóliða. Eftir stríð var hann hylltur sem Bandarísk stríðshetja, en hann var sakbitinn yfir því að vera einn af þeim sem lifðu af, þetta þjakaði hann. Árið 1955 lést hann úr alkóhólisma og vosbúð á verndarsvæði sínu.
Dauði hans var sorglegur, en þó meir sú staðreynd að þrátt fyrir hetjudáðir sínar fyrir Bandaríkinn þá var hann ekki viðurkenndur ríkisborgari. Amerískir Indjánar voru fyrst viðurkenndir þegnar Bandaríkjana árið 1948. Það breytti engu um arfleifð hans og annara Innfæddra Ameríkana sem lifðu og börðust í samræmi við kjörorð Sjóliðanns "Semper fi" Alltaf trúr.("always faithful")
Bloggar | 14.9.2008 | 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
" Ísland gæti orðið leiðandi afl í þeirri þróun að vestræn ríki taki ákveðin baráttumál í heilbrigðisgeiranum í nokkurs konar fóstur -safni fé og nýti til rannsókna og upplýsingagjafa á alþjóðavísu. "
- Guðlaugur Þór Þórðarson - heilbriðgisráðherra Íslands
Bloggar | 14.9.2008 | 11:07 (breytt kl. 11:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er nú bara eitt dæmið um hvað maður er margklofinn persónuleiki.
Razer eru þéttir rokkarar frá Arizona. Að vísu er Chris Powers söngvari aðfluttur frá NY.
Chris er fanta söngvari og þekki ég það af eigin raun því hann hefur sungið inn á nokkrar upptökur fyrir mig með fínum árangri, og hinn vænsti strákur þrátt fyrir frekar skuggalegt útlit. Þeir eru það nú flestir þessir rokkarar, yfirleitt meinlausir rokkhundar sem gefa alla sína orku í músikina.
Razer er rokksveit sem má helst líkja við Iron Maiden og þess háttar rokksveitir, þéttir og kraftmiklir.Fyrsta breiðskífa þeirra er nýlega kominn út og heitir *Fall in line*. (Eitthvað sem Árni Matthisen vill örugglega að Ljósmæðurnar geri, orðalaust helst)
Ég hreifst ekkert sérstaklega af fyrstu lögunum sem ég heyrði en síðastliðið ár hafa þeir tekið stórt stökk uppá við og laga smíðarnar mun betri fyrir minn smekk og það sem ég heyrt af plötunni er fantagott.
Hér fyrir neðan er myndbandið um Super-peðið (Super Paun)
Fantagóð Rokksveit á uppleið!
Heimasíða RAZER: http://www.razerband.com/
Tónlist | 12.9.2008 | 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég veit ekki hvernig ég á að orða það, en dag einn fyrir um það bil tveim og hálfu ári breyttist mitt líf varanlega á svipstundu, ekki þó eins harkalega eins og fyrir Pabba minn þá 56 ára þegar hann féll af hestbaki í árlegum Páskareiðtúr með vinum og ættingjum.
Ég gleymi ekki símtalinu frá frænda mínum sem sagði mér að það hefði orðið alvarlegt slys, og það var Pabbi minn sem varð fyrir því slysi. Sakleysisleg bylta af hesti að því er virtist í fyrstu, hafði þær afleiðingar að Pabbi er í dag lamaður frá hálsi og niður líkamann. Ef ekki fyrir snarræði frændfólks á staðnum þá væri Pabbi ekki á lífi. Hann hefur barist á hetjulegan hátt frá frá þeim degi í aðstæðum sem enginn getur annað en reynt að ímyndað sér.
Hvert örstutt spor:
Partur 1
Partur 2
Partur 3.
Sölustaðir:
Skrifstofa Mænuskaðastofnun Íslands, Dalvegur 16a, 201 Kópavogur, sími 564 1989
Debenhams, Smáralind
World Class, Laugar
World Class, Hafnarfjörður
World Class, Seltjarnarnes
World Class, Kópavogur
Skurðstofa Fossvogi, Valgerður Jónsdóttir
Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupsstað, Elín Hjaltalín
Sjúkrahúsið á Akranesi, Ólafía Sigurðardóttir
Skurðstofa Hringbraut, Erlín Óskarsdóttir
Skurðstofa Kvennadeild, Áslaug Svavarsdóttir
Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, Guðlaug Sigmarsdóttir
Sjúkrahús Húsavíkur
Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar, Anna Margrét Tryggvadóttir hjfr.
Sjúkrahúsi Siglufjarðar, Guðný Helgadóttir hjfr.
Sjúkrahúsi Keflavíkur, Ásdís Johnsen hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsi Ísafjarðar, Jóhanna Oddsdóttir hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsið á Selfossi, Hjördís Leósdóttir hjfr. skurðstofu
Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, Hafrún Harðardóttir hjfr. skurðstofu
og fleiri eru að bætast við daglega...
Sérstök söluátak verða
helgina 13. og 14. sept
fimmtudaginn 18. sept.
föstudaginn 19.sept í Kringlunni og Smáralind.
Að lokum minnum við einnig á styrktarreikning Mænuskaðastofnunar:
311 - 26 - 81030 Kennitala: 411007-1030
Safnféð verður notað í þágu stofnunar og nýtt til að bæta meðferðir við mænuskaða. Svo vel megi til takast bið ég alla Íslendinga um að leggjast á sveif með mér og marka djúp spor til frambúðar.
Í staðinn get ég aðeins lofað að standa vörð um hugsjónina og bregðast ekki því trausti sem þjóðin sýnir málstaðnum.
Með þakklæti,
Auður Guðjónsdóttir
hjúkrunarfræðingur og formaður stjórnar Mænuskaðastofnunar Íslands
Bloggar | 10.9.2008 | 01:01 (breytt kl. 01:06) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mig langar að minna á Landssöfnun stofnunarinnar þann 19. September í opinni dagskrá Stöðvar 2.
Það er mikil þörf á stofnun sem þessari og í raun með ólíkindum að hún hafi verið stofnuð fyrir tilstuðlan einstaklinga, í fararbroddi þeirra mæðgna Auðar Guðjónsdóttir og Hrafnhildar G. Thoroddsen.
Þær mæðgur hafa unnið ómetanlegt starf fyrir frekar daufum eyrum stjórnvalda hingað til en einstaklingar og fyrirtæki hafa eitthvað tekið við sér. Starf þeirra mæðgna hefur vakið athygli á alþjóðavísu og í raun meiri en á Íslandi.
Mænuskaðastofnun Íslands er stofnuð af háleitri hugsjón.
Vonandi mun framlag íslensku þjóðarinnar til alþjóðlegrar mænuskaðabaráttu skila árangri um ókomna framtíð.
(fengið að láni af heimasíðunni www.isci.is)
Þess er sjálfsagt að geta að frábært starfsfólk á Endurhæfingardeild Landspítalans að Grensási hefur skilað mörgum kraftaverkum, en húsnæðið að Grensási er löngu sprungið, meðal annars vegna aukningar á mænusköðum í okkar hraða samfélagi.
Verndari stofnunarinnar er frú Vigdís Finnbogadóttir.
Styrktarreikningur Mænuskaðastofnunar er
311 - 26 - 81030 Kennitala 411007-1030
" Það getur haft stórkostlega þýðingu fyrir heimsbyggðina að vel menntuð og vel efnum búin þjóð tali máli mænuskaðans við þjóðir heimsins og beiti pólitískum áhrifum sínum til framfara á þessu sviði læknavísindanna "
- frú Vigdís Finnbogadóttir - forseti Íslands 1980 - 1996
Heimasíðan er www.isci.is
Bloggar | 7.9.2008 | 12:08 (breytt 8.9.2008 kl. 18:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
- Nóvember 2010
- Ágúst 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Febrúar 2007
Porterhouse
Tenglar
Tónlist og Vinir
Félagar og áhrifavaldar
- Porterhouse Mínar Tónsmíðar
- Haukur Örn Haukur Örn Dýrfjörð
- Thiago Trinsi Gítarhetja
- Shay Dillon líkt við Nora Jones, Bonnie Raitt og Lydia Pentz
- Porterhouse á Facebook Tónlistarsíða
- MySpace Tónlistar síða
- IMX Icelandic Music Export
- You Tube Ýmis myndbrot
Áhugavert
Af ýmsum toga
- Eyjafjöllin Upplýingaveita fyrir ferðamenn
- Gönguleiðir Skemmtilegar og fjölbreyttar gönguleiðir
- Áhugaverðir staðir Þórsmörk, Fossar, Hellar, Gönguleiðir
- Sögusetrið Njála og fl.
- Eldgos Eldgos í Heimaey
- John Ramsey Vesturfarar og Indiánar
- Icelandic Geographic Where is Iceland?
- Vísindavefurinn Vísindavefur HÍ
- Manchester United Nr 1.
- Chicago Bulls Bulls
- Sjómanna og Vélstjórafélag Grindvíkur Stéttarfélag
Heilsa
- Mænuskaðastofnun Íslands Mænuskaðastofnun Íslands
- Mænuskaði - myndir Myndir
Bloggvinir
- greenbrown
- kjarrip
- metal
- skari60
- fridust
- dullari
- ktomm
- agbjarn
- omarragnarsson
- jakobsmagg
- bbking
- bonham
- harpabraga
- latur
- beggath
- palmig
- asdisran
- jakobk
- jonaa
- aslaugs
- zuuber
- tommi
- hallarut
- steinunnolina
- amotisol
- elinarnar
- svanurg
- valdis-82
- sax
- gullvagninn
- nanna
- baldvinj
- arnthorhelgason
- poppoli
- apalsson
- svali
- ottarfelix
- astromix
- svavaralfred
- ofurbaldur
- gattin
- daxarinn
- ellidiv
- gudnim
- hafdismaria
- hjaltig
- nbablogg
- askja
- stinajohanns
- ubk